Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 67
Aukin fjölbreytni í fimleikum Björk ekki bara fyrir fimleikafólk Myndir | Rut Saga félagsins Fimleikafélagið Björk var stofnað 1. júlí 1951 í Hafnarfirði. Tilgangur félags- ins var að efla sem mest fimleikaiðkun meðal yngri sem eldri og einnig að stuðla að æfingu þjóðdansa, bæði innlendra og erlendra. Félagið hugðist fara fyrst og fremst út á þá braut að gera fimleikaiðk- un sem almennasta og að konur, yngri sem eldri, stunduðu þá vegna þess gagns, sem þær hefðu af því sjálfar, en ekki til þess að halda sýningar fyrir almenning. Að sjálfsögðu yrðu einnig æfðir flokkar, sem gætu komið fram opinberlega. Aðdragandi að stofnun félagsins var sá að haustið 1949 komu saman um tuttugu stúlkur á aldrinum 15 til 17 ára og hófu að æfa fimleika undir leið- sögn Þorgerðar M. Gísladóttur íþróttakennara. Fengu þær að æfa í íþrótta- húsi Barnaskóla Hafnarfjarðar. Þegar hópurinn hafði æft saman í tvö ár, var ákveðið að stofna formlega félag, sem fékk nafnið Fimleikafélagið Björk. Unnið í samstarfi við Fimleikafélagið Björk Flestir tengja nafn „Bjark-anna“ við fimleika enda fimleikadeildin verið afar öflug gegnum tíðina og íþróttin grunnurinn að stofnun félagsins. Innan Fimleikafélags- ins Bjarkar er þó einnig starfrækt öflug klifurdeild, Tae Kwon Do og sýningadansdeild. Kristín Hálfdánardóttir er framkvæmdastjóri félagsins. „Fimmtudaginn 25. ágúst höldum við Þorgerðardaginn hátíðlegan til heiðurs stofnanda félagsins, Þorgerðar M. Gísladóttur íþrótta- kennara. Það verður opið hús og heitt á könnunni og öllum börn- um gefst færi á því að prófa þær íþróttir sem við bjóðum upp á,“ segir Kristín. Klifurdeildin verður alltaf öfl- ugri og áhuginn eykst jafnt og þétt. „Við erum með stærsta línu- klifurvegginn á landinu hér inni í fimleikasalnum og annan minni í öðrum sal. Við erum nýbúin að fjár- festa í fullt af klifurskóm og um að gera fyrir fólk að kíkja á okkur og fá að prófa. Þetta er svo sniðug íþrótt fyrir unga sem aldna og lítið um meiðsli.“ Fimleikafélagið Björk mun róa á ný mið í vetur: „Við ætlum að setja svolítið púður í stökkfimi. Fimleikasambandið hefur verið að leggja áherslu á að auka fjölbreytni í fimleikum og er m.a. að bæta í umgjörðina um stökkfimina. Ein- faldað, þá eru þetta hópfimleikar án dansins. Þarna erum við ekki háð því að hafa ákveðið marga, þú getur keppt þó það sé bara einn í aldursflokki.“ Fimleikasambandið verður með flotta umgjörð um stökkfimi í vetur en keppt verður á haustmóti, bikarmóti og Íslands- móti. „Það eru þessar æfingar sem krökkunum finnast skemmtileg- astar, flikk og heljarstökk og fleira og ef þú vilt, ekkert mál að fá að keppa.“ Sýningadans er íþrótt sem er til- tölulega ný hjá félaginu. „Þetta er eins konar dans með fimleikaæf- ingum og það er keppt bæði í liða- keppni og einstaklingskeppni. Það er svo mikil samkeppni í fimleik- unum, erfitt að byrja á þeim þegar þú ert orðin 10 ára, það eru bara undantekingarnar sem finna sig ef byrjað er seint. Í þessu geta allir byrjað og eru bara á sínu „leveli“. Það þarf ekki allt að vera svona mikil keppni. Það á að vera hægt að vera á fullu í íþróttum og félags- starfi þó þú sért ekki Íslandsmeist- ari,“ segir Kristín. Tae Kwon Do deildin er búin að ráða nýja þjálfara og setur markið hátt. „Við erum komin með einn af bestu þjálfurum landsins inn í fé- lagið auk þess sem við erum komin með góða eldri iðkendur sem geta aðstoðað við þjálfun. Við hlökkum mikið til vetrarins,” segir Kristín. Þorgerðardagurinn Bjarkarhúsið verður opið fyrir unga sem aldna frá 16 -19:00, fimmtudaginn 25. ágúst. Kaffi á könnunni og hægt að prófa allar íþróttagreinar félagsins. Allir velkomnir! …tómstundir kynningar7 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Við erum með stærsta línuklifurvegginn á landinu hér inni í fimleikasalnum og annan minni í öðrum sal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað: 47. tölublað (19.08.2016)
https://timarit.is/issue/393150

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

47. tölublað (19.08.2016)

Aðgerðir: