Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 57

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 57
Algengt er að verð á harð­ parketi fari úr 2590 fermetrinn í 1990 og viðarparketið er að fara aftur niður fyrir 4000. Kolbeinn Össurarson einn eigenda Álfaborgar LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 9 GÓLFEFNI Kolbeinn Össurarson „Við erum að breyta og bæta og setja upp glæsilegan sýningarsal frá Tarkett hjá okkur í Skútuvoginum.“ Mynd | Rut Allt á gólfefnið á einum stað Mikið úrval í sýningarsal sem auðveldar sérpantanir til muna. Unnið í samstarfi við Álfaborg Gólfefnaverslunin Álfa-borg er 30 ára í ár og hefur því í 3 áratugi þjón-ustað Íslendinga með fyrsta flokks gólfefni. Gólfefnin eru á góðu verði, ekki síst þessa daga þegar verið er að lækka verð. „Þessa dagana erum við að lækka verð vegna gengisins. Algengt er að verð á harðparketi fari úr 2590 í 1990 fermetrinn og viðarparketið er að fara aftur niður fyrir 4000. Svo við erum að breyta og bæta og setja upp glæsilegan sýningarsal frá Tar- kett hjá okkur í Skútuvoginum,“ segir Kolbeinn Össurarson, einn eigenda Álfaborgar og bæt- ir við að sýningarsalurinn muni rúma gríðarlega mikið magn af sýnishornum frá gólfefnafram- leiðandanum Tarkett. „Við erum heppin með það að Tarkett er nálægt okkur, staðsett í Svíþjóð, þannig að það er stutt að fara og afgreiðslutíminn er stuttur. Það verður því mikið um sérpantan- ir. Við erum að auka úrvalið mikið bæði í harð- og viðarparketum.“ Stærsta breytingin undanfarin ár í gólfefnageiranum er líklega sú að harðparketið er að taka mikið frá viðarparketinu, verðið er hag- stæðara og útlitið alltaf að verða eðlilegra. Vinsælasta útlitið er hið sígilda plankaútlit auk þess sem hvíttaða útlitið er sívinsælt. Minni tískusveiflur „Sérhæfing okkar er að við erum með allt á gólf á einum stað; flís- ar, teppi, parket og dúka. Í byrjun voru við nánast bara flísaverslun en við erum alltaf að efla okkur meira og meira í öðrum gólfefn- um. Ekki síst eftir að við byrjuð- um að selja frá Tarkett sem er einn stærsti gólfefnaframleið- andi í Evrópu,“ segir Kolbeinn. Tískusveiflur verða alltaf minni í gólfefnum, að sögn Kolbeins, sem hefur verið í bransanum í fjöldamörg ár og man því tím- ana tvenna. „Það eru mun minni sveiflur en áður fyrr þegar það komu tímabil eins og rauða tímabilið og bláa tímabilið, núna hefur tískan verið stöðug í nokk- uð langan tíma með auðvitað ein- hverjum breytingum.“ Teppasala stöðug Úrval teppa er mikið í Álfaborg. Þrátt fyrir að þau séu mun minna seld á heimili en á árum áður eru þau alltaf jafn vinsæl á stiga- ganga og skrifstofur þar sem hljóðvistin skiptir máli. „Einnig hefur ferðamannastraumur- inn sitthvað um teppasölu segja vegna hótelanna sem öll nota að sjálfsögðu gólfteppi,“ segir Kol- beinn og bætir við að mikil þróun hafi orðið í teppaframleiðslu, þau komi sum í dag með óhreininda- vörn og eru þannig afar þægileg í þrifum. Mikil þróun í dúkum Dúkar hafa haldið velli og margir sem kjósa slík gólfefni, ekki síst vegna verðsins og þeirrar stað- reyndar að ekki þarf lengur að líma alla dúka eins og áður fyrr. „Það hefur orðið mjög mikil þróun í dúkum, þeir koma núna í svoköll- uðum dúkaflísum sem eru lagðar eins og harðparket. Hægt er að fá útlit sem er mjög líkt viðnum en dúkarnir eru gríðarlega slitsterk- ir og eru því mjög heppilegt efni t.d. í atvinnuhúsnæði þar sem ágangurinn er mikill.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.