Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 7

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 7
| 7FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 48 ára Yngra barnið 18 ára Íslenskir námsmenn í leiguhús- næði hafa hærri ráðstöfunar- tekjur en norsk ungmenni í sömu stöðu, framfærslulánin eru hærri og íslensku ungmennin fá leigubætur en þau norsku ekki. En þegar fólkið útskrifast fá Norðmennirnir hærri laun og borga lægri skatta. Þegar börnin fæðast fær norska parið hærri barnabætur og þegar þau kaupa sér íbúð geta þau dregið vaxtagreiðslur frá skattskyldum tekjum. Íslensku vaxtabæturnar vega miklu minna. Í lok skólagöngunnar skulda norsku ungmennin minna, þar sem 40 prósent af námslánun- um er breytt í styrk. En skuldir Norðmanna rjúka upp við hús- næðiskaup þar sem íbúðaverð er tvisvar sinnum hærra en á Íslandi og húsnæðisskuldin því miklum mun hærri. En þar sem vextir eru miklu lægri í Noregi og jafngreiðslulán tíðkast þar ekki lækkar norska skuldin hraðar en sú íslenska og norska parið er orðið skuldlaust rétt rúmlega fimmtugt á meðan íslenska parið dregur skuldirnar á eftir sér inn á ellilífeyrisaldurinn. Lægri tekjur, hærri vextir, minni bætur, hærri skattar, minna til ráðstöfunar Fjárhagsleg lífsleið ímyndað pars á Ís- landi og í Noregi. Línurnar sýna ráðstöf- unartekjur kennarapars á grunnlaunum miðað við að annað sé með BA-gráðu en hitt MA. Sýndar eru ráðstöfunartekj- ur á mann þannig að parið er metið 1,7 en hvort barn 0,5, eins og venja er við mat á framfærsluþyngd fjölskyldna. Laun taka lífaldurshækkunum sam- kvæmt ákvæðum kjarasamninga. Frá launum eru dregnir skattar að frádregn- um barna- og vaxtabótum og öðrum frádráttarliðum og húsnæðiskostnaður; leiga fyrstu tíu árin en afborganir og vextir af húsnæðislánum eftir það. Súlurnar sýna skuldastöðu heimilisins, samanlagðar námslánaskuldir og húsnæðisskuldir. Heimildir: kennarasambönd landanna, námslánasjóðir, skattstjórar, stærstu bankar. Noregur: Hærri laun og lægri skattar, hærri bætur og lægri vextir það norska 330 þúsund. Og það fær þá upphæð þar til eldra barnið verður nítján ára en þá er íslenska barið löngu hætt að fá bætur. Yfir allt tímabilið fær norska parið rétt tæpar 6 milljónir í barnabætur á meðan það íslenska fær aðeins 872 þúsund krónur. En munurinn er í raun meiri því norska parið fær kostnað við barnagæslu, frístund og annað slíkt frádráttarbært frá skatti þar til börnin eru tólf ára. Með einu barni nemur þessi frádráttur 355 þúsund krónum á ári og 568 þús- und krónum með tveimur börn- um. Samanlagt lækkar þessi frá- dráttur skatta parsins því um rúmar 2 milljónir króna þar til bæði börnin eru orðin 12 ára. Munurinn á stuðningi við ís- lenska parsins og það norska vegna barnanna er því rúmlega 7,1 milljón króna. Vaxtabætur hærri Um þrítugt kaupa pörin 100 fer- metra íbúð í millidýru hverfi í höf- uðborginni. Norska parið fær 85 prósent lán á bestu bankakjör- um fyrir íbúð sem er næstum tvisvar sinnum dýrari en íbúðin í Reykjavík, sem kostar 33 milljónir króna. Íslenska parið tekur 80 pró- sent íbúðaverðsins að láni á bestu bankakjörum. Í Noregi er ekki vaxtabótakerfi eins og á Íslandi. Þar geta einstak- lingar dregið vaxtagreiðslur sínar frá skattskyldum tekjum. Í tilfelli norska parsins jafngildir þessi af- sláttur um 344 þúsund krónum á ári í fyrstu en lækkar síðan í takt við lækkun vaxtagreiðslna. Á sama tíma fær íslenska parið 100 þúsund krónur í vaxtabætur og þær lækka líka á næstu árum, ekki vegna þess að vaxtagreiðslur lækki held- ur vegna þess hækkandi tekjur og vaxandi eignarhluti skerðir bæt- urnar. Íslenska parið hættir að fá vaxta- bætur 41 árs þótt það eigi eftir að greiða af húsnæðinu til 69 ára aldurs. Norska parið fær skattaaf- slátt vegna vaxtagreiðslna allt þar til lánið er að fullu greitt þegar parið heldur upp á 54 ára afmælið. Yfir ævina fær íslenska parið um 1068 þúsund krónur í Munurinn á stuðningi við íslenska parsins og það norska vegna barnanna er því rúmlega 7,1 milljón króna. V I Ð E R U M H L U T I A F G Ó Ð U F E R ÐA L AG I 16 -1 62 0 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Gunnlaugur er flugvallarstarfsmaður og það er meðal annars í hans verkahring að sjá um að öll ljós á Akureyrarflugvelli séu í góðu lagi. Þannig er Gunnlaugur hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um Akureyrarflugvöll. Freydís er á leið til ömmu og afa á Akureyri með mömmu sinni, henni Jónu. Freydís hefur ótrúlega gaman af að fljúga og gæti vel hugsað sér að verða flugmaður þegar hún verður stór. Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Við bjóðum upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu hluti af góðu ferðalagi með okkur isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.