Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 69
Upplýsingar
Upplýsingar um íþróttir í boði, æfingaflokka, æfingatíma, æfingastaði,
æfingagjöld og nýtingu frístundakorts er að finna á heimsíðu ÍR www.
ir.is og hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080. Fyrirspurnum svarað í gegnum
netfangið ir@ir.is
Frjálsíþróttir
ÍR-ingar státa af elstu og öflugustu frjálsíþróttadeild landsins sem býð-
ur upp á æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna frá 6 ára aldri.
Karate
Karatestarfsemi undir merkjum ÍR fer nú af stað annan veturinn í röð með æfingar fyrir 6 ára og eldri.
Skokkhópur
Hlaupa- og þrekæfingar fyrir al-
menning allt árið um kring. Byrj-
endanámskeið reglulega.
Skíði
Skíðaíþróttin er samofin langri sögu ÍR og í þeirri grein er boðið upp á æfingar frá 5 ára aldri.
Íþróttir eldri borgara
Holl hreyfing og góður félagsskapur í leikfimi og boccia fyrir eldri
borgara allan veturinn.
TaeKwonDo
TaeKwonDo deildin er í örum vexti og býður nú upp á æfingar fyrir 8 ára og eldri.
Aníta Hinriksdóttir og Guðni Val-
ur Guðnason ólympíufarar hafa
bæði æft um árabil með ÍR. Aníta
byrjaði þegar hún var 10 ára
en Guðni þegar hann var ung-
lingur. Bæði eru þau að keppa
á ólympíuleikunum í Ríó. „Aníta
og Guðni eru flaggskipin okkar
í afreksíþróttunum hjá ÍR. Aníta
er dæmigerður ÍR-ingur sem elst
upp í starfinu okkar. Guðni kom
til okkar sem unglingur, ómót-
aður en hefur tekið stórstígum
framförum eftir að hann kom
til okkar.“
Saga ÍR, stiklað á stóru
Snemma árs 1907 setti Andreas
J. Berthelsen, ungur Norðmað-
ur sem búsettur var í Reykjavík,
auglýsingu í bæjarblöðin þar sem
hann hvatti röska pilta til að mæta
á stofnfund félags um fimleika-
og íþróttaiðkun. Þann 11. mars
sama ár var haldinn stofnfundur
Íþróttafélags Reykjavíkur, sem hóf
þegar stífar leikfimisæfingar.
Sumarið 1910 treystu félags-
menn sér til að sýna leikni sína
opinberlega. Var þá haldin fim-
leikasýning í porti Miðbæjarskól-
ans að viðstöddu fjölmenni. Varð
sýning þessi til að opna augu
almennings fyrir íþróttum og þá
fimleikum sérstaklega. Var að-
aláhersla félagsins á fimleikana
fyrstu árin.
Samhliða fimleikaæfingum,
hófu ÍR-ingar snemma æfingar
í frjálsum íþróttum og komu sér
upp nauðsynlegum tækjabún-
aði til þess. Jón Halldórsson
varð snemma mestur afreks-
manna félagsins í frjálsum íþrótt-
um, en hann keppti í hlaupum á
Ólympíuleikunum 1912. Jón varð
annar formaður ÍR á eftir Berthel-
sen.
Með tímanum urðu frjálsu
íþróttirnar fyrirferðarmestar í
starfi ÍR og hafa margir af fræg-
ustu frjálsíþróttamönnum lands-
ins keppt undir merkjum þess. Má
þar nefna: Jón Kaldal, tvíburana
Örn og Hauk Clausen, Vilhjálm
Einarsson, Valbjörn Þorláks-
son, Einar Vilhjálmsson, Mörthu
Ernstsdóttur og Völu Flosadóttur.
ÍR-ingar voru alla tíð með augun
opin fyrir nýjum íþróttagreinum.
Þannig varð ÍR snemma stórveldi í
skíðaíþróttum, átti öflugt sund-
lið, glímusveit og lyftingadeild. Í
hópíþróttum hefut ÍR teflt fram
liðum í handbolta, knattspyrnu og
körfubolta.
…tómstundir9 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016