Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 30.09.2016, Page 1

Fréttatíminn - 30.09.2016, Page 1
SMÁRALIND FYLGSTU MEÐ OKKUR Í BEINNI Á FACEBOOK Í DAG KL. 15 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ 10.000 KR. GJAFABRÉF. /commaiceland Flugliðar WOW air, flug- freyjur og flugþjónar, þurfa að taka til í flugvélum félagsins á áfangastöðum, en það hefur mælst illa fyrir hjá starfsfólki, sem þarf að sinna langri og strangri vinnu í fluginu sjálfu. Flug- menn þurfa ekki að taka þátt í tiltektinni. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það hefur verið kvartað undan þessu við okkur og við höfum því mótmælt þessu formlega við WOW air,“ segir Sturla Óskar Bragason, varaformaður Flugfreyjufélags Ís- lands, en flugliðar WOW air hafa kvartað vegna þess að þeir eru látnir taka til í flugvélum félagsins á áfangastöðum. Að sögn Sturlu er það ekki í verkahring flugliða að taka til í flug- vélunum eftir millilandaflug, held- ur ræstitækna, og bendir hann á að önnur flugfélög kaupi þjónustu af fyrirtækjum á áfangastað. Þannig sé þessi tilhögun óhefðbundin og líklega tilkomin vegna sparnaðar. Flugliðum var tilkynnt um ákvörðun flugfélagsins með sól- arhringsfyrirvara í lok ágúst, að sögn Sturlu Óskars, og mæltist hug- myndin illa fyrir. Í kjölfarið fékk fé- lagið kvartanir inn á sitt borð sem það hafa brugðist við. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW Air, staðfestir að flugliðar sinni tiltekt í vélunum, en mótmælir því að um þrif sé að ræða. Í skriflegu svari Svanhvítar seg- ir: „WOW air er lággjaldaflugfélag og eins og flest önnur lággjalda- flugfélög höfum við það verklag á nokkrum áfangastöðum okkar að flugliðar krossi sætisbelti, taki rusl úr sætisvösum og skipti um rusla- poka í vögnum og tunnum inni á salernum og eldhúsum þar sem þess er þörf. Ekki undir neinum kringumstæðum er farið fram á að flugliðar þrífi flugvélar félagsins. Það þarf reyndar ekki að leita út fyrir landsteinana til að finna sambærilegt verklag hér á landi því félagsmenn í FFÍ sem starfa hjá Flugfélagi Íslands viðhafa svipað verklag.“ Aðspurður segir Sturla að það sé rétt að Flugfélag Íslands geri það sama, en þó eingöngu í innan- landsflugi. „Það er allt annars eðl- is,“ útskýrir hann. Sturla segir aftur á móti að þegar Flugfélag Íslands flýgur til útlanda, kaupi það þjón- ustu ræstitækna. „Þetta er því ekki sambærilegt,“ segir hann. Þegar Svanhvít var spurð hvort flugmenn þyrftu þá einnig að taka þátt í tiltektinni, líkt og flugfreyj- ur og -þjónar, svaraði Svanhvít: „Starfsstöð flugmanna er ekki í far- þegarými.“ frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 59. tölublað 7. árgangur Föstudagur 30.09.2016 Sverrir Guðnason verður Björn Borg Ekki eins góður, en næstum því 34 16 Efast um gagnsemi sanngirnisbóta Kaþólski biskupinn í Landakoti 4 10 KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur Hausttilboð á Phantom 4. Frá 199.990 kr. iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi TOBBA MARÍNÓS HÆTT Í SYKRINUM RÆÐST GEGN GLANSMYNDUM SAMFÉLAGSMIÐLA FÖSTUDAGUR 30.09.16 Mynd | Hari ANNA ÞORSTEINS SÉRBLAÐ UM RÁÐSTEFNUR & HÓPEFLI BRITNEY SPEARS ELDIST VEL FJÖGURRA MANNA FJÖLSKYLDA SVAF ÚTI Í GARÐI Í NÆTURFROSTI Mynd | Hari Börn og sérfræðingar sammála um framtíð skólans 30 VONDU KERFIN: heilbrigðisKERFIÐ Einkastofur vaxa en spítalinn hrörnar Þorpið brást llítilmagnanum Sagan á bak við ódæðisverkið í Eyjum Flugliðar WOW air ósáttir við að taka til í flugvélunum

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.