Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 57
Ég hef verið sófakartafla – eða
sjónvarpssjúklingur – frá því ég var
krakki. Þá horfði ég á allt, Santa Bar-
bara, Falcon Crest, Hunter, Murder
She Wrote og Golden Girls – sama
hvað það var.
Ég hef því mjög breiðan smekk
á sjónvarpsefni, nema hvað ég get
ekki þolað raunveruleikasjónvarp
– það er nær allt drasl. Ég hef sér-
stakt dálæti á velþekktu gæðaefni
eins og The Wire, House of Cards,
Sopranos og Mad Men, en einnig
því sem sumir kalla lágmenningu
eins og Vampírubananum Buffy og
Angel. Verð síðan að viðurkenna að
ég á Breaking Bad alveg eftir.
Síðasta árið höfum við hjónin
horft saman á Modern Family, tekið
maraþonáhorf á Game of Thrones
og nú allra síðast spænt í okkur nýj-
ustu syrpuna af Vikings. Það eru vel
heppnaðir víkingaþættir. Sérstak-
lega er gaman að hlusta á breska og
bandaríska leikara reyna að koma
óbrenglað út úr sér heilu setningun-
um á íslensku. Þegar ég er einn við
tækið fer ég yfir í Agents of SHIELD,
Daredevil eða Mr. Robot. Nýlega
kláraði ég fyrstu syrpuna af Billions
og bíð spenntur eftir þeirri næstu.
Næst á dagskrá er að byrja á
Sons of Anarchy. Svo þarf ég að fara
að halda áfram með Justified, Parks
and Recreation og nýju syrpuna
af Silicon Valley sem eru frábærir.
Fyrstu syrpuna kláraði ég á mettíma
og hef sjaldan hlegið jafn mikið.
Af væntanlegum þáttum næsta
vetrar bíð helst eftir spennuþáttun-
um Designated Survivor með Kiefer
Sutherland og þriðju syrpu af hinum
frábæru Fargo sem kemur einhvern
tímann á fyrrihluta næsta árs.
Sófakartaflan
Guðjón Helgason,
samskiptastjóri ÖBÍ
Get ekki þolað raunveruleikasjónvarp
Úrslitin ráðast í
kvennaboltanum
RÚV 2 klukkan 20.20
Úrslitaleikur í kvennaboltanum
Úrslitaleikurinn í knattspyrnu
kvenna á ólympíuleikunum. Þar
mætast Brasilía/Svíþjóð – Þýska-
land/Kanada.
Ein sígild frá Coen-
-bræðrum
Netflix No Country for Old
Men
Enn ein snilldin frá Coen-bræðr-
unum Ethan og Joel. Veiðimað-
ur finnur tvær milljónir dollara í
reiðufé, dóp og fullt af líkum ná-
lægt Rio Grande. Hann freistast
til að taka peningana og er í kjöl-
farið hundeltur af Anton Chigurh,
leigumorðingja sem var ráðinn til
að ná í peningana. Aðalhlutverk
leika Javier Bardem, Tommy Lee
Jones og Josh Brolin.
Líf hins áhyggju-
lausa piparsveins
RÚV klukkan 20 Saga af
strák
Þetta er fyrsti þátturinn í annarri
þáttaröð About a Boy um
áhyggjulausa piparsveininn Will
Freeman. Þættirnir eru byggðir á
frægri bók Nick Hornby, rétt eins
og samnefnd mynd með Hugh Gr-
ant í aðalhlutverki. Aðalhlutverk:
Minnie Driver, David Walton og
Benjamin Stockham.
Sjónvarpssjúklingur Guðjón Helgason horfði á allt sem hann komst í þegar hann var krakki
og hefur verið sófakartafla æ síðan. Mynd | Hari
Fullkomnaðu augnablikið með ljúffengri sælkeraköku.
– Láttu það eftir þér!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
1
6-
04
29
Lát mig
ganga í
sannleika
þínum og
kenn mér
því að þú
ert Guð
hjálpræðis
míns...
www.versdagsins.is
…sjónvarp13 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016