Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 03.09.2016, Side 26

Fréttatíminn - 03.09.2016, Side 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum Bóbó á Holtinu var einn fegursti maður sem gengur hefur um íslenska grund, segja má að aldrei hafi jafn góður biti endað í hundskjafti Bakkusar og Bóbó. Hingað til hafa því mestu glæsi- menni hverrar kynslóðar leikara leikið Badda. Kristján Frank- lín Magnús lék Badda næstum hvert kvöld í næstum tvö ár frá hausti 1987 til vors 1989 í leikgerð Kjartans Ragnarssonar í Búr- -skemmunni á Meistaravöllum. Þórhallur Gunnarsson var Baddi á Akureyri undir leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Sagt er um glæsimennið Þórhall að hann hefði líklega ekki snúið sér að fjölmiðlun heldur átt gifturíkan leikferil ef hann hefði ekki verið í árgangi í leiklistarskóla með helstu gulldrengjum leikhússins; Hilmi Snæ Guðnasyni og Benedikt Erlingssyni. Friðrik Þór Frið- riksson valdi Baltasar Kormák sem Badda í bíómyndina eftir bókunum og því hefur verið haldið fram að það sé einn galli við myndina að Baddinn í henni sé eiginlega flottari en Elvis, hann hefði mátt vera finnskari, eins og persóna hjá Aki Kaurismäki. Þórir Sæmundsson mun því ekki aðeins glíma við persónu Badda í kvöld og draug Bóbós, hins ógæfusama glæsimennis; heldur þarf hann að endurskapa svala töffarann fyrir okkar tíð. Og brjóta hann síðan niður og druslast með brotin í gegnum helvíti alkóhólismans. Of fagur fyrir þetta líf Hin ósýnilega aðalpersóna Saga Bóbós á Holtinu er saga drengs sem var spilltur af eftirlæti, borinn á höndum kvenna; ungs manns sem allt gat en ekkert gerði og loks full- orðins manns sem tapaði lífsglímu sinni fyrir Bakkusi. Þegar skrælt er utan af sögunni er þetta saga af manni sem veikist og finnur ekki bata, fyrst og fremst vegna þess að samfélagið viðurkennir ekki sjúkdóminn. Síðustu áratugina var Bóbó róni í Reykjavík, hluti af sjúklingahópi öfugu megin við borgarhliðið. Saga alkóhólistans hefur verið sögð aftur og aftur, allt frá Jeppa á Fjalli til vorra daga. Holberg vissi náttúrlega ekki að Jeppi væri alki heldur taldi sídrykkju hans merki þess að almúgafólk þyldi ekki hóglífið eins vel og aðalsfólkið. Sem var betur gert. Þegar mannréttindabarátta áfengissjúk- linga hófst um og eftir seinna stríð birtist nútímalegri sýn á áfengissýki í bókmenntum og bíó, til dæmis í metsölubók Charles R. Jackson, The Lost Weekend, sem Billy Wilder gerði að Óskarsverðlaunamynd með sama nafni. The Lost Weekend kom út skömmu eftir að AA-bókin kom fyrst út. Charles R. Jackson var einn af fyrstu ölkunum sem sóttu AA-fundi í New York. Í bók sinni kynnti hann nýja persónu inn í bókmenntaheiminn, alkann sem drakk vegna þess að hann var alkóhólisti, veikur maður. Það er reynd- ar gefið í skyn í bókinni að rekja megi orsakir áfengissýkinnar til þess að Don Birnam sé skápahommi, eins og höfundurinn Jackson. En Birnam er þó fyrst og fremst veikur af alkóhólisma. Drykkjan er ekki afleiðing syndar, persónuveikleika eða siðferðislegrar togstreitu. Birnam er syndugur, veik- lundaður og siðferðislega sundurtættur vegna þess að hann er alkóhólisti og kann ekki að leita bata. Um áratug síðar teiknar Malcolm Lowry slíkan alkóhólista enn betur í bók sinni Under the Volcano. En eftir það hverfur þessi alkóhólisti að mestu úr bókmenntunum, enda erfitt að láta svona óútreiknanlegar persónur vaða um blaðsíður og leiksvið. Til að fella alkann inn í hefðbundinn frá- sagnarboga freistuðust höfundar því til þess skilja stjórnlausa drykkju sem afleiðingu áfalla eða sem flótta undan einhverju sem persónur óttuðust. Alkinn, sem drekkur vegna þess að hann er veikur og án tillits til þess hvort fólk er blítt við hann eða illt, tollir illa í sögu vegna þess að hann bregst ekki við aðstæðum heldur sjúkdómnum sem er inn í honum og utan sögunnar. Hin meðvirku bregðast hins vegar við hegðun alkans og harmur sjúk- dómsins birtist því oft sterkar í þeim. Karólína spákona, heimilisfaðirinn Tómas, Danni bróðir Badda og í raun öll ættin eru fárveikir aðstandendur. Þau hringsnúast í kringum eyðandi miðju. Hugmyndir okkar um alkóhólisma breytast og eru aðrar í dag en þegar Djöflaeyjan var gefin út 1983 eða Gulleyjan kom út 1985. Síðan hefur næst- um fimmti hver líklegur leikhúsgestur farið í áfengis- og vímuefnameðferð, mikill meirihluti þekkir alkóhólisma úr sínu nánasta umhverfi. Undanfarin misseri hafa gamlar deilur um hvort alkinn sé í vanda vegna þess að hann drekki eða hvort hann drekki vegna þess að hann lenti í vanda eða áfalli. Aðstandendur Djöflaeyjunnar þurfa því að endurskapa alkóhólismann í sögunni ekki síður en töffaraskapinn í Badda. Það er ekki sjálfgefið að það sem virkaði fyrir 30 árum gangi upp í dag. Þjóðleikhúsið freistar þess í kvöld að endurskapa vinsælasta sögubálk seinni tíma, Djöflaeyjuna, og færa braggahverfi eftirstríðsár- anna og íbúa þeirra til okk- ar tíma. Á þetta fólk erindi við okkur? Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Það er hvorki góð hugmynd né slæm að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Útkoman ræðst af framkvæmdinni. Annað hvort gengur þetta fullkomlega upp eða alls ekki. Þetta er svoleiðis hug- mynd. Það er ekkert lala, allt í lagi eða næstum því. Annað hvort verða þetta skeytin inn eða boltinn endar upp í stúku. Söngur dregur ekki úr harmin- um í sögunni. Svo til allar óperur sem hafa lifað eru harmsögur. Ís- lenska óperan setur upp Eugene Onegin í vetur. Það vantar ekki Prins verður frekja harminn í þá sögu. Söngleikir geta líka borið harminn; Vesalingarnir, West Side Story, Óperudraugurinn og Jesus Christ Superstar. Það hafa frekar verið gamanóperunnar sem gleymast. Fyndni og skens eldast verr en harmurinn. Sem er alltaf nálægur og nýr. Stjörnur í húsi Vatnaskil ólíkra listforma eru gjöf- ul svæði. Charlie Chaplin kom með trúðslæti úr ensku Music Hall inn í bíómyndirnar, dró síðan harm- inn inn og þjóðfélagsádeiluna þar á eftir. Það var Baltasar Kormák- ur sem kom til Þjóðleikhússins og vildi setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Balti mátti síðan ekki vera að þessu og leikhúsið fól því öðrum að gera eitthvað úr þessari hugdettu. Það þarf ekki að vera verra. En er það stundum og jafn- vel oft. Það fer okkur oftast best að lifa eigin drauma. Íslenskt leikhús er að ganga í gegnum einskonar stjörnutímabil. Stóru leikhúsin veðja æ meira á samvinnu við Gísla Örn Garðars- son og Vesturport, Baltasar Kor- mák eða aðra sem geta komið með hugmyndirnar, framkvæmdina og vinsældir sínar inn í leikhúsið. Er þetta gott eða vont? Það veit ég ekkert um. Líklega er leikhús einföld íþrótt þegar upp er staðið. Ef samstarfið við stjörnurnar skilar góðum sýningum er það gott mál. Ef sýningarnar eru vondar er sam- starfið líka vont. Eins og maður- inn sagði þá eru ekki til góðar eða slæmar hugmyndir, aðeins hug- myndir sem eru gerðar góðar eða slæmar. Endalaus metsala Djöflaeyjan kom út 1983 og Gull- eyjan 1985. Kjartan Ragnarsson gerði leikgerð upp úr þessum bók- um sem sýnd var í smekkfullri Búr-skemmu út á Meistaravöllum í næstum tvö ár, svo til á hverju kvöldi frá hausti 1987 fram á vorið 1989. Friðrik Þór Friðriksson bjó til úr þessu bíómynd sem frumsýnd var 1996. Allt voru þetta meistara- Íslenskt leikhús er að ganga í gegnum einskon- ar stjörnutímabil. Stóru leikhúsin veðja æ meira á samvinnu við Gísla Örn Garðarsson og Vestur- port, Baltasar Kormák eða aðra sem geta komið með hugmyndirnar, fram- kvæmdina og vinsældir sínar inn í leikhúsið.Kvennakórinn Kyrjurnar getur bætt við sig nýjum röddum! Látið drauminn rætast! Starfið hefst miðvikudaginn 14. september kl. 19:30 í Friðrikskapellu við Valsheimilið að Hlíðarenda. Lagaval er fjölbreytt og skemmtilegt. Það er spennandi afmælisár framundan! Kórstjóri er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, söngkennari og söngkona. 20 ára Upplýsingar veita Sigurbjörg gsm. 865 5503 | Petra gsm. 897 5323 Mynd | Þórarinn Óskar Þórarinsson

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.