Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 03.09.2016, Side 42

Fréttatíminn - 03.09.2016, Side 42
Orri Stefánsson og Björk Filipsdóttir búa fallegu parhúsi í Lindunum í Kópa-vogi. Fyrr á þessu ári ákváðu þau að gera algerlega upp baðherbergið hjá sér og var það gert upp frá grunni. „Öllu var skóflað út, skipulaginu breytt aðeins og allt endurnýjað,“ segir Orri. Eftir töluverða umhugsun og bollaleggingar ákváðu hjónin að tala við Baðlínuna sem sérhæfir sig í allsherjar breytingum á baðher- bergjum. Það hentaði þeim þegar upp var staðið mjög vel og voru þægindin þar efst á baugi. „Við völdum innréttingu og tæki, borð- plötu og flísar, en vorum að öðru leyti ekki að hræra mikið í þessu sjálf. Þetta er mjög þægilegt upp á að það að gera að það þarf ekki alltaf að vera að hringja í múrara, rafvirkjann eða píparann og svo framvegis. Maður losnar við allt þetta kvabb, það þarf þá allavega bara að kvabba í einum aðila ef það þarf að kvabba eitthvað!” Alls tóku framkvæmdirnar um 4 vikur og segir Orri almenna ánægju ríkja með útkomuna. „Mér fannst þetta allt í lagi áður en Björk var nú ekki aldeilis á því – og hún fékk „náttúrlega“ að ráða, svo sér maður muninn þegar þetta er allt klárt og gerir sér grein fyrir að þetta var algerlega komið á tíma,“ Segir Orri og hlær. Frábærlega vel heppnað baðherbergi í Kópavoginum Hlýlegir litir og notaleg lýsing. Ljósaspegillinn er sérsmíðaður hjá Glerborg. Björk Filipsdóttir, Orri Stefánsson og hundurinn Geisli. Fyrir breytingar. Baðherbergið var komið á tíma og vantaði meira skápapláss og meiri þægindi. Handklæðaofninn, sturtutækið, niðurfall- ið, vaskurinn, salernið og blöndunartæk- in eru frá Tengi. Innréttingarnar eru frá Ikea, en borðplatan er sérsmíðuð hjá Fanntófelli. Bæði hreinlegt og þægilegt er að fella hólf inn í vegginn fyrir sápur og sjampó. Flísarnar og mósaík flísamotturnar eru úr Concept Beige línunni frá Rango. Sturtuglerið og festingarnar eru frá Glerborg. …heimili & hönnun 6 | amk… LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré. · Mikið úrval efna, áferða og lita. · Framleiðum eftir óskum hvers og eins. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.