Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 41
Markmið í umhverfismálum (kolefnisfótspor í millilanda- og innanlandsflutningum).
13 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Strandsiglingar
lykillinn að
umhverfisvænu
flutningakerfi
Samskipa
Tugþúsundir tonna færðar af vegunum út á sjó.
Unnið í samstarfi við Samskip
Samskip eru alþjóðlegt flutn-ingafyrirtæki með starf-semi í 26 löndum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku,
Asíu og Ástralíu. Félagið starf-
rækir vikulegar strandsiglingar og
býður upp á útflutning frá höfnum
á landsbyggðinni beint á markaði
erlendis og sem slíkt gegnir fyrir-
tækið mikilvægu hlutverki í samfé-
laginu. Undanfarin ár hafa Samskip
unnið markvisst að því að innleiða
samfélagsábyrga stefnu sem snýr
fyrst og fremst að umhverfismálum,
vinnuvernd, öryggis- og mannauðs-
málum. Meginmarkmiðið er að
stuðla að aukinni sjálfbærni og
draga sem frekast úr neikvæðum
áhrifum af starfsemi fyrirtækisins á
umhverfið.
Samskip hafa lagt mikla áherslu
á að lækka kolefnisfótspor fyr-
irtækisins með því að draga úr
brennslu jarðefnaeldsneytis. „Það
er markmið Samskipa að skipu-
leggja starfsemina markvisst á
þann hátt að hún skaði ekki um-
hverfið og hafi jákvæð áhrif á þróun
samfélagsins. Ein helsta áskorun
Samskipa hefur verið að innleiða
umhverfisvæna flutningastefnu til
að lágmarka neikvæð umhverfis-
áhrif flutninga og samþætta hana
við starfsemi fyrirtækisins á sama
tíma og viðskiptalegum árangri er
náð. Eitt mikilvægasta skrefið í að
lækka kolefnisfótsporið var að hefja
strandsiglingar árið 2013. Með því
að taka tugþúsundir tonna af vöru
af þjóðvegum landsins á hverju
ári, drógum við þar með úr olíu-
notkun og álagi á þjóðvegi lands-
ins umtalsvert. Þessar breytingar
leiddu til umtalsverðs sparnaðar í
rekstrinum,“ segir Guðmundur Þór
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
millilandasviðs.
„Nú siglum við með innflutn-
ingsvöru frá Reykjavík til valinna
viðkomuhafna víða um land og með
útflutningsvöru beint til Evrópu.
Með strandsiglingum nær félag-
ið að þjónusta betur landsbyggð-
ina auk þess sem þjónustan eflir
samkeppnishæfni fyrirtækja á
landsbyggðinni,“ segir Guðmundur
Þór. Áætlað er að árlegur ávinn-
ingur af strandsiglingum nemi um
2.000 tonnum af CO2 eða sem
svarar tæplega 19 þúsund gróður-
settum trjám á ári.
Félagið hefur verið í fararbroddi
í þróun og innleiðingu umhverfi-
svænna flutningalausna um alla
Evrópu. Í upphafi setti félagið sér
skýr markmið í þeim efnum sem
stuðlaði að aukinni nýsköpun á
sviði umhverfisvænni flutninga.
Úr varð flutningakerfi sem kallast
Bláa leiðin sem felst í því að full-
nýta fjölbreytta flutningsmáta til að
lágmarka mengun. Kerfið byggist á
því að nýta flutningapramma á ám
og síkjum í Evrópu ásamt lestum á
meginlandinu til gámaflutninga og
draga þar með úr mengandi umferð
þunglestaðra flutningabíla á vegum.
Með því að nýta umhverfisvænni
kosti til að flytja gáma er verið að
draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda sem nemur 107.500 kílóum
fyrir hvern gám á ársgrundvelli.
Það jafngildir brennslu á 46.000
lítrum af olíu eða árlegri orkunotk-
un 10 meðalheimila í Evrópu. Fyr-
irkomulagið dregur ekki aðeins úr
olíunotkun heldur einnig úr álagi á
vegakerfið og viðhald þess.
Félagið hefur sett sér mælan-
leg markmið í umhverfismálum,
sem felast í því að lækka kolefnis-
fótsporin í innanlands- og milli-
landaflutningum fram til 2020.
Samskip hafa skrifað undir yfirlýs-
ingu Reykjavíkurborgar og Festu
um markmið í loftslagsmálum, en
yfirlýsingin endurspeglar áhersl-
ur fyrirtækisins í umhverfismálum
sem felast í því að draga úr meng-
andi samgöngum og losun úrgangs.
Félagið vill vera leiðandi á þessu
sviði og hafa hvetjandi áhrif á aðra
til eftirbreytni. Samskip munu birta
árlega niðurstöður úr mæling-
um ennfremur mun það leita allra
mögulegra leiða til að ná settum
markmiðum. Samskip hafa sett
sér eftirtalin þrjú meginmarkmið
til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda og minnka neikvæð
umhverfisáhrif flutninga með mark-
vissum aðgerðum:
• Minnka kolefnisfótspor í flutn-
ingum til og frá Íslandi og Fær-
eyjum um 10% á næstu fimm
árum, mælt í grömmum af CO2
á flutt tonn á hvern fluttan kíló-
metra eða úr 42 g/tonn km 2015
í 38 g/ tonn km árið 2020.
• Minnka kolefnisfótspor í innan-
landsflutningum um 7% á næstu
fimm árum, mælt í grömmum af
CO2 á flutt tonn á hvern fluttan
kílómetra eða úr 124 g/tonn km
2015 í 115 g/tonn km árið 2020.
• Auka hlutfall endurnýtanlegs
úrgangs frá starfseminni úr 46%
2015 í 60% árið 2020.
Til að ná ofangreindum markmið-
um fylgir félagið eftir alþjóðlegum
stöðlum og viðmiðum í umhverfis-
málum og leggur áherslu á að
bæta nýtingu flutningakerfa, bæta
eldsneytisnýtingu, minnka vægi
jarðefnaeldsneytis í starfseminni
og auka flokkun úrgangs á starfs-
stöðvum Samskipa.
Ávinningur Samskipa af ábyrgum
starfsháttum er mikill. Bæði draga
þeir úr kostnaði og auka samkeppn-
ishæfni félagsins. Samskip fengu
nýverið hin virtu „Containerisation
Award“ auk umhverfisverðlauna
bresku flutningasamtakanna BIFA
fyrir áherslur sínar í umhverfismál-
um.
Félagið hefur einnig sett sér skýr
markmið í mannauðsmálum hvað
varðar öryggismál og vinnuréttindi
en hjá fyrirtækinu starfa um 1.500
manns um allan heim. Félagið fylgir
jafnréttisstefnu og hefur jafnframt
fengið staðfesta jafnlaunaúttekt
PWC. Samskip styðja við fjölbreytt
málefni hérlendis sem snúa að
góðgerðarmálum, menningu- og
íþróttastarfi. Lögð hefur verið sér-
stök áhersla á að styðja við verkefni
á landsbyggðinni. Samskip eru auk
þess þátttakandi í ýmsum félaga-
samtökum sem tengjast atvinnu-
greininni og vilja á þann hátt leggja
sitt af mörkum til að auka veg og
virðingu hennar.
Guðmundur Þór Gunnarsson,
framkvæmdastjóri millilandasviðs
Samskipa. „Með því að taka tug-
þúsundir tonna af vöru af þjóðveg-
um landsins á hverju ári, drógum
við þar með úr olíunotkun og álagi
á þjóðvegi landsins umtalsvert.“
Mynd | Hari
Skip Samskipa á strandsiglingu. „Með
strandsiglingum nær félagið að þjónusta
betur landsbyggðina auk þess sem þjón-
ustan eflir samkeppnishæfni fyrirtækja
á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Þór
Gunnarsson. Mynd | Hari