Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Ég býst við því að sú Stella sem þú ert búin að sjá fyrir þér í huganum sé allt öðruvísi en Stella sem kemur til með að birtast
á skjánum,“ segir leikkonan Heiða
Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed
eins og hún kallar sig úti í löndum.
Hún kemur til með að leika hina
einu sönnu Stellu Blómkvist í þátt-
um sem Sagafilm framleiðir um
lögmanninn skelegga sem leysir
dularfullar ráðgátur og lifir gjarnan
á ystu nöf.
Hélt hún fengi ekki hlutverkið
Þættirnir eru byggðir á bókum eftir
hulduhöfund sem ber sama nafn og
söguhetjan og ýmsar getgátur hafa
verið uppi um hver hann sé í raun
og veru. Því hefur hins vegar aldrei
verið ljóstrað upp og Heiða býst
ekki við því að það breytist með
gerð þáttanna.
„Það er fólk sem veit hver höf-
undurinn er, en það fólk er ekki að
fara að segja neitt. Ég veit það ekki
sjálf og held að ég fái ekki að vita
það. Það breytir engu fyrir mig,
en ég er auðvitað forvitin,“ segir
hún og skellir upp úr. „Við erum
auðvitað með handritshöfund sem
er okkar maður og ég get talað við
hann um hvernig Stellan hans er.
Það er Stellan mín.“ Það er Óskar
Thor Axelsson sem leikstýrir þátt-
unum en tökur hefjast í apríl. „Þeir
ætla að ýkja Stellu aðeins. Ég er sjálf
að rétt að byrja að lesa bækurnar,
en ég þarf að muna að hún verður
ekki alveg eins og í bókunum. Þetta
leggst annars rosalega vel í mig. Ég
kom heim í stutt stopp til að hitta þá
sem standa að þessu hjá Sagafilm og
byrjaði allt í einu að verða rosalega
spennt fyrir þessu.“
Það er ár síðan Heiða fékk hand-
ritið fyrst í hendurnar og þá var hún
fyrsta leikkonan sem framleiðendur
þáttanna hittu. En það leið svo lang-
ur tími þangað til eitthvað meira
gerðist að hún var orðin sannfærð
um að hún fengi ekki hlutverkið.
„Ég var ekki alveg að finna rétta
taktinn í fyrstu en svo bað ég Óskar
leikstjóra um einhverja punkta
og fékk að taka upp annað vídeó
í London. Ég vann aðeins í Stellu
og þá gekk þetta upp og ég fékk
hlutverkið, sem kom skemmtilega
á óvart.“
Ástfangin og flytur til LA
Það eru annars töluverðar
breytingar að eiga sér stað í lífi
Heiðu á nýju ári. Hún hefur búið í
London í tíu ár en stefnir á flutn-
inga til Los Angeles í Bandaríkjun-
um innan tíðar. Hún hefur ver-
ið í sambandi með bandarískum
manni í tæpt ár og þau ætla að hefja
sambúð í borg englanna á næstu
mánuðum. „Þetta er svo sannar-
lega ár breytinga hjá mér. Allt mjög
spennandi,“ segir Heiða og viður-
kennir að það hafi vissulega haft sín
áhrif í ákvarðanatökunni að kærast-
inn sé bandarískur.
„Það er auðvitað helsta ástæðan
fyrir því að ég er að flytja þangað,
en þar fyrir utan er þetta staður
sem er ekki vitlaust fyrir leikara að
heimsækja. Það stóð alltaf til hjá
mér að prófa þetta einhvern tíma,
þó það hafi ekki endilega staðið til
að flytja þangað. Ég held samt að við
munum ekkert endilega setjast að í
LA. Við ætlum bara að sjá til næstu
árin hvernig þetta verður. Ég er til
dæmis ekki viss um að ég vilji vera
með fjölskyldu þar. Þetta er akkúrat
staður sem maður prófar að búa á
áður en maður eignast fjölskyldu.“
Heiða og kærastinn kynntust
í gegnum sameiginlega vini fyrir
tæpu ári. „Þetta hefur gerst ansi
hratt hjá okkur,“ segir Heiða og
verður hálf feimin þegar blaða-
maður forvitnast um sambandið.
Hann er framleiðandi og rithöfund-
ur og þau eru ástfangin upp fyrir
haus. „Við erum mjög ánægð með
sambandið okkar eins og það er, og
erum afslöppuð varðandi framtíð-
ina. En þegar maður er með mann-
eskju sem mann langar að eyða æv-
inni með þá hugsar maður ýmislegt.
Við erum samt tiltölulega nýbúin
að kynnast og maður veit ekki hvað
framtíðin ber í skauti sér.“
Skilja ekki hvernig hún er á lífi
Parið hefur tæknilega séð aldrei
búið saman áður, þó þau hafi vissu-
lega eytt töluverðum tíma saman og
dvalið mikið heima hjá hvort öðru.
Hún óttast ekki að óvæntir lestir eða
skrýtnar venjur komi í ljós þegar
kemur að því að flytja inn saman.
„Þegar við erum hjá hvort öðru
þá erum við alltaf saman. Ég var
rosalega mikið úti í sumar og það
var eiginlega eins og við byggjum
saman. Mér finnst því alveg komin
reynsla á sambúðina. Ég þreif alla
íbúðina hjá honum og er búin að
segja honum hverju ég er ekki hrifin
af, og öfugt. Ég þoli til dæmis ekki
blaut handklæði og hann verður
að búa um rúmið. Við erum búin
að læra inn á þessa hluti hjá hvort
öðru,“ segir hún hlæjandi. „Við
erum bæði mjög skilningsrík við
hvort annað sem er mikill kostur.“
En þó Heiða þoli ekki blaut hand-
klæði og vilji hafa rúmið umbúið þá
segist hún alls ekki vera skipulögð
manneskja og með allt á hreinu –
þvert á móti. „Ég er mjög utan við
mig og er þekkt fyrir það. Vinir mín-
ir eru oft í því að passa upp á mig
og skilja stundum ekki hvernig ég
er ennþá á lífi.“ Hún segist þó vera
með allt sitt á hreinu þegar kemur
að starfinu. Það sé einhvern veginn
allt öðruvísi.
En Heiða hefur meðal annars
slegið í gegn í búningadramaþáttun-
um Poldark sem sýndir hafa verið á
RÚV og Íslendingar kannast því vel
við. Tökur standa nú yfir á þriðju
seríu þáttanna en svo taka við ný
verkefni.
Það leggst vel í Heiðu að flytja
til Bandaríkjanna. „Ég hlakka til
að búa einhvers staðar þar sem er
alltaf gott veður og rosalega góður
matur. Kærastinn minn er frá San
Fransisco og við höfum ferðast mik-
ið saman um Kaliforníu. Mér finnst
hún alveg yndisleg. Það er mjög
ljóðrænt að hugsa til þess að ég sé
búin að vera í tíu ár í London og hafi
tekið minn tíma þar. En nú sé að
hefjast nýr kafli með annarri mann-
eskju,“ segir hún einlæg.
Fyrirsætustarfið hundleiðinlegt
Heiða var aðeins 15 ára gömul þegar
hún hóf að starfa sem fyrirsæta
hérna heima, en skömmu síðar var
hún komin út í heim og ferðaðist
heimsálfa á milli vegna verkefna.
Hún dvaldi meðal annars mikið
á Indlandi og ferðaðist þaðan um
Asíu og Mið-Austurlönd. „Þetta var
eitthvað öðruvísi, en í sannleika
sagt þá hafði ég aldrei mikinn áhuga
á fyrirsætustarfinu. Mér fannst
það eiginlega hundleiðinlegt og
ekki nógu skapandi. Það voru allir
aðrir að skapa í kringum mig. Mér
finnst miklu skemmtilegra að fara í
myndatöku núna sem leikkona. En
það var mjög gaman að fá að ferð-
ast og það átti stærstan þátt í því af
hverju ég var að þessu.“
Draumurinn var að starfa við eitt-
hvað meira skapandi eins og dans
eða leiklist og leiklistin varð ofan á.
Um tvítugt flutti hún til London þar
sem ætlunin var að læra leiklist.
„Ég var ekki komin inn í neitt
nám. Ég byrjaði bara að vinna í búð
og starfaði aðeins sem fyrirsæta.
Sjö, átta mánuðum síðar komst ég
svo inn í rosa góðan skóla.“ Hún
viðurkennir að það hafi í fyrstu
verið svolítið hark að vera leik-
kona í London. „Ég þurfti alveg að
vinna með leikarastarfinu þangað
til fyrir þremur árum. Ég fékk alltaf
eitthvað og var oft heppin, en það
dugði ekki til að framfleyta mér. Ég
vann því oft á veitingastöðum og
búðum, eins og flestir vina minna
gerðu líka og margir gera ennþá.
Mér fannst ég alltaf mjög heppin
þegar ég þurfti þess ekki.“
Háskólapróf án stúdentsprófs
Heiða er fædd og uppalin í Selja-
hverfinu í Breiðholtinu, gekk í
grunnskóla þar og fór svo í Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti. Hana
langaði samt í MH en komst ekki inn
því hún var ekki með nógu góðar
einkunnir í stærðfræði. „En hver
veit, ef ég hefði komist inn í MH þá
hefði lífið kannski þróast allt öðru-
vísi. Ég fann mig aldrei beint í FB og
var alltaf að skipta um braut.“
Skömmu eftir að hún skipti af
tungumálabraut yfir á myndlistar-
braut bauðst henni tækifæri til að
fara til Indlands að sinna fyrir-
sætustörfum. Hún kláraði því aldrei
stúdentsprófið. „Ég fékk að heyra
hryllingssögur að ég yrði að vera
með stúdentspróf til að komast inn í
eitthvert nám og ég var mjög hrædd
um að mér yrði neitað um inngöngu
í leiklistarskóla í London á þeim
forsendum. En það skipti svo engu
máli. Þannig ég er með háskóla-
próf en ekki stúdentspróf,“ segir
Heiða sem var ekki spennt fyrir því
að læra leiklist á Íslandi. Hún vildi
reyna fyrir sér á stærra sviði, læra
á ensku og opna fleiri dyr. Sem hún
hefur svo sannarlega gert.
Eins og margir aðrir leikarar þá
hugsaði hún oft með sér eftir að hún
kláraði leiklistarnámið að hún yrði
að skapa sér annan feril til vara,
ef leikkonudraumurinn gengi ekki
upp. „Ég var alltaf að hugsa hvað
annað ég gæti gert sem ég myndi
ekki hata. Svo hættir maður að spá
í þetta þegar maður fær verkefni
og byrjar að vinna. Ég hef því ekki
hugsað um hliðarferil í svolítinn
tíma núna.“
Hefur nýtt líf í Bandaríkjunum
Heiða Rún Sigurðardóttir, sem slegið hefur
í gegn í búningadramanu Poldark, mun
leika Stellu Blómkvist í nýjum þáttum. Hún
er ástfangin upp fyrir haus og er að flytja
til Bandaríkjanna – að elta ástina og freista
gæfunnar.
Sú Stella sem Heiða kemur til með að túlka mun líklega verða aðeins ýktari en lesendur bókanna hafa kynnst.
Mynd | Saga Sigurðardóttir
„Ég var ekki alveg að
finna rétta taktinn í
fyrstu en svo bað ég
Óskar leikstjóra um
einhverja punkta og fékk
að taka upp annað vídeó
í London. Ég vann aðeins
í Stellu og þá gekk þetta
upp og ég fékk hlutverkið,
sem kom skemmtilega
á óvart.“
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
ÚTSALA