Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Við erum mjög góðar vinkonur og erum líka búnar að þekkjast mjög lengi. Ég á mikið af bar-bídóti og okkur finnst skemmtilegast í barbí,“ segir Ólöf Amelía Einarsdóttir um samband sitt við vinkonur sínar, þær Löru og Fatimu Al Saadi. Þó Ólöfu finnist þær hafa ver- ið vinkonur í heila eilífð eru samt ekki nema þrír mánuðir síðan þær kynntust. Lara og Fatima fluttu hingað til lands frá Sýrlandi ásamt foreldrum sínum og systkinum í október og eru í hópi þeirra 55 kvótaflóttamanna sem fengu hér hæli á síðasta ári. Þakklát áskorun „Það var rosalega sætt hvernig stelpurnar náðu saman rétt eft- ir að fjölskyldan kom til lands- ins. Við ákváðum að fara saman í Smáralindina og Ólöf tók þá strax í höndina á Löru og þær slepptu ekki hvor annarri alla ferðina. Svo gengu stelpurnar saman fremstar í flokki og leiddu okkur hin áfram,“ segir móðir Ólafar, Elísabet Magn- úsdóttir. Elísabet er ein þeirra sem átti erfitt með að fylgjast vanmátt- ug með afleiðingum átakanna í Sýrlandi heiman úr stofu. Þegar hún heyrði af komu sýrlenskra kvótaf lóttamanna til landsins skráði hún sig og fjölskylduna sem stuðningsfjölskyldu hjá Rauða krossinum. Elísabet, sem er fjögurra barna móðir og tveggja barna amma í fullu starfi á ferða- skrifstofu, neitar því ekki að þetta hafi verið áskorun. Hún er þó fyrst og fremst full þakklætis yfir að geta hjálpað átta manna fjölskyldu að koma hér undir sig fótunum. „Þetta er yndislegt fólk. Og þau eru alveg ótrúlega jákvæð, þrátt fyrir allt. Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig er að vera rifinn svona upp með rótum og þurfa að hugsa heim til fólksins sem varð eftir,“ segir Elísabet. Farin að treysta hvert öðru Mousa og Manal Al Saadi eru á fer- tugsaldri og eiga sex börn á aldr- inum tíu mánaða til fjórtán ára, þau Nour, Yasmin, Fatimu, Löru, Mohammed og Moutasim. Þar sem fjölskyldan er stór eru stuðnings- fjölskyldur hennar fjórar og segir Elísabet ekki aðeins hafa myndast sterk tengsl við Mousa, Manal og börnin þeirra sex heldur líka hin- ar stuðningsfjölskyldurnar. „Það erum við mæðurnar sem höldum utan um skipulagið og gerum flest allt en svo hóum við í eiginmenn- ina þegar við þurfum á þeim að halda.“ Börn þekkja engin landamæri Þrátt fyrir að vera ekki eldri en fimm ára, veit Ólöf að vinkonur hennar, Lara og Fatima, þurftu að flytja til Íslands vegna þess að sprengjur eyðilögðu húsið þeirra. Móðir Ólafar, Elísabet Magnúsdóttir, ákvað að fjölskyldan myndi gerast stuðningsfjölskylda kvótaflóttamanna og lærði í kjölfarið að börn þekkja engin landamæri. Ólöf, Lara og Fatima. Stelpurnar kynntust fyrir þremur mánuðum en Ólöf segir þær hafa þekkst mjög lengi. Þeim finnst skemmti- legast að leika sér í barbí. Myndir | Hari „Þau koma úr miklu sterkara fjölskyldusam- félagi en við og vilja helst alltaf hafa fólk í kringum sig. Eftir að hafa kynnst þeim þá upplifi ég mig og mitt heimili mjög prívat.“ Við hreinsum og endurnýjum sængur og kodda

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.