Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 19.08.2016, Page 12

Fréttatíminn - 19.08.2016, Page 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Þróunin í skuldsetningu sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyj- um vegna viðskipta með aflaheimildir í sjávarútvegi, sem teiknuð er upp í skýrslu norska hagfræðingsins Torbjørns Trondsen, er eins og smækkuð mynd af þróuninni á Íslandi síðastliðna áratugi. Færeyingar ákváðu að breyta fiskveiði- stjórnarkerfinu hjá sér og taka upp uppboðskerfi til að hámarka þau auðlindagjöld sem skila sér í ríkiskassann. Samtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi treysta sér ekki til að segja að uppboð á aflaheimildum muni skila meiri tekjum til ríkisins. Á Íslandi er bitist um uppboðsleiðina og verður málið líklega eitt af stóru kosningamálunum í haust þar sem meirihluti stjórnarandstöðunnar vill taka upp uppboðskerfi. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Mun Ísland velja Færeyjaleiðina eftir kosningarnar í haust? fiskiskipunum í landinu tilteknum veiðidögum – á tíunda áratugnum reyndu Færeyingar að taka upp kvótakerfi svipað því íslenska en það var lagt af vegna aflaleysis. Í lok síðasta mánaðar bauð rík- isstjórn Færeyja upp 10 prósent af aflaheimildum landsins í tilrauna- skyni og hefur það útboð verið tals- vert til umræðu hér á landi vegna þess fordæmisgildis sem það getur haft fyrir Ísland. Hærra verð á uppboðinu Um var að ræða makríl- og síldar- kvóta, auk botnfiskskvóta í Barents- hafi, aðallega þorsk. Niðurstaða þessa útboðs var sú að kílóverðið sem færeyska ríkið fékk fyrir þess- ar aflaheimildir var miklu hærra hlutfallslega séð en þau gjöld sem íslenska ríkið fær í formi veiðigjalda frá íslenskum útgerðarfyrirtækjum fyrir hvert kíló af sömu tegundum. Í tilfelli þorskkvótans var kílóverðið sem færeyska ríkið fékk rúmlega fimm sinnum hærra en verðið sem íslenska ríkið innheimt- ir í veiðigjöld fyrir kíló af þorski og verðið fyrir kílóið af síld og makríl var ríflega tuttugu sinnum hærra en veiðigjöldin sem ríkisvaldið á Ís- landi fær fyrir þessar tegundir. Sér- staka athygli vekur kannski verðið á þorskkvótanum en hann er ekki veiddur á miðunum við Færeyjar heldur í Barentshafi og því þurfa færeysku útgerðirnar að sækja hann langt að sem leiðir til hærri kostnaðar. Getur ekki lofað hærra verði Tilraunir Færeyinga með uppboð á aflaheimildum hafa leitt til margs konar viðbragða á Íslandi síðustu vikurnar: Fréttaskrifa, svara frá Samtökum fyrirtækja í sjávarút- vegi (SFS en áður LÍÚ), aðsendra greina í dagblöðum og svo fram- vegis. Ástæðan er sú að þróunin í Færeyjum er mátuð upp á Íslandi og borin saman við stöðu kvóta- mála hér í landi. Í svari frá upplýsingafulltrúa SFS, Karen Kjartansdóttur, til Fréttatím- ans við þeirri spurningu hvort sam- tökin telji að uppboð á aflaheim- ildum myndi skila sér í hærra eða lægra verði fyrir afnot af heimildun- um en veiðigjöldin gera kemur fram það mat samtakanna að ómögu- legt sé að segja til um það. „Það er ómögulegt að segja til um hvaða verð fengist ef uppboðsleið yrði far- in enda liggur ekki nein útfærsla á uppboðsleið fyrir. Fyrirkomulagið í dag er innheimta veiðigjalda og að 5,3% af heildarafla er ráðstafað í ýmsar aðgerðir.“ Að mati SFS er því ekki hægt að fullyrða að það að láta markaðinn ráða verðmæti kvótans muni leiða til hærri greiðslna til rík- isins en nú er. Þá bendir Karen á að samanburð- ur við Færeyjar sé villandi þar sem aðstæður í sjávarútvegi séu aðrar á Íslandi. „Samanburður við Fær- eyjar er líka villandi þar sem fyr- irkomulag veiðigjalda hérlendis er öðruvísi og ráðstafa þeir ekki afla í sérstakar ráðstafanir líkt og hér er gert og greiða til dæmis ekki fyrir veiðar á bolfiski innan færeyskrar lögsögu. Einnig voru stærstu þátt- takendurnir í uppboðunum í Fær- eyjum erlendir aðilar en erlend- um aðilum er ekki heimilt að eiga aflaheimilidir við Íslandsstrendur. Uppboðið í Færeyjum var líka á tak- mörkuðum hluta af úthafsskvóta þeirra en ekki var boðinn upp kvóti við strendur Færeyjar þar sem það liggur fyrir að þorskstofninn við Færeyjar er í hættu og þarf veru- lega að draga úr veiðum þar.“ Deilt um uppboðsleiðina á Íslandi Til marks um umræðuna um kvóta- mál Færeyinga á Íslandi voru á þriðjudaginn í þessari viku birtar tvær aðsendar greinar í Fréttablað- inu þar sem andstæð sjónarmið um uppboð á aflaheimildum komu fram. Hagfræðingurinn Jón Steinsson, sem um margra ára skeið hefur fjallað um uppboð á aflaheimild- um á Íslandi og fært fyrir því rök að slíkt fyrirkomulag sé skynsam- legt, notaði tilraunir Færeyinga til að spyrja spurninga um hvort sams konar uppboð væri ekki mögulegt á Íslandi líka. Telur Jón að upp- boð sýni fram á hversu mikils virði aflaheimildir séu í raun á markaði þar sem það sýni hversu verðmæt- ar aflaheimildar séu í huga útgerð- anna þegar þær bítast um þær á markaði. „Uppboð leiðir til þess að útgerðirnar neyðast til þess að gefa það upp hversu mikils virði veiði- heimildirnar í rauninni eru. Ráða- menn hafa oft skýlt sér á bak við það að uppboð á veiðiheimildum hafi ekki verið notuð annars staðar. En nú hafa Færeyingar sýnt okkur að þessi leið er vel fær. Ef frænd- ur okkar Færeyingar geta þetta, af hverju ættum við ekki að geta farið þessa leið?“ Meginrök Jóns eru Uppboðsleiðin í sjávarútvegi, sem Færeyingar hafa ákveðið að fara, verður líklega eitt af stóru kosningamálunum á Íslandi nú í haust. Í síðasta mánuði buðu Færeyingar upp tíu prósent aflaheimilda í landinu og fengu miklu hærra verð en útgerðir á Íslandi greiða í veiðigjöld. Myndin sýnir höfnina í Þórshöfn í Færeyjum. „Það er þetta sem er svo mótsagna- kennt. Hvernig geta útgerðarfyrir- tækin veðsett eða selt eitthvað sem þau eiga ekki? Auðlindin tilheyrir íslenska samfélaginu, fólkinu, en ríkisvaldið veitir fjármálafyrirtækj- unum þessa heimild til að taka veð í þessum auðlindum. Þannig er ríkisvaldið búið að lýsa því yfir að það gangi í ábyrgð við fjármálafyr- irtæki út af skuldum sjávarútvegs- fyrirtækja,“ segir Torbjørn Trond- sen, hagfræðingur við háskólann í Tromsö, sem vann skýrslu um upp- boð á aflaheimildum fyrir Jafnaðar- mannaflokkinn í Færeyjum í fyrra. Í skýrslunni sýnir Tørbjörn fram á þær slæmu afleiðingar sem sala og veðsetning aflaheimilda í Færeyj- um hafði á árunum 2004 til 2015 og af hverju mikilvægt væri fyrir Fær- eyinga að taka upp annars konar kerfi við úthlutun á fiskiveiðiheim- ildum. Yfirskrift skýrslu Torbjørns var „Hvernig er hægt að hámarka auðlindagjaldið í færeyskum sjáv- arútvegi fyrir samfélagið?“. Áhrif íslenskra banka Eitt af lykilatriðunum í skýrslu Tor- bjørns er aðkoma og þátttaka fjár- málafyrirtækja í Færeyjum í því að blása upp bókfært verðmæti aflaheimilda í skjóli ákvarðana rík- isvaldsins í landinu. Í skýrslunni bendir hann meðal annars á að þessi þróun hafi hafist í Færeyjum eftir að íslenskir bankar opnuðu þar útibú á síðasta áratug. Í skýrslu hans kemur fram að um helmingur af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyjum, fyrir fjármagnsliði, hafi farið í að greiða fjármagnskostnað til banka vegna skulda sinna, meðal annars vegna uppkaupa á aflaheim- ildum. „Bankarnir sáu viðskipta- tækifæri í því að lána fyrir kvóta gegn veði í honum og að auka útlán sín með þessum hætti. Bankamenn eru stór drifkraftur í allri þessari þróun; þeir lánuðu peninga til sjáv- arútvegsfyrirtækjanna og fengu góða vexti til baka,“ segir hann. Í skýrslunni ræðir Torbjørn að það sé óeðlilegt að fjármála- fyrirtæki taki svo stóran hluta af arðinum út úr grein sem byggir á veiði og sölu á auðlind sem er skil- greind sem eign færeysku þjóðar- innar. Þróunin varð því sú að með tímanum varð bókfært verðmæti aflaheimilda sjávarútvegsfyrirtækj- anna í Færeyjum hærra en bók- fært eigið fé þeirra, segir Torbjørn. „Ríkisvaldið í Færeyjum heimilaði þannig útvöldum fyrirtækjum, sem voru í góðri stöðu á þessum tíma, að búa sér til verðmæti. Það er pólitíkin sem drífur í gegn þessar breytingar. Sama gerðist víða um lönd, til dæmis í Rússlandi á sínum tíma þar sem olígarkarnir fengu ókeypis aðgang að auðlindum og eignum samfélagsins […] Það má ekki veita einhverjum fáum útvöld- um einkarétt að auðlindum sam- félagsins. Þá er komið í veg fyrir samkeppni í samfélaginu. Markmið samfélagsins hlýtur að vera að fá sem mestar tekjur fyrir auðlindir sínar. Þetta eru hagsmunir samfé- lagsins.“ Skýrsla í aðdraganda breytinga Skýrsla Torbjørns var innlegg í umræðu í Færeyjum sem síðan leiddi til þess að ríkisstjórn lands- ins ákvað að hefja uppboð á öll- um aflaheimildum í landinu frá og með árinu 2018. Ríkisstjórnin, sem keyrir í gegn þessar breytingar, er vinstri stjórn Jafnaðarmannaflokks- ins, Þjóðveldis og Framsóknar og tók sú stjórn við völdum í landinu í fyrrahaust. Árið 2018 munu Færeyingar taka upp nýtt fisk- veiðistjórnunarkerfi sem byggir á annarri hugsun en núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi landsins sem byggir á því að ríkisvaldið úthlutar Rökin með og á móti uppboði kvóta, að mati jafnaðar­ mannaflokks Færeyja – úr skýrslu Torbjørns Trondsens: Á móti ○ Lengdin á leigutíma kvótans er mikilvæg vegna fjármögn- unar og fjárfestinga ○ Leigan á kvótanum mun minnka eigið fé sjávarútvegs- fyrirtækja verulega ○ Fjármálafyrirtæki vilja ekki lána peninga vegna kaupa á kvóta á uppboðum ○ Útgerðarmenn eiga ekki að þurfa að borga fyrir að fara í vinnuna ○ Hættan á því að útlendingar kaupi upp fiskveiðiheimild- irnar Með ○ Pólitísk úthlutun á aflaheim- ildum er ekki heppileg leið. Mikill munur á því fyrir ríkið að fá 8 krónur danskar fyrir kíló af makríl en 1 krónu. ○ Núverandi úthlutunaraðferð- ir bjóða upp á spillingu ○ Réttlátari og heppilegri leið til úthlutunar aflaheimilda – ef þú ert ekki með símanúm- er ráðherra þá ertu ekki í góðum málum Myndin sem norski hagfræðingurinn Torbjørn Trondsen teiknar upp af kvótamálum Fær- eyinga er eins og smækkuð mynd af Íslandi. Hann segir frjálst framsal og viðskipti einkaðila með aflaheimildir alls staðar leiða til samþjöppunar og fákeppni í sjávar- útvegi. Frá kr. 119.095 KRÍT 29. ágúst í 10 nætur m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 119.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Porto Platanias Village Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann SPOTT PRÍS

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.