Fréttatíminn - 22.10.2016, Qupperneq 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016
Hrafnhildi fannst ekki erfitt
að velja föt á mömmu sína þar
sem þær eru með mjög líkan
fatasmekk. Að mati Hrafnhild-
ar klæðir Lilja sig mjög litríkt og
kvenlega og hún myndi ekki vilja
breyta neinu í klæðavali mömmu
sinnar: „Ég valdi kjól því hann er
svo litríkur því mamma er lista-
kona og vinnur oft með liti. Sein-
ast þegar hún var að vinna með
svona liti þá var hún að vinna með
svona litapallettu í náttúrunni og
þess vegna valdi ég þennan kjól
því hann minnti mig pínu á það.
Síðan valdi ég blóm í hárið því hún
minnir mig svo mikið á blóm því
hún er svo mikið yndi. Ég hafði
hana á tásunum því hún er algert
náttúrubarn.“
„Ég var mjög ánægð með fötin
sem hún valdi, hún þekkir mig
náttúrulega manna best. Mér
fannst þetta bara mjög fallega
valið hjá henni. Þetta var semsagt
kjóll sem ég keypti í Finnlandi
eftir finnskan hönnuð. Hún vill
ekki að ég gangi í fötum sem hafa
verið gerð með barnaþrælkun þar
sem hún er voða upptekin af því
líka, rosalega upplýstur einstak-
lingur. Þetta er algerlega föt sem
ég hafði valið sjálf,“ segir Lilja um
fötin sem Hrafnhildur valdi. | hdó
Hrafnhildur valdi fötin á Lilju, mömmu sína. Mynd | Hari
Börnin
velja fötin
Hvernig myndu mamma og pabbi fara út úr
húsi ef börnin fengju að ráða? Fréttatíminn lagði
verkefnið fyrir mæðgurnar Lilju Birgisdóttur og
Hrafnhildi Steindórsdóttur en sú síðarnefnda
valdi föt á mömmu sína og útskýrði valið.
Ég var mjög ánægð með
fötin sem hún valdi, hún
þekkir mig náttúrulega
manna best
Heita
samlokan:
Herramanns
matur eftir
skólann
Heit samloka getur verið herra-
mannsmatur ef rétt er farið að
og býður hún upp á endalausa
möguleika. Vinsælt er að skella
einni í grillið þegar komið
er heim úr skólanum og náði
Fréttatíminn tali af samloku-
gerðarmeistara sem vill deila
leyniuppskrift sinni.
Þorvaldur Hörður Villysson, 8 ára,
fær sér oft heita samloku þegar
hann kemur heim úr skólanum.
Lykilinn að mati Þorvalds er að
hafa samlokuna einfalda: „Besta
samlokan er bara með osti og kok-
teilssósu. Einni sneið af osti, sós-
una inn í samlokuna og ekkert að
drekka og helst að nota venjulegt
heimilisbrauð.“
Ef þú mættir velja hvað sem er
í heiminum sem álegg og hvaða
brauð sem er, hvað myndir þú setja
á samlokuna?
„Ost og kannski kokteilsósu, það
er besta samlokan.“ | hdó
Samloka með ost og kokteilsósu er best. Mynd | Rut
Sólveig (fyrir miðju) ásamt sigurvegurum keppninnar í fyrra.
Ætlar að verja Waacking-titilinn
Stærsta street
danseinvígi ársins
í kvöld.
„Ég er að fara að keppa í Waack-
ing-stílnum,“ segir Sólveig Ólafs-
dóttir, sitjandi meistari hins árlega
street dans-einvígis sem fram fer í
kvöld. Um er að ræða stærstu street
dansviku ársins sem endar með ein-
víginu í kvöld. Dans Brynju Péturs
heldur hátíðina.
„Waacking er stíll sem kemur
upprunlega frá New York þegar
samkynhneigðir karlmenn hittust
á klúbbunum og voru í kvenlegum
hlutverkum,“ segir Sólveig.
„Það er dansað við funky
diskótónlist þar sem mikið er í
gangi. Tónlist, spenna, drama. Wa-
acking skiptist í þrjá hluta: Hraðar
handahreyfingar, kvenlegar og
sterkar pósur og síðan hvernig
maður ber sig, svipbrigðin.“
„Einvígið er svaka spennandi en
keppendur í hverjum flokki koma
saman og síðan er diskótónlistin
spiluð. Nafn hvers keppanda er
síðan kallað og þeir dansa í 30 til
40 sekúndur. Þá eru valdir fjórir
sem komast áfram, þeir keppa
tveir sín á milli í undanúrslitum
og í úrslitum keppa tveir bestu.
Tvisvar sinnum í 30 eða 40 sek-
úndur.“
Hún segir danssamfélagið fara
stækkandi. „Þetta er stækkandi en
lítið samfélag. Maður er oftast að
keppa á móti hálfgerðum systrum
sínum.“
Sólveig ætlar að keppa í
kvöld, bæði í Waacking dansi og
Dancehall. „Það verður mikil gleði
en líka spennufall í kvöld.“
Áhugasamir eru hvattir til að
mæta og horfa. | bg
Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga
boða til fyrirlestrarraðar og vörukynninga
á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38,
105 Reykjavík, næstkomandi þriðjudag
25. október kl. 17:00 -19:30
Aðgangur er ókeypis
Dagskrá
Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir
húðlæknir kynnir niðurstöður
doktorsrannsóknar sinnar þar
sem hún bar saman áhrif
meðferðar í Bláa lóninu við
hefðbundna UVB ljósameðferð.
Aníta Sif Elídóttir
næringarfræðingur allar
um umbúðalæsi, hollustu-
merkingar og skyldu fyrirtækja
til að tilgreina næringarlýsingu á
estum forpökkuðum matvælum.
Dr. Evgenía Mikaelsdóttir
verkefnisstjóri hjá Íslenskri
erfðagreiningu heldur erindi um
rannsókn á erfðafræði psoriasis.
Fræðslumyndbönd UngSpoex
sem gerð voru fyrir sjúkdómana
psoriasis í húð og liðum og exem
verða frumsýnd á milli fyrirlestra.