Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 Lagkökur, vínarbrauð, rúnn- stykki, graflax og allskyns sósur og fínirí eru á víð og dreif um gamla spónaplötu sem hefur ver- ið plantað ofan á fjóra turna úr málningardollum. Í hornsófa sitja nokkrir málarar og ræða nýjasta snjallsímann og reglulega er ýtt á takkann á kaffivélinni. Klukkan er að verða níu á föstudagsmorgni og hér, í málarahorni Húsasmiðj- unnar í Skútuvogi, eru málarar að klára vikuna og taka púlsinn á þjóðfélaginu. Að málarar, eða fag- menn líkt og þeir kalla sig, hittist í kaffi til að klára vikuna er áratuga gömul hefð sem byrjaði með einni vínarbrauðslengju í Hörpu. Það er notaleg stemning í horninu og greinilegt að fagmennirnir þekkj- ast vel. Þeir eru sammála um að ekki fyrirfinnist betra kaffihorn en akkúrat þetta, fáir bjóði upp á kav- íar í túbu líkt og gert er hér. Sums- staðar, og við nefnum engin nöfn, sé ennþá bara vínarbrauð í boði. Brandararnir fljúga og gert er mik- ið grín að hinum og þessum. Fagmennirnir eru ánægðir með haustið, með nýrri árstíð koma ný verkefni og það er nóg að gera. Það er uppsveifla og verkefnin hafa ekki verið fleiri síðan fyrir hrun. Mögulegt næsta hrun ber á góma og sumir vilja meina að það séu ekki nema tvö ár í það næsta, þessi bóla geti ekki haldið áfram mikið lengur. Hvað ætli bankarnir muni gera við öll hótelin sem verið er að mála þessa dagana, þegar allt hrynur? Og hvað með bankana, munu þeir þola næstu kreppu? Og af hverju er ekki lengur hægt að fara í banka og fá persónulega þjónustu, af hverju þarf allt að ger- ast á internetinu? Þegar klukkan skríður yfir níu eru síðustu drop- arnir teygaðir og fagmennirnir halda út í daginn. | hh Morgunstund Fagmannakaffi í vikulok Guðmundur Már Ragnarsson, Guðbjörn Guðbjörnsson, Þórhallur Stefánsson og Sverrir Pétur Pétursson. Adolf Adolfsson smyglaði sér úr píparadeildinni í málarakaffið, í þýskum „lederhosen“ til að magna upp stemningu fyrir októberfest Húsasmiðjunnar. Mynd | Rut „Þetta er tíminn. Ég var að leita að bílastæði rétt áðan og sá þrjár manneskjur með „mullett“, þ.e. sítt að aftan. „Eightísið“ og diskóið er komið og við ætlum að taka þátt í því. Það er löngu kominn tími á diskóið enda frábær tími,“ segir Gunn- steinn Helgi Maríuson sem opnar ásamt félögum sínum diskóbarinn Pablo í október. „Þetta á að verða flottasti kokteil- bar í sögu landsins með flottustu kokteilbarþjónum landsins. Það verður ekki bara diskó á fóninum en það verður diskóþema bæði í drykkjum, tónlist, innréttingum og stemningu.“ Diskóbarinn verður á efstu hæðinni í Veltusundi 1, þar sem veitingastaðurinn Einar Ben var áður til húsa, en á neðri hæðinni ætla félagarnir að opna veitinga- staðinn Burro. „Þar ætlum við að bjóða upp á „modern-latin“ eld- hús, með smárétti til að deila og stóra aðalrétti í suður-amerískum anda, og skemmtilega stemningu. Það er gaman að segja frá því að aðstoðaryfirkokkurinn á Nobu í London, sem síðar opnaði Nobu í Ástralíu, er að flytja til landsins til að kokka fyrir okkur á Burro. Staðurinn er hugsaður fyrir alla sem elska góðan mat og suðræna partí-stemningu.“ | hh Gunnsteinn sá þrjár manneskjur með „mullett“ þegar hann leitaði að bílastæði. Kominn tími á diskó Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Flakkið á mér var dálítið mikið og ég hef verið með puttana í mörgu,“ segir Virginia Gillard, leikkona, leiðbeinandi og trúðasérfræðingur sem nú býr í Hafnarfirði. „Ég fluttist reyndar til Ástralíu frá Bretlandi fimm ára gömul. Foreldrar mínir eru frá Bretlandi og Frakklandi og þangað lá leiðin aftur í frekara leiklist- arnám þegar ég varð fullorðin. Í París fór ég í frægan trúðaskóla hjá Philippe Gaulier og það var mikil upplifun. Áður hafði ég verið í hefðbundinni leiklist en í París opnaðist heill heimur. Í trúða- heiminum hitti ég allt í einu fullt af fólki sem var alveg eins og ég,“ segir Virgina og rifjar upp að sem barn hafi hún hrifist að klassískum gamanmyndaleikurum á borð við Charlie Chaplin, Gög og Gokke og Lucille Ball. Hún hafi því lengi vilj- að kveikja hlátur og gleði. „Það er aldrei nóg af því í lífi fólks,“ bætir hún við. „Að vera trúður hjálpar manni að sjá sjálfan sig opinn og ber- skjaldaðan fyrir umheiminum og trúðanámið og trúðanefið hafa dugað mér víða. Ég vann til dæmis sem trúðalæknir í Skotlandi á heil- brigðisstofnunum í Edinborg. Það var gaman og gefandi að færa bros og hlátur inn í veröld heilabilaðra sjúklinga og langveikra barna, en líka erfitt. Eftir að ég eignaðist börn sjálf reyndist þetta æ erf- iðara,“ segir Virginia. Virginia fluttist til Íslands fyrir fjórum árum, elti hingað ástina, eins og margir. Eftir það fór hún í meiri mæli út í skapandi skrif. Hún tekur þátt í Ós Pressunni, sem er fjölmála skáldafélag hér á Ís- landi. „Við í Ós Pressunni sjá- um fyrir okkur að það sé pláss fyrir texta frá fólki sem er á jöðrunum í íslensku sam- félagi og skrifa á ýmsum tungu- málum um málefni sem eru ekki endilega algeng hér á landi. Það ætti að gera íslenskan bók- mennta- og textaheim fjöll- breyttari.“ Virginia segist nálgast skrifin á myndrænan hátt og það hvetur hún líka aðra til að gera þegar hún leiðir hópa í skapandi skrifum. „Þetta er aldrei langt frá leikhúsinu. Ég nota liti, teikningar, hreyfingar og reyni að nálgast textann í gegnum leikinn.“ Virginia ætlar í dag, laugardag, að leiða söguhring kvenna sem er samstarf Borgarbókasafns- ins og W.O.M.A.N. samtakanna á Íslandi. Þar er þema hausts- ins lífssögur, þvert á tungumál, menningarheima, kynslóðir og tjáningarform. Ólíkar konur koma saman í Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu Spönginni og Virginia leiðir samtal kvennanna sem að vilja skiptast á sögum og skyggnast inn í heim hver annarr- ar. Þátttaka er ókeypis og mæting kl. 12.30 í dag. Aldrei nóg af hlátri og gleði Virginia Gillard er menntaður trúður og starfaði á árum áður sem trúðslæknir með heilabiluðum og langveikum börnum í Skotlandi. Nú leiðir hún hóp kvenna sem koma úr ólíkum áttum til að skiptast á sögum, segja frá reynslu og fræðast um ólíka menningu. Þetta leiðir Virginia fram með myndrænni og lifandi framsetningu. Virginia í gervi dr. Pavlovu, sem heimsótti langveik börn í Skotlandi. Að vera trúður hjálpar manni að sjá sjálfan sig opinn og berskjaldaðan fyrir um- heiminum, segir Virginia Gillard. Mynd | Rut Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.