Fréttatíminn - 01.10.2016, Qupperneq 57
Algengt er að verð á harð
parketi fari úr 2590
fermetrinn í 1990 og viðarparketið
er að fara aftur niður fyrir 4000.
Kolbeinn Össurarson
einn eigenda Álfaborgar
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 9 GÓLFEFNI
Kolbeinn Össurarson „Við erum að breyta og bæta og setja upp glæsilegan sýningarsal frá Tarkett hjá okkur í Skútuvoginum.“ Mynd | Rut
Allt á gólfefnið á einum stað
Mikið úrval í sýningarsal sem auðveldar sérpantanir til muna.
Unnið í samstarfi við Álfaborg
Gólfefnaverslunin Álfa-borg er 30 ára í ár og hefur því í 3 áratugi þjón-ustað Íslendinga með
fyrsta flokks gólfefni. Gólfefnin
eru á góðu verði, ekki síst þessa
daga þegar verið er að lækka
verð. „Þessa dagana erum við
að lækka verð vegna gengisins.
Algengt er að verð á harðparketi
fari úr 2590 í 1990 fermetrinn
og viðarparketið er að fara aftur
niður fyrir 4000. Svo við erum
að breyta og bæta og setja upp
glæsilegan sýningarsal frá Tar-
kett hjá okkur í Skútuvoginum,“
segir Kolbeinn Össurarson, einn
eigenda Álfaborgar og bæt-
ir við að sýningarsalurinn muni
rúma gríðarlega mikið magn af
sýnishornum frá gólfefnafram-
leiðandanum Tarkett. „Við erum
heppin með það að Tarkett er
nálægt okkur, staðsett í Svíþjóð,
þannig að það er stutt að fara og
afgreiðslutíminn er stuttur. Það
verður því mikið um sérpantan-
ir. Við erum að auka úrvalið mikið
bæði í harð- og viðarparketum.“
Stærsta breytingin undanfarin ár
í gólfefnageiranum er líklega sú
að harðparketið er að taka mikið
frá viðarparketinu, verðið er hag-
stæðara og útlitið alltaf að verða
eðlilegra. Vinsælasta útlitið er hið
sígilda plankaútlit auk þess sem
hvíttaða útlitið er sívinsælt.
Minni tískusveiflur
„Sérhæfing okkar er að við erum
með allt á gólf á einum stað; flís-
ar, teppi, parket og dúka. Í byrjun
voru við nánast bara flísaverslun
en við erum alltaf að efla okkur
meira og meira í öðrum gólfefn-
um. Ekki síst eftir að við byrjuð-
um að selja frá Tarkett sem er
einn stærsti gólfefnaframleið-
andi í Evrópu,“ segir Kolbeinn.
Tískusveiflur verða alltaf minni
í gólfefnum, að sögn Kolbeins,
sem hefur verið í bransanum í
fjöldamörg ár og man því tím-
ana tvenna. „Það eru mun minni
sveiflur en áður fyrr þegar það
komu tímabil eins og rauða
tímabilið og bláa tímabilið, núna
hefur tískan verið stöðug í nokk-
uð langan tíma með auðvitað ein-
hverjum breytingum.“
Teppasala stöðug
Úrval teppa er mikið í Álfaborg.
Þrátt fyrir að þau séu mun minna
seld á heimili en á árum áður eru
þau alltaf jafn vinsæl á stiga-
ganga og skrifstofur þar sem
hljóðvistin skiptir máli. „Einnig
hefur ferðamannastraumur-
inn sitthvað um teppasölu segja
vegna hótelanna sem öll nota að
sjálfsögðu gólfteppi,“ segir Kol-
beinn og bætir við að mikil þróun
hafi orðið í teppaframleiðslu, þau
komi sum í dag með óhreininda-
vörn og eru þannig afar þægileg
í þrifum.
Mikil þróun í dúkum
Dúkar hafa haldið velli og margir
sem kjósa slík gólfefni, ekki síst
vegna verðsins og þeirrar stað-
reyndar að ekki þarf lengur að
líma alla dúka eins og áður fyrr.
„Það hefur orðið mjög mikil þróun
í dúkum, þeir koma núna í svoköll-
uðum dúkaflísum sem eru lagðar
eins og harðparket. Hægt er að fá
útlit sem er mjög líkt viðnum en
dúkarnir eru gríðarlega slitsterk-
ir og eru því mjög heppilegt efni
t.d. í atvinnuhúsnæði þar sem
ágangurinn er mikill.“