Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 Þýska ríkið gegn Þýska sambandslýðveldinu Þann 19. október réðst lögregla inn á heimili hins 49 ára gamla Wolfgang Plan í 6.000 manna bænum Georgensmünd í Bæjara- landi, til að gera vopnasafn hans upptækt. Um leið og lögreglan birtist hóf maðurinn skothríð og særði fjóra lögreglumenn. Einn þeirra lést af sárum sínum. Plan var færður í gæsluvarðhald. Haukur Már Haraldsson ritstjorn@frettatiminn.is Plan segist ekki ríkisborgari Þýska sambandslýðveldisins, þessa sem frá degi til dags nefnist einfaldlega Þýskaland, heldur Þýska ríkisins – Reichsins – sem frá degi til dags er ekki til. Hann segist ekki Staats- bürger heldur Reichsbürger. Óvænt vending varð í máli Plans mánuði eftir skotbardagann, þegar rannsókn leiddi í ljós fyrst að tveir, síðan fjórir, þá tíu bæversk- ir lögreglumenn væru þátttakend- ur í hreyfingu Reichsborgara. Þar af hefðu tveir lekið trúnaðarupp- lýsingum til skotmannsins, aðvar- að hann. Þeim hefur verið vikið frá starfi. Í kjölfarið hefur De Maiziere innanríkisráðherra lýst því yfir að leyniþjónusta ríkisins muni héðan af fylgjast kerfisbundið með hreyf- ingunni, og Heiko Maas dómsmála- ráðherra kallað eftir hertum lögum um vopnaeign. Fulltrúar stjórn- arandstöðuflokka, Vinstrisins og Græningja, gagnrýna að ekki hafi verið aðhafst fyrr. Spjótin bein- ast að leyniþjónustu Þýskalands: Hvers vegna vanmat hún Reichs- borgarahreyfinguna svona? Skjaldarmerkjaföndur Reichsborgarar viðurkenna ekki lögmæti Þýska sambandslýðveldis- ins. Hreyfing þeirra er ekki skipu- lögð í einum samtökum, heldur samanstendur af ótal smærri hóp- um og einförum, sjálfskipuðum könslurum, greifum, kóngum og keisurum. Til hreyfingarinnar telj- ast í dag þúsundir – í Bæjaralandi einu telur lögregla nú að þátttakend- ur séu nú um 1.700. Breiðari hópur gæti talist til stuðningsmanna. Helstu forsprakkar eru sagðir efnalitlir karlmenn á miðjum aldri. Fyrstur til að lýsa yfir sínu eigin Þýskalandi var fyrrverandi lest- arstarfsmaðurinn Wolfgang Ebel, í Berlín 1985. Hann útnefndi sjálf- an sig kanslara og merkti aðsetur ríkisins með skjaldarmerki á húsi sínu. Hann og aðrir sem á eftir komu voru álitn- ir meinlausir, oftar en ekki hlægilegir, sérvitringar. Til þess gefa þeir líka ærin tilefni. Síð- ast í lok nóvember stöðvaði lögregla ök- umann sem framvís- aði heimatilbúnu öku- skírteini, áþekkt þeim sem Þýska ríkið gaf út fram til 1945, og taldi sig þar með í fullum rétti til að aka burt, en var færður í járn. Í nafni síns ríkis skipa Reichsborgarar sig ekki bara í embætti heldur út- hluta sér vegabréf, bílnúmeraplöt- um og öðrum plöggum. Og neita, auðvitað, að greiða Sambandslýð- veldinu skatt. Að teppa stofnanir Reichsborgarar hafa gegnum tíðina beitt ótal aðferðum til að vinna gegn Sambandslýðveldinu. Margir skil- greina sig og vini sína sem „ríkis- stjórn í útlegð“. Ríkisstjórn Ebels gaf út um þúsund handtökuskipanir á hendur fólki sem ekki virti gögn eða hlýddi tilmælum frá ríki hans. Hann var og sagður beita þyrlu sinni, sem máluð er í fánalitunum, til að ógna „óvinum“ ríkis síns. Algengasta aðferð Reichs- borgara til að vinna gegn Sambandslýðveldinu er aftur á móti sögð vera að senda stofnunum þess ótal ítarleg en til- hæfulaus erindi, bæði skrifleg og símleiðis, sem þær verða, sam- kvæmt lögum, að sinna. Í Norðurrín-Vestfa- líu krafðist nýverið einn meðlimur ígildis 7,5 milljóna evra frá dómara, sem greiða skyldi í silfri, fyrir að hafa ekki hlýtt tilskipun frá ríki hans um að aft- urkalla dóm gegn honum. „Svona æfa þeir sig og reyna að hindra kerfið svolítið,“ sagði dómarinn. „Það tekst ekki, en gerir allt aðeins kostnaðarsamara.“ Vopnaburður Nú reynist hins vegar einhver fjöldi Reichsborgara fús að beita vopnum til að verja ríki sín. Skotbardaginn í Georgensmünd var ekki sá fyrsti. Í ágúst mætti lögregla að heimili hins 41 árs gamla sölumanns Adri- an Ursache, til útburðar vegna van- skila. Það var í smábænum Reuden, í Saxlandi-Anhalt. Ursache er nokk- uð þekktur. Árið 1998 var hann kjör- inn Herra Þýskaland, giftist fjórum árum síðar ungfrú Þýskalandi, og saman birtust þau endrum og eins, með tveimur börnum sínum, sem nokkurs konar fyrirmyndarfjöl- skylda. Ekki er ljóst hvenær hann stofn- aði ríki sitt, en þegar lögreglu bar að garði var lóðin merkt: „Hér hefst ríkið Ur. Þar gilda einvörðungu lög ríkisins Ur. Brotlegum verð- ur refsað af hörku.“ Á tímabili nefndi hann sjálfan sig Stefán mikla, en segist í seinni tíð ekki heita neitt: „Ég er það sem ég segi, nafn ber ég ekki.“ Á lögregluna hrópaði hann: „Þið eruð nú á yfirráðasvæði ríkis míns!“ og skaut fjórum skot- um af byssu. Tveir lögreglumenn særðust, ásamt Ursache sjálfum, sem var fluttur á fangelsissjúkrahús, ákærður fyrir morðtilraun. Hann situr enn í gæsluvarðhaldi. Lögspeki, frumspeki Deutsches Reich var opinbert heiti þýska ríkisins frá 1871 til 1945 – það er frá valdatíma Bismarck, gegnum Weimar-lýðveldið til valdatíma nas- ista og loka seinni heimsstyrjaldar. Keisaradæmi, lýðveldi og einræði þriðja ríkisins – tæknilega stóð sama ríkið, með sama nafni, gegnum allt það. Þýska leyniþjónustan Stjórnkerfi Þýska sambandslýðveldisins er skilgreint sem Streitbare Demokratie, á ensku militant democracy, vígreift gæti það heitið á íslensku. Það þýðir að þing og dómstólar hafa víðtækari heimildir en víða annars staðar til að tryggja lýðræðislegt grunnskipulag ríkisins gegn þeim sem vilja afnema það. Hugtakið er komið frá dómaranum Karl Loewnstein og innleitt með úrskurði stjórnlagadómstóls árið 1952. Forsenda þess er sá skilning- ur að í lýðræðisríki verði ekki tekist á um lýðræðið sjálft, sem grundvallar- atriði sé það handan lögmæts efa og ekki einu sinni meirihluti í atkvæða- greiðslu geti afnumið það. Sögulegu ástæðurnar eru tilurð þriðja ríkisins, hvernig nasistar beittu til dæmis stjórnarskrárákvæðum um tjáningarfrelsi til að breiða út áróður sinn. Innanríkisleyniþjónusta Þýskalands heitir á þýsku Verfassungsschutz, eða Stjórnarskrárvernd. Lögbundið hlutverk hennar er að verja grunn- skipulag ríkisins, sem snýst að mestu um eftirlit með skilgreindum pólitísk- um öfgahópum: hægri, vinstri, trúarlegum og öðrum. Samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar fjölgaði ofbeldishneigðum hægriöfgamönnum í Þýskalandi úr 10.500 í 11.800 milli áranna 2014 og 2015. Með þeim hefur stofnunin eft- irlit. Í ár bætast, samkvæmt yfirlýsingum stofnunarinnar, einhverjir úr hópi Reichsborgara á þann lista. Fáni Wolfgangs Plan. Skjaldarmerki Wolf- gangs Plan, yfirlýsts Reichsborgara sem hóf skothríð á lögreglu við heimili sitt í október, sést hér í glugga hússins. Mynd | Getty LENGRI AFGREIÐSLUTÍMI FRAM AÐ JÓLUM Kauptu allt til jólanna Allt fyrir jólin í miðborginni OPIÐ TIL KL. 22 Í VERSLUNUM FRÁ 15. DESEMBER MIDBORGIN.IS FACEBOOK.IS/MIDBORGIN Göngugötur í miðborginni frá kl. 13:00, allar helgar til jóla, fimmtudaginn 22. desember og föstudaginn 23. desember. Kórar, hljómsveitir og jólasveinar víða um miðborgina frá kl. 14:00 alla laugardaga, auk fjölda jólaviðburða aðra daga. Fylgstu með ævintýrum Aðventu- apans á facebook.com/midborgin og þú gætir unnið gjafakort Miðborgarinnar okkar. Taktu þátt í ratleik Jólavættanna. Svarseðlar í Listasafni Reykjavíkur, upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti og Ráðhúsi Reykjavíkur. NÆG BÍLASTÆÐI OG MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.