Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 14
Fjölskyldan talar enga ensku þó fjölskyldufaðirinn Musa geti bjarg- að sér. Öll samskipti hafa því far- ið fram með google translate, fyrir utan þau örfáu skipti sem þau fá túlk. „Mér fannst þetta mjög erfitt í byrjun því við erum svo vön því þegar fólk talar ekki íslensku að fara yfir í ensku, svo ég var mjög lengi að venjast því að tala íslensku við þau. Svo var þetta skrítið í byrj- un því þetta var fólk sem ég þekkti ekki neitt. Okkur var sagt á nám- skeiði hjá Rauða krossinum að við ættum ekki að spyrja þau út í það sem þau hafa þurft að ganga í gegn- um, þau myndu segja okkur það ef þau vildu. Núna nokkrum mánuð- um síðar erum við komin á þann stað því Musa byrjaði allt í einu að segja okkur hvað hann hefur upp- lifað. Maður sat bara lamaður í sóf- anum og hlustaði og núna er þetta orðin manneskja sem mér finnst ég þekkja. Mér fannst ótrúlega gott að finna að hann skyldi treysta mér fyrir sögunni sinni, og núna þegar við treystum hvort öðru erum við komin svo langt áleiðis á einhverri vegferð, sambandið breyttist við þetta.“ Hlakka til þess skemmtilega Stuðningsverkefnið stendur yfir í eitt ár og felst aðstoðin fyrst og fremst í að vera til staðar. Fyrstu mánuðirnir fara mikið í praktíska hluti á borð við að kynna fjöl- skylduna fyrir nærumhverfinu og skutla þeim í búðir, banka eða til læknis. Allir hversdaglegir hlutir verða framandi í nýju umhverfi þar sem þú getur ekki tjáð þig og skipt- ir stuðningurinn því öllu máli. „Við erum búin að fara margar ferðir í Ikea og í bankann, svo höfum við líka verið að skutla þeim í búð og aðstoða þau við að versla. En þau eru heppin að því leyti til að þau voru ekki fyrsta sýrlenska fjöl- skyldan til að koma hingað, hinar fjölskyldurnar aðstoða þau mikið og veita þeim hjálplegar upplýs- ingar á þeirra tungumáli. Þau vissu til dæmis strax hvar væri ódýr- ast að versla og að á fimmtudög- um ættu þau að drífa sig í Kost og kaupa grænmeti og ávexti á 50% afslætti. Það tekur ótrúlega langan tíma að koma sér fyrir í nýju sam- félagi svo við höfum aðallega verið í því að aðstoða þau við hluti sem verður að gera. Ég hlakka mikið til þegar við getum farið að einbeita okkur meira að því að gera eitt- hvað skemmtilegt, eins og að fara út fyrir bæinn og leyfa börnunum að renna sér á snjóþotu.“ Fyrsta skólaganga barnanna Þrátt fyrir að praktísku hlutirnir taki mestan tíma fyrstu mánuðina hafa fjölskyldurnar gefið sér tíma á kvöldin til að borða saman, enda felst ekki síðri stuðningur í því. „Þau eru rosalega dugleg að bjóða okkur í mat og það eru nú þvílíku veislurnar. Alltaf margréttað með kjúklingi, grjónum og vínviðar- rúllum og allt svo ljúffengt. Sam- skiptin eru auðvitað frekar einföld og ekki mjög djúpar samræður en þetta eru samt alltaf mjög nota- legar stundir. Við höfum fengið nokkra fundi með túlki og þá er hægt að ræða málin betur. Á síð- asta fundi komumst við að því að því að þau hafa frekar viljað bjóða okkur í mat en öfugt, því þannig vilja þau þakka fyrir sig. En auðvit- að langar okkur til að bjóða þeim í mat og við gerðum það til dæm- is um jólin. Við fórum líka saman að kaupa jólatré og á jólamarkað- inn í Hafnarfirði því þau vildu taka fullan þátt í jólahaldinu. Það var mjög skemmtileg stund, Mousa tók mikið af myndum af börnunum við jólaskrautið og sendi fjölskyldunni í Sýrlandi,“ segir Elísabet. Hún seg- ir næst á dagskrá hjá stuðningsfjöl- skyldunum vera að einbeita sér að námi barnanna. Það þurfi að aðstoða þau við heimalærdóm- inn, sérstaklega við lesturinn því auk þess að læra nýtt tungumál þurfa börnin að læra að lesa þar sem aðstæður þeirra buðu ekki upp á skólagöngu áður en þau fengu hæli á Íslandi. Börn þurfa ekkert tungumál Það er misjafn hvort fjölskyld- ur haldi sambandi eftir að stuðn- ingsverkefni sleppir en Elísabet efast ekki um að þau bönd sem hafi myndast á þessum stutta tíma muni halda áfram að styrkjast. „Ég er viss um að við eigum eft- ir að halda sambandinu áfram og Mamal, móðirin, hefur sagt mér að þau líti á okkur sem fjölskylduna sína. Í Sýrlandi voru þau vön því að umgangast miklu fleira fólk, þau koma úr stórum fjölskyldum og allir bjuggu í sama hverfinu svo það var fólk að koma og fara á öll- um tímum. Við erum vön því að hringja áður en við mætum í heim- sókn en þau eru alltaf að ítreka að við þurfum þess ekki, við séum alltaf velkomin. Þau koma úr miklu sterkara fjölskyldusamfélagi en við og vilja helst alltaf hafa fólk í kring- um sig. Eftir að hafa kynnst þeim þá upplifi ég mig og mitt heimili mjög prívat,“ segir Elísabet. Hún segir börnin hafa hjálpað mikið til við samskiptin, börnum finnist aldrei neitt vandræðalegt. „Eldri börnin mín hafa tekið minni þátt en Ólöf er jafn mikill þátttakandi í þessu verkefni og ég. Börn þurfa ekkert tungumál til að tengjast, þau eru ekki fordóma- full og þekkja engin landamæri. Stelpurnar setjast bara hlið við hlið, ýta í hver aðra og byrja svo að hlaupa á eftir hver annari og það er alltaf jafn gaman. Þær eru orðn- ar góðar vinkonur og öll fjölskyld- an er svo góð við Ólöfu að hún vill alltaf fara til þeirra með mér. Ef við höfum ekki farið í nokkra daga þá biður hún um að fara. Ég held að hún eigi eftir að læra alveg helling á þessu. Hún er ekki nema fimm ára en veit að vinkona henn- ar kemur úr umhverfi þar sem voru sprengjur og að húsið þeirra í Sýr- landi er ekki lengur til. Hún er alla- vega búin að læra það að það hafa það ekki allir jafn gott og við.“ 14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017 Tvær mjög ólíkar fjölskyldur hafa fundið óvænta vináttu í gegnum stuðningsverkefni Rauða krossins. „Maður sat bara lamaður í sófanum og hlustaði og núna er þetta orðin manneskja sem mér finnst ég þekkja.“ Stattu upp úr stólnum á nýju ári ! Hæðarstillanleg skrifborð á tilboði í janúar 89,900 m/vsk • Stillanleg hæð 65-125cm • 100 kg lyftigeta • Borðplata 160 -200cm , breidd 80cm • Stell hvítt (ral 9016) eða silfur grátt (ral 9006) • Borðplata harðplastlögð eða spónlögð eik. Trésmiðja GKS Funahöfði 19 110 Reykjavík 577 1600577 1600 www.gks.is Opið alla virka daga milli 8 - 17. Verið velkomin! Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Börnin eru ekki fordómafull og þekkja engin landamæri.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.