Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.10.2016, Page 42

Fréttatíminn - 01.10.2016, Page 42
Að láta óþarfa áhyggjur, depurð og leiða ná tökum á sér er hálfgerð sóun á lífinu. Vissulega eru ýmsir sjúkdómar sem valda slíku ástandi og hér er ekki verið að gera lítið úr þeim. En í daglegu amstri eigum við það til að taka lífið of alvar- lega og tapa gleðinni. Þá er gott að hafa í huga að góð hreyfing getur bætt skapið til muna. Það þarf ekki nema stutta gönguferð til, eða smá dansæfingu í stofunni heima. Ef þú veist ekki hvernig best er að bæta skapið með hreyfingu eða breyttri hegðun þá geturðu sótt smáforritið Happify í snjalltækið þitt. Forritið á að hjálpa fólki að finna leiðina í átt að hamingjusam- ara lífi. Hljómar frekar ótrúlega en forritið bendir þér á ýmis konar leiki og afþreyingu sem eiga að hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu. Og það sem meira er, það er þróað af fagfólki með niðurstöður marg- víslegra rannsókna að leiðarljósi. Næst þegar þú finnur fyrir leiða eða áhyggjurnar eru að taka yfir líf þitt, prófaðu að sækja Happify, gerðu nokkrar æfingar og sjáðu hvort þér líður ekki betur. Forritið er ókeypis fyrir bæði iPhone og Android tæki. Ef þú hefur ekki tíma til að fara í ræktina, finnst það óþægilegt, hefur ekki efni á því eða færð ekki barnapössun, er vel hægt að gera æfingar heima við og ná jafn góðum árangri. Það eina sem þú þarft er þunn dýna, hand- lóð, gúmmíteygjur og lítil trappa eða skemill. Heimaæfingar eru ekki bara fyr- ir byrjendur, eins og margir halda, enda er hægt að gera æfingar á mismunandi erfiðleikastigum. En best er að fara rólega af stað. Eini gallinn við heimaæfingarn- ar er sá að manni hættir til að fara frekar í tölvuna eða setjast fyrir framan sjónvarpið en að fara í æfingagallann og sækja lóðin. Það er auðvelt að svindla. Þess vegna er mikilvægt að skrá æfingarnar inn á dagatalið sitt og ekki hvika frá þeim nema eitthvað komi upp á. Gott er að hafa fastar æfingar alltaf á sama tíma sólarhringsins, kannski tvisvar til þrisvar í viku. Jafnvel oftar. Ef þú heldur það út í þrjár vikur þá er mjög líklegt að sú hugsun, að sleppa æfingu, hætti að hvarfla að þér. Þá er gott að reyna að hafa æf- ingarnar fjölbreyttar og ekki gera alltaf þær alltaf í sömu röð. Það er vissulega aðeins meira takmark- andi að gera æfingar heima en í sal fullum af líkamsræktartækjum, en það þýðir ekki að þú þurfir að hafa æfingarnar einhæfar. Gættu þess að hita létt upp fyrir hverja æfingu og gera teygjur í lok- in. Alls ekki sleppa þessu. Það sem þú gerir á æfingunni í dag eykur bæði lið- og styrkleika á æfingunni á morgun. Finndu hamingjuna með Happify Gleði, gleði Happify er þróað af fagfólki sem veit hvernig best er að bæta andlega heilsu. Heimaæfingar skila góðum árangri Þú þarft hvorki að borga fúlgur fjár né fara út úr húsi til að komast í form. Beygðu þig með lóð Hafðu lóð í báðum höndum, beygðu þig fram og lyftu lóðunum upp og niður. Rasslyftur Liggðu á dýnu og lyftu rassinum upp 3x12. Hér eru hugmyndir að nokkrum æfingum sem auðvelt er að gera heima fyrir með einföldum búnaði. Hnébeygjur Gerðu 3x12 hnébeygjur með lóð og fætur í sundur. Teygjuganga Gakktu til hliðar 3x12 með gúmmí- teygju utan um fæturna. Slíkar teygjur fást í flestum verslunum sem selja líkamsræktarvörur. Hnélyftur Í þessari æfingu er hægt að nota litla tröppu eða skemil. Stígðu upp á tröpp- una og lyftu hnjánum upp 3x12. MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu Auðvitað er til smáforrit sem leiðbeinir okkur í átt að hamingjuríkara lífi. Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. …heilsa 6 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.