Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 03.09.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 03.09.2016, Síða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 liþíum DL2032 batterí var líklega í 200 kílómetra fjarlægð. Þyrftum við í alvöru að skilja bíl- inn eftir og bíða eftir vikulegu flugi frá Gjögri í bæinn? Rafgeymirinn var grandskoðaður. Öryggin voru endurnýjuð. EKA kóð- ar voru reyndir. Á fimmta tímanum var Gulli far- inn að finna verulega til með okk- ur og hreinlega skipaði okkur að taka risajeppann sinn til afnota yfir daginn, komast að lauginni þar sem vegurinn endar og slaka bara vel á. Hann hét því að við myndum finna út úr bílaveseninu í sameiningu eftir sundferðina. Lífsreyndu sjó- mennirnir komu aftur á vettvang. Þeir höfðu keyrt um sveitina í leit að bilunargreiningartölvu og rennt yfir leiðavísi Land Rover á netinu. Þeir minntu okkur aftur á að það væri ekki til betri staður í veröldinni til að stranda á, tilfinning sem við vor- um farnar að finna sterklega fyrir eftir alla hjálpsemina. Flug heim á þriðjudeginum var hætt að hljóma illa, ekkert að því að kynnast þessu samfélagi örlítið betur. Heimamenn töluðu um sól og blíðu í kortunum og svo heyrðum við einhvern minn- ast á partí í Kaupfélaginu. Eftir sundsprett við eitt fallegasta útsýni landsins uppgötvaði sund- laugarvörðurinn og fyrrverandi fjárbóndinn Davíð að í bíllyklin- um hans væri alveg eins batterí og í okkar lykli. Við keyrðum til baka á bílnum hans Gulla, jafn fullar eftirvæntingar og restin af samfé- laginu við Norðurfjörð, íslenski Land Rover-klúbburinn, breski hjálp- arsími bílaframleiðandans og fjöl- skyldumeðlimir í Reykjavík. Og viti menn, bíllinn hrökk í gang. Þar sem löngu var útséð með fjall- göngu og hvalaskoðun bauð Gulli okkur heim í Steinstún þar sem helstu bjargvættir okkar úr bílaæv- intýrinu voru samankomnir. Kvöldið var ungt og vinirnir í Norðurfirði ákváðu að grilla saman. Kvíðinn fyrir vetrarkuldanum var farinn að læðast aftan að þeim og síðustu sól- argeislarnir skyldu nýttir til fulls. Að auki var okkur boðið í „klára kútinn partí“ þar sem kaffihúsinu við kaup- félagið hafði verið lokað fyrir vetur- inn án þess að síðustu dreggjarnar væru kláraðar. Hafnarstýran Elín Agla var með lyklavöld að kaffihúsinu og þangað streymdu fleiri bændur úr sveitinni. Bílavesenið hafði spurst út og enginn ætlaði að missa af hittingi við höfnina. Við heyrðum fleiri sög- ur af svæðinu, sumar góðar, aðrar ljúfsárar. Það er ekkert grín að fara með börnin sín í skólann á vélsleða í niðamyrkri, að vera innilokaður í nokkra mánuði á ári því Vegagerðin vill ekki moka fyrir nokkrar hræður. Að fá rétt svo nóg rafmagn til að geta lifað en ekki nóg fyrir lúxus á borð við frystikistu undir vetrarforðann eða nýja þvottavél. Gjaldið fyrir að elska landið sitt og vilja búa við ræt- urnar er dýrkeypt. Fólkið á Ströndum er náið og stendur saman. Samfélagið er eins og ein stór fjölskylda og gestum er tekið opnum örmum. Eins og Elín Agla sagði okkur þá kom hún þangað tómhent fyrir nokkrum árum með hugmyndir um að setjast að í fá- mennustu sveit landsins og bjóst allt eins við því að missa jafnvægið. En í stað þess að detta á rassinn þá tók samfélagið hana í fangið. Það sama tók á móti okkur þegar batteríið dó. Í stað þess að verða strandaglópar á Ströndum kynntumst við mögnuðu samfélagi fólks sem stendur saman, sama hvað. Eins og sjóararnir sögðu, þá er gott að vera strand á Strönd- um. Liþíumbatteríið margfræga, DL2032. Gulli sá um dæluna í "klára kútinn partíinu". Þessa mynd tók skálavörðurinn Arnaldur af ferðalöngum fyrir brottför í bæinn, reynsl- unni ríkari. Stemning í Steinstúni. Úr Krossneslaug er hægt að njóta óviðjafnanlegs útsýnis. Flug heim á þriðjudegin- um var hætt að hljóma illa, ekkert að því að kynnast þessu samfélagi örlítið betur. Heimamenn töluðu um sól og blíðu í kortunum og svo heyrðum við einhvern minnast á partí í Kaupfélaginu. Margskipt gler: 49.900 kr. Fullt verð: 94.900 kr SÍMI 5 700 900 KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE umgjörð á: 1 kr.við kaup á glerjum ÖLL GLERIN KOMA MEÐ RISPU-, GLAMPA- OG MÓÐUVÖRN OG ÞYNNTU PLASTI. Sérblað um Vetrarferðir auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 Þann 16. september

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.