Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 69

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 69
Upplýsingar Upplýsingar um íþróttir í boði, æfingaflokka, æfingatíma, æfingastaði, æfingagjöld og nýtingu frístundakorts er að finna á heimsíðu ÍR www. ir.is og hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080. Fyrirspurnum svarað í gegnum netfangið ir@ir.is Frjálsíþróttir ÍR-ingar státa af elstu og öflugustu frjálsíþróttadeild landsins sem býð- ur upp á æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna frá 6 ára aldri. Karate Karatestarfsemi undir merkjum ÍR fer nú af stað annan veturinn í röð með æfingar fyrir 6 ára og eldri. Skokkhópur Hlaupa- og þrekæfingar fyrir al- menning allt árið um kring. Byrj- endanámskeið reglulega. Skíði Skíðaíþróttin er samofin langri sögu ÍR og í þeirri grein er boðið upp á æfingar frá 5 ára aldri. Íþróttir eldri borgara Holl hreyfing og góður félagsskapur í leikfimi og boccia fyrir eldri borgara allan veturinn. TaeKwonDo TaeKwonDo deildin er í örum vexti og býður nú upp á æfingar fyrir 8 ára og eldri. Aníta Hinriksdóttir og Guðni Val- ur Guðnason ólympíufarar hafa bæði æft um árabil með ÍR. Aníta byrjaði þegar hún var 10 ára en Guðni þegar hann var ung- lingur. Bæði eru þau að keppa á ólympíuleikunum í Ríó. „Aníta og Guðni eru flaggskipin okkar í afreksíþróttunum hjá ÍR. Aníta er dæmigerður ÍR-ingur sem elst upp í starfinu okkar. Guðni kom til okkar sem unglingur, ómót- aður en hefur tekið stórstígum framförum eftir að hann kom til okkar.“ Saga ÍR, stiklað á stóru Snemma árs 1907 setti Andreas J. Berthelsen, ungur Norðmað- ur sem búsettur var í Reykjavík, auglýsingu í bæjarblöðin þar sem hann hvatti röska pilta til að mæta á stofnfund félags um fimleika- og íþróttaiðkun. Þann 11. mars sama ár var haldinn stofnfundur Íþróttafélags Reykjavíkur, sem hóf þegar stífar leikfimisæfingar. Sumarið 1910 treystu félags- menn sér til að sýna leikni sína opinberlega. Var þá haldin fim- leikasýning í porti Miðbæjarskól- ans að viðstöddu fjölmenni. Varð sýning þessi til að opna augu almennings fyrir íþróttum og þá fimleikum sérstaklega. Var að- aláhersla félagsins á fimleikana fyrstu árin. Samhliða fimleikaæfingum, hófu ÍR-ingar snemma æfingar í frjálsum íþróttum og komu sér upp nauðsynlegum tækjabún- aði til þess. Jón Halldórsson varð snemma mestur afreks- manna félagsins í frjálsum íþrótt- um, en hann keppti í hlaupum á Ólympíuleikunum 1912. Jón varð annar formaður ÍR á eftir Berthel- sen. Með tímanum urðu frjálsu íþróttirnar fyrirferðarmestar í starfi ÍR og hafa margir af fræg- ustu frjálsíþróttamönnum lands- ins keppt undir merkjum þess. Má þar nefna: Jón Kaldal, tvíburana Örn og Hauk Clausen, Vilhjálm Einarsson, Valbjörn Þorláks- son, Einar Vilhjálmsson, Mörthu Ernstsdóttur og Völu Flosadóttur. ÍR-ingar voru alla tíð með augun opin fyrir nýjum íþróttagreinum. Þannig varð ÍR snemma stórveldi í skíðaíþróttum, átti öflugt sund- lið, glímusveit og lyftingadeild. Í hópíþróttum hefut ÍR teflt fram liðum í handbolta, knattspyrnu og körfubolta. …tómstundir9 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.