Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 56
alla föstudaga og laugardaga Farðu á tónleika Kvennarapphljómsveitin Reykjavíkurdætur heldur útgáfutónleika á NASA í kvöld. Þær lofa alvöru veislu. Renée Zellweger hefur aldrei verið hrædd við að segja sína skoðun og gerði það svo sannarlega í viðtali sem hún fór í á dögunum. Hún er nú að kynna nýjustu Bridget Jones myndina, sem ber nafnið Bridget Jones ś Baby. Renée, sem er barnlaus, er spurð að því hvort það, að leika konu sem er barnshafandi hafi látið hana langa í sín eigin börn. Hún neitar því og segist ekki þurfa börn í líf sitt til þess að vera hamingjusöm og bætir því við að Bridget sé svo frábær karakter til að leika. „Bridget lætur það vera allt í lagi að vera ófullkomin,“ sagði Renée. Í þessari nýju Bridget mynd er hún ófrísk og veit ekki hvort nýi kærastinn, Jack, eða fyrrverandi kærastinn sé pabbinn og veldur það skiljanlega miklu drama. Þarf ekki börn til að vera hamingjusöm Renée Zellweger segist vera hamingjusöm. Hamingjusöm Renée Zellweger neitar því að sig langi til að eignast börn. Mynd | Getty Rúnar Freyr með Bieber í Kórnum Tvennir stórtónleikar Justins Bieber fara fram í Kórnum í Kópavogi í næstu viku og undirbúningur stendur nú sem hæst. Einn af þeim sem bera hitann og þungan af skipulagningunni er Rúnar Freyr Gíslason leikari sem titlaður er verkefnisstjóri. Gói fékk botnlangakast Söngleikurinn Djöflaeyjan verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikhús- gestir mega eflaust búast við veislu fyrir augu og eyru enda valinn maður í hverju rúmi á sýningunni. Undirbúningurinn hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig því Gói, Guðjón Davíð Karlsson, fékk botnlangakast í vikunni og þurfti að eyða nótt á spítala. Hann hefur þó harkað af sér öll eftirköst og mætir tilbúinn til leiks í kvöld. Sendiherrann mætir á bjórkeppni Hermann Ingólfsson, sendi- herra Íslands í Noregi, hefur boðað komu sína og eiginkonu sinnar á bjórkeppni í Osló á mánudag. Um er að ræða fjórðungsúrslitin í Bryggeribråk, keppni brugghúsa á Norður- löndunum í pörun á mat og bjór, en þar keppir Borg brugghús við kollega sína í Svaneke brugghús- inu á Borgundarhólmi í Danmörku. Valgeir Valgeirsson bruggmeistari og Óli Rúnar Jónsson, Borgar- stjóri, fara fyrir hönd íslenska brugghússins og freista þess að komast í undanúrslit keppninnar. Búast má við að Íslendingar í Noregi sýni keppninni áhuga enda mikill áhugi á handverksbjórum þar í landi, rétt eins og á Íslandi. Keppnin fer fram á veitingastaðn- um Håndverkerstuene. FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND ÍSAFJÖRÐUR FM104,1 AKUREYRI FM102,5 REYKJAVÍK FM104,5 NEXT, KRINGLUNNI SÍMI 551 3200 next á íslandi Peysa kr. 6.990.- Gallabuxur kr. 6.990.- Skór kr. 15.990.- Skyrta kr. 5.990.- Gallabuxur kr. 6.990.- Bolur kr. 3.490.- Jakki og buxur kr. 24.980.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.