Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 71

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 71
Unnið í samstarfi við Hauka Við leggjum mikla áherslu á starfið hjá yngri flokk-unum. Haukar er stórt félag sem býður upp á mikla möguleika fyrir alla,“ segir Ívar Ásgrímsson, íþróttastjóri hjá íþróttafélaginu Haukum. Nú er vetrarstarfið að fara að hefjast í Haukum. Í næstu viku verða allar æfingatöflur klárar og munu þær þá verða aðgengilegar á heimasíðu félagsins. „Við höfum reyndar verið með heilsársstarf í öllum okk- ar stærstu deildum. Krakkarnir í fótboltanum æfa hér úti alveg sama hvernig veðrið er. Það er gríðarleg elja í þessum krökk- um og oft ótrúlegt að horfa á þá. Handboltinn og körfuboltinn hafa svo boðið upp á æfingar hjá yngri flokkum allt sumarið. Við höfum lagt mikinn metnað í að bjóða upp á góða þjálfara allt árið um kring fyrir iðkendur í öllum deildum,“ segir Ívar. „Að þessu heilsárs- starfi hafa komið ég sjálfur og svo íþróttastjórar handboltans, Gunn- ar Magnússon og íþróttastjórar fótboltans, þau Luka Kostic og Bryndís Sigurðardóttir.“ Starfið hjá Haukum nær líka niður til allra yngstu krakkanna með leikjaskólanum sem starf- ræktur er á laugardagsmorgn- um yfir vetrartímann. Leikjaskóli barnanna er fyrir 2-5 ára börn og markmið hans er að þau kynn- ist íþróttasalnum og áhöldum þar inni. Þá er farið í grunn hinna ýmsu greina ásamt grunnhreyf- ingum barna. Forráðamenn barn- anna eru með þeim allan tímann til halds og trausts. „Þetta hefur notið mikilla vin- sælda og við erum alla jafna með um 60-70 krakka hér á laugar- dagsmorgnum,“ segir Ívar. Að auki bjóðum við upp á sumaríþrótta- skóla fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára þar sem við erum með fótbolta, handbolta, körfubolta og fjölþrautarnámskeið.“ Félagið byrjaði líka á því metn- aðarfulla verkefni að vera með frístundaheimili á veturna fyrir yngstu krakkana sem eru í grunn- skólum Hafnarfjarðar. „Þarna erum við að reyna að tengja saman skólann og íþróttir og erum að reyna að spara foreldr- um þetta eilífa skutl á milli staða. Í vetur eru mun fleiri sem hafa sótt um en við getum tekið inn og von- um við að með nýju íþróttahúsi getum við tekið inn fleiri krakka á næstu árum. Ljóst er að þetta verkefni hefur fallið vel í kramið hjá foreldrum grunnskólakrakka sem vilja tengja betur skólann við íþróttastarfið.“ „Stærstu deildirnar eru knattspyrnudeildin, handbolt- inn og körfuboltinn. Svo erum við með skákdeild, karatedeild, rug- by-deild og mjög öfluga almenn- ingsdeild þar sem er starfrækt- ur öflugur hlaupahópur sem er t.d. að taka þátt í Reykjavíkur- maraþoni á laugardaginn og svo nýstofnaða blakdeild. Blakliðið keppir í fyrsta skipti á Íslands- mótinu í vetur en það er ekki enn búið að koma á fót yngri flokkum hjá blakdeildinni þar sem ekki fást æfingatímar fyrir það hjá okkur.“ Hafnarfjörður er stórt bæjarfélag. Hvað eru margir krakkar að æfa hjá ykkur? „Í heildina eru þetta eitthvað í kringum 1.200 krakkar. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Stærsta deildin er knattspyrnudeildin, eins og í flestum félögum í dag. En þar á eftir koma handboltinn og körfu- boltinn sem eru með stærstu deildum landsins.“ Rúmast allur þessi fjöldi á Ásvöll- um? „Nei, því miður. Í dag erum við að æfa í fimm íþróttahúsum víðsvegar um bæinn sem er mjög óhentugt fyrir foreldra sem þurfa að keyra krakkana á milli og líka ef litið er til fjölgunar hjá okk- ar deildum. Íþróttahúsið okkar á Ásvöllum er sprungið. Við erum með tvo sali sem við skiptum alveg á milli handbolta og körfu og knattspyrnudeildin hefur því miður ekki fengið inni vegna tíma- skorts. Þetta stendur þó vonandi til bóta því nú á að fara að byggja nýtt íþróttahús hér sem á að taka í notkun á næsta ári. Við þurfum líka knattspyrnuhús og vonandi kemur það fljótlega. Þessi hús- næðisekla hefur hamlað fjölgun að miklu leyti.“ Þetta öfluga starf hjá Haukum í gegnum árin hefur skilað sér. Það sést vel á meistaraflokkum félagsins sem eru að stærstum hluta mannaðir með uppöldum leikmönnum. „Haukarnir hafa verið þekkt- ir fyrir að spila mikið á sínu fólki, þ.e. uppöldum leikmönnum. Það hefur verið stefna félagsins síð- ustu ár að leggja áherslu á yngri flokka starfið og að byggja upp afreksfólk innan Hauka. Við erum mjög stolt af því sem við höfum afrekað. Á gamlársdag verðlaun- um við alla þá iðkendur innan félagsins sem hefur verið boðið í landsliðsverkefni á árinu, bæði hjá yngri flokkum og meistaraflokk- um. Mest hafa þetta verið 120 krakkar sem tóku þátt í lands- liðsverkefnum á einu ári. Síðasta vetur voru þetta um 90 krakkar og mér sýnist að þeir verði fleiri á þessu ári. Við erum mjög stolt af þessum krökkum og viljum verð- launa þá sem ná svona langt.“ Ívar segir aðspurður að það sé spennandi vetur að fara í hönd hjá Haukum í Hafnarfirði. „Já, Hauk- arnir eru spenntir fyrir vetrinum. Árangurinn hjá félaginu undanfar- in ár hefur líka verið frábær. Í fót- boltanum vorum við nálægt því að komast upp í efstu deild á síðasta tímabili með mjög ungt lið og er verið að byggja vel upp þar fyrir framtíðina. Í handboltanum urðum við Íslandsmeistarar í karlaflokki og kvennaliðið datt út í undanúr- slitum og erum við í raun stórveldi í handboltanum. Í körfunni spilaði kvennaliðið til úrslita en tapaði á móti Snæfelli og karlarnir spil- uðu líka til úrslita en töpuðu fyrir KR. Þannig hefur karfan verið að koma fram með gríðarlega ungt og spennandi lið. Það er bara bjart framundan hjá okkur. Haukar eru eitt af stærstu íþróttafélögum landsins í dag sem sést á því að við vorum með heimaleikjarétt bæði í hand- boltanum og körfunni. Álagið á íþróttahúsinu er fyrir vikið gríðar- legt og það er auðvitað löngu sprungið. Árangurinn er í raun stórkostlegur miðað við hvað við missum mikið af æfingum yfir vetrartímann.“ Eins og áður sagði verða allar æfingatöflur vetrarins tilbúnar á heimasíðunni, www.haukar.is/ barnastarf, eftir helgina. Þá er hægt að hafa samband á haukar@ haukar.is eða í síma 525-8700 ef einhverjar spurningar vakna. Öflugt starf Um 1.200 krakkar æfa hjá Haukum í Hafnarfirði undir styrkri stjórn. Hér eru þrír af íþróttastjórum félagsins; Gunnar Magnússon í handbolta, Ívar Ásgrímsson í körfubolta og Luka Kostic, sem er íþróttastjóri í fótboltanum ásamt Bryndísi Sigurðardóttur. Mynd | Hari Stórt félag sem býður upp á mikla möguleika fyrir alla Vetrarstarf Hauka í Hafnarfirði fer í gang í næstu viku. Um 1.200 krakkar iðka íþróttir hjá félaginu. Flestir eru í fótbolta, handbolta og körfubolta en félagið býður líka upp á fleiri íþróttir svo sem skák, blak, hlaup, rugby og karate auk leikjaskóla fyrir börn um helgar. …tómstundir kynningar11 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Þetta hefur notið mikilla vinsælda og við erum alla jafna með um 60-70 krakka hér á laugardags- morgnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.