Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.10.2016, Síða 54

Fréttatíminn - 22.10.2016, Síða 54
Frygðaraukandi og ljúffengur gleðigjafi LoveChock súkkulaðið er gott fyrir kroppinn. Unnið í samstarfi við Kaja Organic Kaja Organic opnaði nýver-ið verslun við Óðinstorg þar sem hægt er að kaupa lífrænt hráefni af öllu tagi og þurrvörur eftir vigt í eigin ílát. Meðal vinsælustu varanna hjá Kaja Organic er LoveChock súkkulaðið sem er söluhæsta hrásúkkulaðið í Evrópu. Karen Emilía Jónsdótt- ir – Kaja – segir súkkulaðið vera allra meina bót. „Kakóbaunirnar eru ekki ristaðar sem veldur því að efnin haldast öll hrein í súkkulað- inu. Kakóbaunin er ofurfæða og er mjög rík af magnesíum. Fyrir utan það inniheldur hún mikið magn af gleði- og ánægjugjafa; sambæri- legum þeim og er notað í Viagra,“ segir Kaja og þrætir ekki fyrir að súkkulaðið gæti mögulega verið frygðaraukandi. LoveChock súkkulaðið er sykurlaust en notaður er kókos- blómanektar til þess að fá sætuna og þar sem hann er notaður hrár haldast steinefnin í honum. Um- búðirnar eru unnar úr sellulósa sem er efni unnið úr trjákvoðu og brotnar niður náttúrulega á þrem- ur mánuðum. Merki LoveChock er af ástarguði sem vísar í virkni þess; meiri ást og meiri gleði. Einkunnarorðin eru „hér inni er hamingja“. Súkkulaðið fæst í mörgum gerðum; með möndlum og fíkjum, hreint með kakónibbum, gojiberj- um og appelsínu, chili og kirsu- berjum og mórberjum og vanillu og pecan og maca. Einnig eru svokallaður LoveRocks sem eru súkkulaðihúðaðar möndlur, mór- ber, hesluhnetur og fleira góðgæti. Ásamt því að fást í Kaju Organic fæst LoveChock súkkulaðið í heilsuverslunum og Hagkaupum. 15 bestu veitinga- staðir landsins Sænska veitingahúsabiblían The White Guide kemur út um mánaða- mótin. The White Guide hefur komið út síðan 2005 og hefur vaxið og stækkað með hverju árinu. Síðustu ár hafa íslenskir veitingastaðir verið teknir fyrir og í ár komast 15 veitingastaðir á listann. Þessir fimmtán bestu veitingastaðir landsins, samkvæmt The White Guide, eru Austur-Indiafjélagið, Dill, Fiskfélagið, Fiskmarkaðurinn, Gallery Restaurant á Hótel Holti, Grillið, Grillmarkaðurinn, Kol, Lava restaurant í Grindavík, Matur og drykkur, Norðaustur Sushi & Bar á Seyðisfirði, Rub 23 á Akureyri, Slippurinn í Vestmannaeyjum, Snaps og Vox. Listinn verður aðgengilegur hinn 31. október og þá kemur í ljós hverj- ir af þessum stöðum teljast þeir allra bestu. Veisla Maturinn á Kol svíkur ekki og staðurinn þykir einn af 15 bestu veitingastöðum landsins. LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 201610 MATARTÍMINN Verið alltaf velkomin í Kolaportið! OPIÐ ALLA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA FRÁ KL. 11–17 TROÐIÐ AF SPENNANDI KOMPUDÓTI, ÖLLU MÖGULEGU OG ÓMÖGULEGU OG GIRNILEGUM MAT Komdu og upplifðu þessa einstöku Kolaports stemningu! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum: • VESTURGATA Mjóstræti • KOLAPORTIÐ Kalkofnsvegur 1 • RÁÐHÚSIÐ Tjarnargata 11 • TRAÐARKOT Hverfisgata 20 Ertu búinn að prófa Kaffi Port á nýja staðnum ? Frygðaraukandi LoveChock súkkulaðið er mest selda hrásúkkulaðið í Evrópu.Mynd | Rut Virta matartímaritið Saveur fjallar um íslenska matar-menningu í nýjasta tölublaðinu. Blaða- maðurinn Shane Mitchell fór vítt og breitt um Ísland og kynnti sér íslenska matarmenningu. Mitchell heillaðist af matarsenunni og segir að aldrei hafi verið betri tími til að „borða sér leið“ gegnum Ísland; illa lyktandi hákarl sé á undan- haldi. Mitchell var afar hrifin af íslenska hráefninu og talaði sér- staklega um það hversu framúr- stefnulegir íslenskir kokkar eru í notkun á íslensku hráefni, t.d. hvönninni; Ragnar Eiríksson á Dill þurrkar laufin og notar sem krydd og Gísli Matthías Auðunsson á Mat og drykk pikklar fræin og notar eins og kapers. Ragnar hefur einnig lagt hvannarrót í vodkabað og ætlar að bíða í ár og sjá hvað gerist – spennandi. Önnur hráefni sem Mitchell skoðaði og fræddist gaumgæfilega um eru krækiber, skyr, þari, þorskur – eða öllu held- ur þorskhausar og lamb. Lesa má þessa fróðlegu grein í heild sinni á saveur.com. Gísli Matthías Shane Mitchell, blaðamaður á Saveur, var hrifinn af því hvernig Gísli Matthías notar hvönn, þara og þorskhausa. Íslensk matar- sena í Saveur Erkifjendur mætast í sama molanum Segja má að karamellan og lakkrísinn hafi att kappi að undanförnu í vinsæld- um – hver nýjungin á fætur annarri hefur sprottið upp þar sem þessi brögð eru í forgrunni. En erkifjendurnir mætast nú á miðri leið í nýjum sælgætismola frá Nóa Síríusi; Lakkrís – karamelluperlur – að sjálfsögðu súkkulaðihúðaðar. Við giskum á að molinn verði afar vinsæll meðal þeirra sem þjást af val- kvíða.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.