Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.10.2016, Page 52

Fréttatíminn - 01.10.2016, Page 52
Grátt Grái liturinn á veggjunum er hlýlegur og stóra veggklukkan fer ekki framhjá neinum. Með parketvegg í svefnherberginu Fjóla Katrín Steinsdóttir sálfræðingur tók svefnherbergið í íbúð sinni í gegn á dögunum. Fyrir var herbergið látlaust en eftir breytingar er það gjörbreytt. Parketlagður veggur fyrir ofan hjónarúmið setur mestan svip á herbergið. S vefnherbergið var afskap- lega einfalt og látlaust fyr- ir breytingar og vantaði einhvern karakter í það. Okkur langaði að breyta eitthvað til en okkar fyrsta pæling var í rauninni bara stærra rúm – sem við svo fundum í Betra Bak. En svo þekkjum við snillinginn Arnar Gauta og hann var með fullt af góð- um hugmyndum og þannig byrj- uðu framkvæmdirnar,“ segir Fjóla Katrín Steinsdóttir sálfræðingur. Fjóla og maður hennar, Jón Gunnar Geirdal, eigandi Lemon, tóku svefn- herbergið sitt í gegn á dögunum. Þau í raun gerbreyttu herberginu með hjálp Arnars Gauta Sverrissonar, hins landskunna fagur- kera. Parketlagður veggur vekur sérstaka athygli eftir breytingarn- ar. Um er að ræða plastparket úr Ikea með fallegum grásprengdum lit. Veggirnir voru svo málaðir í grá- um tóni í stíl og fyrir vikið mynd- ast mjög hlýleg stemning í svefnher- berginu. Fjóla Katrín er hæstánægð með útkomuna. „Eins og með flest allt sem Arn- ar Gauti stingur upp á í slíkum breytingum þá heillast maður strax og hugmyndin um parketlagða vegginn heillaði okkur. Útkoman er æðisleg, herbergið er mun hlýlegra og toppurinn auðvitað þetta himneska rúm,“ segir hún. Fjóla segir að þau Jón hafi langað í rúm- gafl og sú hugmynd hafi síðan þróast yfir í parketlagða vegginn. „Eftir verslun- arleiðangur í hina frábæru Húsgagna- höll var bíllinn fylltur af fallegum hlutum sem hver og einn setur svo sannarlega mikinn svip á herberg- ið. Það er afar þægilegt að finna allt á einum stað líka sem okkur þótti mikill munur. En okkur langaði líka í rúmgafl og þannig fæddist þessi hugmynd með parketlagða vegginn sem rammar inn rýmið og gerir það hlýlegt. Restin púslaðist svo út frá því – grái liturinn á veggina, ljósin flottu, svarti stiginn og kollurinn sem náttborð, klukkan stóra og aðrir smáhlutir eins og krossaveggurinn, hrafnarnir og fleira.“ Eruð þið dugleg að breyta heimil- inu? Eru frekari framkvæmdir á dag- skránni eða var þetta lokapunkturinn yfir i-ið? „Við erum sæmilega breytinga- -glöð á heimilinu og fyrirhugaðar eru framkvæmdir á baðherbergi, stofu og endurröðun á mublum, listaverkum og smáhlutum. Íbúð- in er ekki stór en við erum sífellt að leita eftir leiðum til að stórri fjöl- skyldu líði sem best í notalegu rými,“ segir Fjóla Katrín Steinsdóttir. Gjörbreytt svefnherbergi Fjóla Katrín og Jón Gunnar fengu Arnar Gauta Sverrisson til að hjálpa sér við að endur- nýja svefnherbergið. Þau eru hæstánægð með útkomuna og sérstaklega parketlagða vegginn. Myndir | Rut Frumlegt Kollurinn er náttborð öðrum megin og hinum megin gegnir stiginn sama hlutverki. Flott Ýmsir smáhlutir setja svip sinn á herbergið. Hlýleg stemning Parketlagði veggurinn rammar inn rýmið og gerir það hlýlegt. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 20164 GÓLFEFNI „Útkoman er æðisleg, herbergið mun hlýlegra og toppurinn auð vitað þetta himnesk a rúm“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.