Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 01.10.2016, Qupperneq 51

Fréttatíminn - 01.10.2016, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 3 GÓLFEFNI Helga Guðrún Lárusdóttir er ný­ flutt til Dalvíkur úr 101 Reykjavík ásamt manni sínum, Árna Reyni Óskarssyni, og syni þeirra, Lárusi Henrý, þar sem þau eru að gera upp gamalt hús ásamt tengdafor­ eldrum hennar. „Tengdaforeldrar mínir keyptu hús hér sem við leigjum af þeim og erum smátt og smátt að gera upp í sameiningu,“ segir Helga. Allt gólf­ efni í húsinu er þó nýlegt, nema í einu herbergi. Þar ákváðu þau að fara ansi djarfa leið og máluðu parketið blátt með sérstakri gólf­ málningu. „Bláa gólfið í fataherberginu var upprunalega mín hugmynd sem ég hætti svo við af því að Árni tók ekkert allt of vel í hana. Þegar ég sagðist svo ætla að kaupa hvíta gólfmálningu hafði honum snúist hugur og ég lét ekki segja mér það tvisvar,“ segir Helga og hlær. „Upprunalega ætlaði ég að nota skipalakk, en eftir að hafa fengið ráð hjá starfsmanni Húsasmiðj­ unnar í Holtagörðum ákvað ég að fara að ráðum hans og kaupa frekar gólf­ málningu. Skipalakk­ ið, sem ég hafði skoðað á netinu, virtist líka frekar ein­ hæft í lita­ úrvali, en hann sýndi mér lita­ spjald yfir gólfmálninguna sem var svo stórt að ég fékk valkvíða bara yfir bláu litunum. Ég sé því alls ekki eftir að hafa leitað ráða hjá fagfólki.“ Helga fékk svo lánaða pússvél hjá vini sínum og pússaði létt yfir gólfið áður en hún lét til skarar skríða. Þá ryksugaði hún gólfið nokkrum sinnum og veggina líka, því pússvélin skildi eftir sig mikið ryk. Að lokum skúraði hún gólfið tvisvar með vatni og ediki, lét það þorna og málaði tvær umferðir með málningunni. „Ég er hæstá­ nægð með útkomuna þó að her­ bergið sé ekki enn alveg tilbúið.“ Málaði parketið blátt Helga Guðrún er nýflutt með fjölskyldu sinni til Dalvíkur þar sem hún gerir upp gamalt hús í samvinnu við tengdaforeldra sína. Hún fór ansi djarfa leið þegar kom að því að breyta gólfi í einu herberginu. Helga Guðrún Lárusdóttir. Fallegt Bláa parketið kemur einstaklega vel út. Eftir pússun Helga pússaði parketið og ryksugaði vel á eftir. Skúrað Það síðasta sem hún gerði áður en hún málaði var að skúra gólfið tvisvar með vatni og ediki. Tvær umferðir Helga málaði tvær umferðir yfir gólfið með sérstakri gólfmálningu. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Byggingavöruverslun Hentar á öll rými heimilins, 15 viðarútlit á lager. Einstaklega einfalt að leggja! Vatnsþolið korkparket!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.