Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 60
Unnið í samstarfi við VON
Hjónin Einar Hjalta-son og Kristjana Þura Bergþórsdóttir höfðu lengi gengið með
þann draum í maganum að opna
veitingahús þar sem áhugi þeirra
og ástríða fyrir „local“ matar-
menningu og matargerð fengi
að njóta sín. Rétt fyrir fæðingu
frumburðarins, árið 2014, ákváðu
þau að koma sér fyrir í Hafnar-
firðinum og þá lá beinast við að
láta drauminn rætast í nánasta
umhverfi. Útkoman varð VON
Mathús sem er staðsett í hjarta
Hafnarfjarðar, á hafnar svæðinu
sem er í miklum blóma. Einar
hefur yfirgripsmikla reynslu úr
veitingageiranum og var síð-
ast á KOL á Skólavörðustíg og
Kristjana hefur unnið í hótel- og
veitingageiranum í yfir áratug.
Hún er fædd og uppalin í Hafnar-
firði og þannig var það enn meira
viðeigandi að hefja rekstur þar.
Mathúsið er staðsett í húsi
sem kallast Drafnarhúsið, þar var
skipasmíðastöðin Dröfn áður fyrr.
Hönnun staðarins er með vísan
í fyrri starfsemi. „Við erum með
sjávarþema á staðnum, mikið stál
og gamlar myndir úr skípasmíða-
stöðinni, reyndum að halda dá-
lítið í þennan hafnarfíling,“ segir
Kristjana.
Á matseðlinum er lögð áhersla
á ferskt fiskmeti sem þarf að
sækja sem styst og árstíða-
bundið hráefni. „Við reynum að
versla eins mikið og við getum
í nærumhverfi okkar, gerum allt
frá grunni og vöndum valið á hrá-
efninu,“ segir Kristjana.
Um helgar er boðið upp á
brönsseðil þar sem áhersla
er lögð á notalega fjölskyldu-
stund. Ekki var farin hefðbund-
in leið í að ákveða seðilinn; þar
er ekkert beikon eða bakaðar
baunir að finna. Hins vegar er til
dæmis hægt að fá íslenska vöfflu
með reyktum laxi, grænkáli og
eggjakremi, hægeldaða svínasíðu
og heimagert granóla.
VON í hjarta Hafnarfjarðar
Ástríða fyrir matarmenningu í forgrunni.
Vistvæn
og sjálfbær ræktun
400 tonn af salati á ári.
Unnið í samstarfi við Lambhaga
Lambhagi er tæplega 40 ára gamalt fyrirtæki sem hefur verið í stöð-ugum vexti frá stofn-
un þess. „Við reiknum með að
framleiðslan verði í ár um 400
tonn,“ segir Magnús Stefánsson
garðyrkjumaður. „Við ræktum
allt árið og notum þar af leiðandi
mikið ljós, verðum að lýsa mikið
alla vetrarmánuðina. Það er ekki
mikið minni framleiðsla yfir vet-
urinn. Eins og er önnum við vart
eftirspurn. Við erum með þrjá
stóra dreifingarðila sem sjá til
þess að salatið sé fáanlegt um
allt land en keyrum líka aðeins
út sjálf í verslanir og á veitinga-
staði,“ segir Magnús.
Lollo Rosso á leiðinni í búðir
Hefðbundna blaðsalatið, hið eina
sanna Lambhagasalat, þekkja
flestir enda er það eins konar
flaggskip Lambhaga. Nokkuð er
ræktað af kryddjurtum einnig
sem og íssalat og nokkur tonn af
spínatkáli sem nýtur mikilla vin-
sælda. „Svo vorum við að byrja
að framleiða salat sem heitir
Lollo Rosso, það verður komið í
verslanir fljótlega. Þetta er mjög
gott salat og góður litur í því.“
Engin eiturefni
Hjá Lambhaga eru menn meðvit-
aðir um umhverfi sitt og mik-
ilvægi þess að stuðla að sjálf-
bærni. „Við erum með algerlega
vistvæna ræktun, notum engin
eiturefni og vörunnar má neyta
án þess að þvo hana, bara beint
úr pokanum. Við ráðum yfir
15000 fermetrum og þetta er
í dag stærsta garðyrkjufyrir-
tæki landins og það inni í miðri
Reykjavík,“ segir Magnús.
Plastpottarnir liðin tíð
Hjá Lambhaga vinna 25-30
manns. Stöðin er afar tæknivædd
og sjálfvirk að stórum hluta.
„Við ræktum allt á færiböndum
og leggjum mikið upp úr snyrti-
mennsku. Við erum líka alltaf að
verða vistvænni, nú erum hætt
að rækta í plastpottum og rækt-
um allt í pappapottum sem eyð-
ast á 6 vikum.“
Gísli Matthías
verður á Hlemmi
Mathöllin opnar í desember ef allt gengur upp.
G
ísli Matthías Auðuns-
son, yfirkokkur og eig-
andi Matar og drykks
og Slippsins í Vest-
mannaeyjum, verður
einn þeirra veitingamanna sem
verður með rekstur í mathöllinni
á Hlemmi. Staðinn mun hann reka
ásamt Birni Steinari Jónssyni sem
kenndur er við Saltverk. „Þetta
verður kokkteila- og bjórbar með
íslenskum smáréttum,“ segir Gísli
sem hlakkar til að takast á við nýja
áskorun.
Haukur Már Gestsson, annar
framkvæmdastjóra mathallar-
innar, segir allt komið á fullt fyrir
alvöru og ótrautt sé stefnt á opnun
í desember. Búið er að rífa allt
út úr húsinu, byrjað á lögnum og
öðru þannig að ef allt gengur upp
mun mathöllin opna dyrnar sínar
í desember.
Auk staðar Gísla og Björns verð-
ur á Hlemmi grænmetisverslun
þar sem einungis verður fáanlegt
íslenskt grænmeti, kryddjurtir og
ber. Áður hafði verið tilkynnt um
staðina Urban Pasta sem verð-
ur ítalskur bístró þar sem pastað
er gert á staðnum og Te og kaffi
micro roast kaffibar. Tilkynnt
verður um fleiri staði á allra næstu
vikum.
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 201616 MATARTÍMINN
Lollo Rosso Þetta fallega kóralrauða salat
verður fáanlegt innan tíðar í öllum
verslunum. Mynd | Rut
Grænir fingu Magnús Stefánsson garðyrkjumaður leggur áherslu á vistvæna og sjálfbæra
ræktun. Mynd | Rut