Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.10.2016, Síða 48

Fréttatíminn - 22.10.2016, Síða 48
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 20164 MATARTÍMINN Amerískt jólahlaðborð – „Big buffet“ Reynsla og fagmennska einkennir Haust. Unnið í samstarfi við Haust Þrátt fyrir að vera rétt skriðinn yfir þrítugt hefur Jónas Oddur Björnsson öðlast afar yfirgrips- mikla reynslu síðastliðin 10 árin í kokkabransanum; jafnvel meiri en margir kokkar sem fylla tvöfald- an hans aldur. Síðan um síðustu áramót hefur Jónas verið að þróa veitingastaðinn Haust Restaur- ant sem er staðsettur í hringiðu eins líflegasta hverfis Reykjavík- ur um þessar mundir á Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg, stærsta hóteli landsins. Yfirkokkur í Ölpunum 21 árs Jónas bjó erlendis í tæp átta ár og kom víða við. Reynsluna notar Jónas í að þróa Haust Restaur- ant í þær áttir sem hugurinn togar hann hverju sinni og fagmennsk- an sem hann öðlaðist á ferðum sínum kemur sér afar vel í núver- andi starfi. „Ég starfaði á Michelin stöðum í Frakklandi og lengst af í Danmörku. Ég prófaði að vinna á ýmsum stöðum, var orðinn yfir- kokkur í frönsku Ölpunum þegar ég var 21 árs, vann fyrir Walt Dis- ney og fór sem kokkur hringinn í kringum jörðina á einkaflug- vél. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt og krefjandi ferli með frábæru fólki.“ Ákváðu að fara alla leið En að máli málanna. Jólahlaðborð Haust Restaurant hefur verið í þróun undanfarna mánuði og hefur nú tekið á sig heildstæða mynd; þemað verður amerískt – alla leið. „Við vildum vera með sérstöðu og ákváðum að fara þessa leið. Það verður fylltur risa- kalkúnn, gljáð jólaskinka, kanil/ epla sósa, grasker í karamellu, sætar kartöflur með púðursykri og sykurpúðum og eftirrétta- hlaðborðið verður alger bomba,“ segir Jónas. Þau sem vilja fara hefðbundnari leið þurfa þó ekk- ert að óttast, flaggskip íslensks jólamatar verða að sjálfsögðu líka á staðnum. „Enda er ekki hlað- borð nema það sé hangikjöt og uppstúf.“ Gaman fyrir alla Börnin fá vitanlega mikið fyrir sinn snúð; fyrir þá verður að- gengilegt sérhlaðborð með barn- vænni mat, pítsu með jólaívafi, kalkúnabollur, grænmetispinn- ar og kleinuhringjabar þar sem börnin geta skreytt sína eigin kleinuhringi. Einnig verður sett upp jólahús fyrir yngri kynslóðina svo það er engin fyrirstaða að koma með börnin, gaman fyr- ir alla. Það er frítt fyrir 0-5 ára og 50% afsláttur fyrir 6-12 ára. Jólahlaðborðið er því tilvalið fyrir fjölskylduna, hópa og alla aldurs- hópa. Jólaskreytingar munu minna á amerísk jól eins og þau verða best, amerískir jólaslagarar og frábær stemming. Ameríska konseptið að slá í gegn Haust Restaurant hefur vakið eftirtekt fyrir fallega hönnun og góða hljóðvist. „Veitingastað- urinn er mikið hólfaður svo þau sem vilja vera í næði geta það án vandkvæða og einnig er staður- inn tilvalinn fyrir fyrirtækjahópa eða aðra hópa sem vilja skemmti- lega og öðruvísi upplifun þetta árið.“ Nú þegar er farið að taka við pöntunum á jólahlaðborðið og virðist ameríska konseptið vera að slá í gegn. Borðapantanir í síma 5319020 milli 11 og 16. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið haust@haustrestaurant.is. Haust býður upp á frábært há- degisverðarhlaðborð sem er til- valið fyrir hádegisfundi. Hægt er að velja um fjölda girnilegra rétta auk eftirrétta og kaffi fylgir með. Verðið er aðeins 2950 krónur*. Haust Restaurant er stolt Foss- hótels Reykjavíkur en ekki má gleyma Bjórgarðinum sem hefur einnig verið afar vinsæll, ekki síst meðal bjóráhugamanna og þeirra sem vilja njóta gómsætra smárétta og drykkja sem eru fram bornir af fagmönnum. Frá og með 21. nóvember mun hádegisverðarhlaðborðið verða með jólaívafi og kosta 3.950 á mann. Haust hádegisverðar hlaðborð Big buffet Jólahlaðborð að amerískum sið virðist vera að slá í gegn ef marka má ásókn í borð. Mynd | RutEftirréttahlaðborð Börnin slá ekki hendinni á móti slíkum kræsingum.Mynd | Rut Kokkarnir Mikil reynsla og fagmennska einkennir kokkalið Hausts . Mynd | Rut Jónas Oddur Björnsson Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jónas öðlast yfirgripsmikla reynslu í kokkabransanum . Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.