Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.10.2016, Page 6

Fréttatíminn - 22.10.2016, Page 6
Sif er flugumferðarstjóri í flugturninum á Keflavíkurflugvelli. Í daglegu starfi veitir hún tugum flugvéla heimildir til flugtaks- og lendingar og starf hennar tryggir að flugumferð gangi hratt og örugglega fyrir sig á flugvellinum. Þannig er Sif hluti af góðu ferðalagi fjölda farþega á hverjum degi. Einar er arkitekt sem er á leið til Frakklands í vinnuferð. Hann er vanur því að fá sér morgunverð á Keflavíkurflugvelli og treystir á að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig á flugvellinum. 16 -1 62 0 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA V I Ð E R U M H L U T I A F G Ó Ð U F E R ÐA L AG I Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjöl- skylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu með okkur í því að vera hluti af góðu ferðalagi. isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf 6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016 Kostnaður vegna heilbrigðiskerfis- ins árið 2015 var tæpir 200 millj- arðar, þar af komu 160 milljarðar úr ríkissjóði en afganginn greiddu not- endur þjónustunnar sjálfir. 11% af landsframleiðslu eru um 240 millj- arðar og samkvæmt því vantar 40 milljarða upp á að heilbrigðiskerfið sé nægilega fjármagnað, miðað við hin Norðurlöndin. Í umræðunni um ákall Kára hef- ur verið deilt um hvort átt hafi verið við að 11% eigi að koma úr ríkissjóði, eða hvort 11% eigi við um heildarkostnað- inn, sem sagt útgjöld ríkissjóðs og greiðslur einstaklinga samanlagt. Ekkert OECD landanna ver 11% af landsframleiðslu úr rík- issjóði til heilbrigðismála, og er því verið að miða við heildarkostnað heilbrigðiskerfisins en misjafnt er eftir ríkjum hve stór hluti þess kem- ur úr ríkissjóði. Af Norðurlöndun- um er hlutfallið hæst í Svíþjóð, þar sem ríkissjóður greiðir 89% kostn- aðarins við heilbrigðiskerfið meðan greiðsluþátttaka almennings er 11%. Tveir flokkar svara ákalli Kára – aðrir með óbreytt ástand Einungis tveir flokkar, Píratar og VG, stefna á að kostnaður heilbrigðiskerfisins nemi 11% af landsframleiðslu líkt og tæplega 90 þúsund Íslendingar ákölluðu undir forystu Kára Stefánssonar. Aðrir flokkar miða við krónutölu sem mun ekki nægja til þess að hækka hlutfallið sem þessu nemur. Framlög Sjálfstæðisflokks til heilbrigðismála munu lækka á tímabilinu sem hlutfall af landsframleiðslu, í um 8,1%, þrátt fyrir yfirlýsingar um að flokkurinn ætli sér að endurreisa heilbrigðiskerfið. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn Hér er greiðsluþátttaka almennings 18%. Svíþjóð ver jafnframt hæsta hlutfalli landsframleiðslu til heil- brigðismála, 11,1%. Aðeins einn flokkur, Björt fram- tíð, gaf ekki upplýsingar um hversu hárri upphæð flokkurinn hyggðist verja til heilbrigðismála á næsta kjörtímabili þegar Fréttatíminn leitaði svara við því. Tveir flokkar, VG og Píratar, eru beinlínis með 11% markið á stefnuskrá sinni og ætla að ná því í skrefum á næstu 4-5 árum. Hinir flokkarnir, Sjálfstæðisflokk- ur, Framsóknarflokkur, Samfylk- ing og Viðreisn, stefna allir á að KORTER Í KOSNINGAR Framlög: Stefnt á 11% af landsfram- leiðslu eftir 5 ár - í skrefum. Hvaðan: Gjald fyrir aðgang að auð- lindum, bæta skattafram- kvæmd og setja á auð- legðarskatt. Vinstri græn Framlög: 11% af landsframleiðslu Hvaðan: Markaðsleiga fyrir afnot af auðlindum og stöðvun skattaundanskota. Píratar

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.