Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.10.2016, Page 10

Fréttatíminn - 22.10.2016, Page 10
Verði úrslit kosninganna í takt við kannanir má leiða líkur til þess að næstu fjögur árin verði hér vinstri stjórn undir forystu Pírata eða Vinstri grænna. Báðir flokkarnir hafa gefið það út að þeir hafi áhuga á að mynda ríkisstjórn úr fyrrum stjórnarandstöðuflokkunum enda hafi þeir unnið mjög vel saman á kjörtímabilinu. Þessir flokkar munu hittast á sunnudaginn og ræða möguleika á samstarfi að kosning- um loknum. Með útspili sínu í vik- unni, þegar Píratar buðu til þessara viðræðna, tóku þeir sér stöðu sem leiðandi afl í þessum hópi. Ráðherrar ekki á þingi Samþykkt stefna Pírata segir að „Píratar skuli ekki eiga aðild að rík- isstjórn þar sem ráðherrar sitji jafn- framt sem þingmenn.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir að ekki sé ólíklegt að fagráðherrar verði ráðnir í ráðu- neyti á borð við heilbrigðisráðu- neytið en hins vegar sé ekki víst hvaða ákvörðun verði tekin um ráðuneytin sem eru mjög pólitísk, svo sem innanríkisráðuneytið. Hefðin gerir ráð fyrir því að forseti Íslands veiti stærsta stjórnarand- stöðuflokknum umboð til stjórnar- myndunar, sé ríkisstjórn fallin. Til þess að fá það umboð verða Píratar að velja sér oddvita, sem formlega fær umboðið frá forseta til þess að fara fyrir stjórnarmyndunarvið- ræðum. Sá oddviti yrði jafnframt forsætisráðherraefni Pírata. Strúktúr Pírata er hins vegar þess eðlis að þótt Birgitta Jónsdóttir sé kölluð kapteinn er hún ekki sjálf- skipaður oddviti. Birgitta segir í samtali við Fréttatímann að flokk- urinn hafi enn ekki tekið ákvörðun um hver myndi gegna þeirri stöðu, Birgitta eða Smári McCarthy sem hefur verið orðaður við hana, eða jafnvel Einar Brynjólfsson. Þau þrjú voru í viðræðunefnd flokksins sem bauð hinum stjórnarandstöðuflokk- unum og Viðreisn á sunnudaginn til viðræðna um samstarf að lokn- um kosningum. Píratar vilji helst forðast að breyta flötum strúktúr sínum og freista þess að þurfa ekki að taka þessa ákvörðun, að sögn Birgittu. Þau muni bíða álykta og sjá hvernig fylgið sé að þróast í skoð- anakönnunum til þess að sjá hvort þau geti ekki hreinlega sloppið við hana. Ef þau neyðist til að taka ákvörðun um forsætisráðherraefni verði tilkynnt um hana á fimmtu- daginn í næstu viku. 10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016 Mikil vinna að vera í ríkisstjórn Línur eru að skýrast í kosningunum og þótt fylgið sé nokkuð á flakki benda skoðanakannanir eindregið til að þrír stærstu flokkarnir verði Píratar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn. Ríkisstjórnin kolfellur og fylgi Sjálfstæðiflokksins nálgast nú 20 prósent. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísindstofnunar sem birt var í gær, föstudag, kemur í ljós að Píratar eru stærsti flokkur landsins og að fylgi Vinstri grænna er lítið minna en Sjálfstæðiflokks. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Vilja forðast að breyta strúktúr Af orðum Birgittu má dæma að flokkurinn sé ekkert sérlega ásæk- inn í forsætisráðherrastólinn og því aukast líkurnar á því að Píratar og Vinstri græn, tveir stærstu stjórn- arandstöðuflokkarnir, ákveði sín á milli að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Það myndi jafn- framt koma í veg fyrir að Píratar þurfi að breyta strúktúr flokksins og um leið grundvallarásýnd hans enda hafa þeir margoft lýst því yfir að barátta þeirra snúist ekki um völd, heldur árangur. Muni þeir tryggja að málefni Pírata nái fram að ganga í nýrri ríkisstjórn er ekki víst að þeir vilji vera í forsvari fyrir hana. Þá er ljóst að Katrín Jakobs- dóttir myndi stýra skútunni. Fátt ber á milli í stefnumálum þessara flokka og þeir hafa að sögn beggja unnið vel saman á þingi. Báðir vilja vinstri stjórn samsetta úr fyrr- um stjórnarandstöðuflokkunum en Vinstri græn hafa það umfram Pírata að þau hafa reynslu af ríkis- stjórnarsamstarfi. Katrín er fremur öruggur val- kostur sem forsætisráðherraefni nýrrar ríkisstjórnar. Almenningi líkar vel við hana og hefur hún margoft komið út sem sigurvegari í könnunum um vinsælasta stjórn- málamanninn. Með því hefur hún þegar forskot á marga sem gegnt hafa embættinu til þessa. Hún býr yfir mörgum sömu kostum og Hillary Clinton, hún er frambæri- leg, greind, vel lesin og mætir ávallt vel undirbúin til leiks. Það hefur hins vegar aldrei reynt almennilega á forystuhæfileika hennar enda hef- ur hún aðeins gegnt formannsemb- ættinu í þrjú ár og flokkurinn allan þann tíma verið í stjórnarandstöðu. Hún þótti jafnframt fremur ósýni- leg á þingi á köflum þótt hún hafi orðið ögn meira áberandi undir lok þings og tekið sér stöðu sem tals- maður minnihlutans eftir að Sam- fylkingin komst í óefni vegna for- mannsslags og innanbúðardeilna. Það sem Katrín hefur hins vegar fram yfir Hillary er að hún er óum- deild, sem sýndi sig meðal annars í því að um langa hríð var hún orðuð við forsetaembættið og nokkuð stór hreyfing myndaðist sem hvatti hana til framboðs. Nýir vindar blása Katrín hefur mikið til sloppið við gagnrýni. Nýir vindar hafa hins vegar blásið að undanförnu og hef- ur hún þurft að svara fyrir þrjú stór mál sem hún tók þátt í ákvörðun um – og þykja orka tvímælis, ekki síst í ljósi áherslumála flokksins sem hún er í forystu fyrir. Þessi mál eru olíuleit á Drekasvæðinu, sem hún og Steingrímur J. Sigfússon ákváðu í sameiningu að veita leyfi til í berri andstöðu við stefnu flokksins í um- hverfismálum, stóriðja á Bakka sem flokkurinn samþykkti þvert á um- hverfissjónarmið, og aðgerðaleysi í búvörusamningum þar sem flokk- urinn sat hjá í atkvæðagreiðslu á þinginu þrátt fyrir mikla almenna óánægju með samningana meðal almennings og gagnrýni flokksins á þá. Þá er seint hægt að telja Vinstri græn til kerfisbreytingaflokks sem vill horfa til framtíðar í stefnumót- un fyrir samfélagið. Flokkurinn vill nýta þriðjung kvótans í byggða- skyni í stað þess að hámarka tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni og hefur lagt fram hugmyndir um stofnun samfélagsbanka í eigu ríkis- ins þrátt fyrir að tilraunir á borð við Sparisjóðina og Íbúðalánasjóð hafi sýnt sig að gangi ekki upp. Afstöðuleysi í búvörusamningi Ég ber þessi atriði undir Katrínu og spyr fyrst hvernig hún geti varið af- stöðuleysi Vinstri grænna í bú- Forseti Íslands veitir stærsta stjórnar- andstöðuflokknum umboð til stjórnar- myndunar, sé ríkisstjórn fallin. Til þess að fá það umboð verða Píratar að velja sér oddvita, sem formlega fær um- boðið frá forseta til þess að fara fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Píratar hafa ekki valið enn á milli Smára MaCarthy og Birgittu Jónsdóttur. Mynd | Hari „Við erum ekki flokkur sem ásælist völd. Það er mikil vinna að vera í ríkisstjórn og við munum ekki fara í ríkisstjórn bara til þess að vera í stjórn heldur yrði það að vera út frá þeirri skýru sýn sem við höfum reynt að leggja áherslu á fyrir þessar kosningar. Við eigum mesta samleið með núverandi stjórnar- andstöðuflokkum og við höfum unnið vel saman á þinginu.“ OrkupOkinn Allt sem þú þArft HOll Og góð OrkA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.