Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 5 kvikmyndir sem þú vissir ekki að væru byggðar á Shakespeare Síðan William Shakespeare var uppi hafa óteljandi bíómyndir ver- ið innblásnar af verkum hans. Í tilefni sýningar Bíó Paradísar á 10 Things I Hate About You tók Fréttatíminn saman nokkrar bíómyndir sem fáa myndi gruna að séu byggðar á verkum Shakespeare. 10 Things I Hate About You Skassið tamið Þessi rómantíska gamanmynd hefur allt sem góð unglinga- mynd á að innihalda: Julia Stiles túlkar femínistann og skassið (þetta tvennt hélst hönd í hönd á tíunda áratugnum) og Heath Ledger heitinn er upp á sitt besta. Myndin er byggð á Skassið tamið, leikriti William Shakespeare um vonbiðil stúlku sem ekki fær að ganga út nema eldri systir hennar, Katherine, skassið sem um ræðir, gangi út fyrst. Lion King Hamlet Skiptum Dan- mörku út fyrir lendur Afríku og manneskjum út fyrir dýr og við erum komin með söguþráð Lion King. Þó handritið fylgi sögunni ekki ítarlega er furðumargt sem rímar saman við verkin tvö — illi frændinn sem verður konungin- um að bana, sonur hans sem snýr aftur í konungsríkið til að koma upp um glæpinn og meira að segja draugur föður Hamlets kemur fram í anda Múfasa sem talar við Simba. West Side Story Rómeó og Júlía Allt ætti að vera söngleikur, hugsuðu framleiðend- ur West Side Story eflaust þegar þeir ákváðu að gera Capulet og Montague ættina að óvinagengj- unum Sharks og Jets og skipta vígvelli þeirra úr Veróna-borg yfir í New York. She’s the Man Twelfth Night Í gamanleiknum Twelfth Night er Viola aðskilin frá tví- burabróður sínum eftir sjóslys. Breyt- um sjóslysi í nýjan menntaskóla og voilá — rómantíska gaman- myndin She’s the Man. Amanda Bynes var á toppi feril- sins þegar hún lék fótboltastelpu sem læst vera bróðir hennar til að geta spilað fótbolta, en fellur svo fyrir liðsstjóra karlaliðsins sem ekki veit að hún er stúlka. Warm Bodies Rómeó og  Júlía Eilíf ást Rómeó og Júlíu á sér engin takmörk – ekki einu sinni dauðann. Í Warm Bodies verður uppvakningurinn „R“ ástfanginn af hinni lifandi Julie, með öllum þeim vanda sem því fylgir. Níræð kona á flugi og risaeðlur í björgum Svifvængjaflug á Vík í Mýrdal dregur að sér alls kyns fólk Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Þeir Samúel og Gísli hafa það að atvinnu að svífa með fólk yfir Vík í Mýrdal í svifvængjaflugi (e. Paragliding). Í upphafi héldu fé- lagarnir að þeir áhugasömustu yrðu karlmenn á bilinu 18 til 35 ára en svo er ekki. Aldurshópurinn er á bilinu sjö til níutíu ára og svo virðist sem konur sé hrifnari af íþróttinni en karlar. „Við byrjuðum með þetta fyrir tveimur árum og það hefur geng- ið einkar vel. „Paragliding“ er einfaldasta form flugs. Svifvæng- ur samanstendur af böndum og nælondúk sem föst eru við tvö sæti en þegar hlaupið er að bjarg- brún myndast loftþrýstingur sem hefur mann á loft.“ Gísli segist sjálfur vera loft- hræddur en í raun fyllist maður ekki hræðslu þegar svifvængir séu annars vegar. „Það eru allir með í maganum áður en þeir fara í loftið en þegar þangað er komið er þetta bara gaman. Þar að auki eru þaul- vanir flugmenn fyrir aftan þann sem svífur.“ Hann segir áhugafólk um svif- vængjaflug vera á aldrinum sjö til níutíu ára. „Í fyrra kom kona til okkar að nafni Iða Jónsdóttir og var níræð. Hana hafði dreymt um að fljúga síðan hún var 10 ára og var ekki svikin. Hafði búið í Bandaríkjunum í fjölmörg ár og var hér í heimsókn.“ Mikið er um að ferðamenn komi og prófi íþróttina frekar en Íslendingar. „Svo vildum við vera í Vík í Mýrdal því hér er landslagið svo fallegt. Margir eru hrifnir af því og einn sagði að sér liði eins og hann væri staddur í myndinni Jurassic Park, beið eftir því að risaeðlur kæmu út úr björgum. Það er nátt- úrulega verið að nota þetta svæði fyrir kvikmyndir og þáttagerð. Game of Thrones. Star Wars, Noah og margt annað.“ Hægt er að fara í flug með því að hafa samband við félagana en fyrirtæki þeirra heitir True Adventures. Flogið er frá byrjun maí til loka september. Hin níræða Iða Jónsdóttir á flugi. Mynd | True Adventures Flogið er yfir Vík í Mýrdal. Mynd | Rut Vinur Samma og Gísla, Grandpa Dave, er oft með í för. Mynd | Rut Samúel flýgur með Víði Björnsson. Mynd | Rut Kýrin Skata bar þeim en þær eru undan nautinu Rjóma. Þvara og Sleif eru tvíkelfingar eða tvíburar á bænum Flugumýrarhvammi í Varmahlíð. Tvíkelf- ingar eru sjaldgæfir en á síðastliðnu ári hafa kýr á bænum borið þremur settum af tvíkelfingum. Hver hópur af kvíg- um á bænum fær nöfn sem eru öll með þema og var þemað búsáhöld þegar Þvara og Sleif komu í heiminn en aðrir kálf- ar voru til að mynda nefndar Dolla og Flaska. Það var kýrin Skata sem bar kálfunum þann 9. júní síðastliðinn en Þvara og Sleif eru undan nauti sem heitir Rjómi. Þvara og Sleif eru ekkert rosalega líkar enda lík- lega tvíeggja. Þær eru skemmtilegar og hafa alltaf verið duglegar að drekka mjólk. Systurnar voru saman í stíu alveg þangað til þær voru orðnar svo stórar að þær rúmuðust þar ekki lengur. En nú eru þær hlið við hlið á básum og geta séð hvor aðra. Vonir eru bundnar við að Þvara og Sleif séu góðar mjólkurkýr en það er mamma þeirra Skata sannarlega. | bg Kálfarnir Þvara og Sleif eru mjólkurkýr framtíðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.