Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 40
12 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Verðmætasköpun með samfélagslegri ábyrgð Það er mikil ávinningur fólginn í því að huga að sjálfbærri þróun þegar kemur meðal annars að skipulagi, almennri verkfræðihönnun og samgöngum. Unnið í samstarfi við Mannvit Ávinningurinn er víðtæk-ur en felst meðal annars í því að auka hagkvæmni og skila/skapa ábata fyrir umhverfið. „Við hjá Mannviti áttum okkur á því að öll okkar vinna hefur bein eða óbein samfélagsleg áhrif, hvort sem það er hönnunarverkefni sem við vinnum að eða aðrar daglegar athafnir. Mannvit var sem dæmi fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem greiddi starfsfólki sínu samgöngu- styrk til að hvetja til vistvænni ferðamáta, en síðan höfum við tekið mörg jákvæð skref til viðbótar,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mann- viti. Í dag er Mannvit hluti af Festa, samtökum íslenskra fyrirtækja um samfélagsábyrgð og einnig hluti af Global Compact sáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem er eitt öfl- ugasta framtak í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja og sjálfbærni. Fyrirtækið er einnig vott- að samkvæmt alþjóðlegum gæða-, umhverfis- og öryggis- og vinnu- verndarstjórnunarstöðlum og leitast við að hafa sjálfbærnisjónarmið í fyrirrúmi í öllum sínum verkum.“ „Við erum búin að taka stór skref í átt til aukinnar samfélags- legrar ábyrgðar innan Mannvits og teljum okkur geta lagt mikið til málanna meðal annars með ráðgjöf til annarra fyrirtækja og stofnana á þessu sviði,“ segir Ólöf Kristjáns- dóttir, fagstjóri samgöngufaghóps hjá Mannviti. Ólöf er viðurkennd- ur matsaðili BREEAM vistvottunar skipulags og vann t.d. að vistvottun Urriðaholts í Garðabæ samkvæmt BREEAM Communities matskerf- inu. Vistvottunin mætir óskum íbúa og fyrirtækja um gæði, öryggi, fjöl- breytni, náttúruvernd og aðgengi að útivistarsvæðum. „Urriðaholt er fyrsta vottaða skipulagið hérlendis og það mun skila sér til baka í aukn- um lífsgæðum og verðmæti fast- eigna á svæðinu,“ segir Ólöf. Önnur dæmi um vistvæn verkefni á samgöngusviði sem Ólöf hefur unnið að er Hjólreiðaáætlun Reykja- víkur 2015-2020 og vinningstillaga fyrir rammaskipulag Lyngássvæð- isins í Garðabæ. „Við leggjum líka mikið upp úr því að hvetja starfs- fólk Mannvits til að nota vistvænar samgöngur til og frá vinnu og ger- um ferðavenjukönnun árlega til að fylgjast með og sjá hvað við megum bæta varðandi aðstöðu og hvatn- ingu til starfsfólks,“ bætir Ólöf við. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja snýst um víðtæka vitundarvakningu og stefnumótun innan fyrirtæk- is varðandi þá þætti í umhverfi og samfélagi sem starf þeirra hefur áhrif á.“ „Raunveruleikinn í dag er að sinnuleysi í þessum málaflokki get- ur valdið miklum skaða á ímynd og orðspori fyrirtækja.“ Ávinningur umhverfisvottana og sjálfbærrar hönnunar Til að tryggja sem bestan árangur þarf að vinna þverfaglega eftir sam- eiginlegri stefnu og nálgun. Hægt er að votta byggingar, skipulags- áætlanir, rekstur og uppbyggingu innviða eftir alþjóðlegum stöðl- um en einnig er hægt að vinna að sérsniðinni sjálfbærnistefnu fyrir hvert verkefni fyrir sig. Það er mik- ill ávinningur fólginn í því að huga að sjálfbærri þróun við verkfræði- hönnun, þar má sem dæmi nefna minni áhættu, aukna hagkvæmni og lægri rekstrarkostnað en einnig bætt lífsgæði notanda og ábata fyr- ir umhverfi og samfélag. Skref í átt að samfélagslegri ábyrgð „Við veitum fyrirtækjum m.a. ráð- gjöf varðandi hagkvæma orku- og auðlindanýtingu, val á bygging- arefnum, endurvinnslu og með- höndlun úrgangs ásamt mörgum öðrum atriðum sem geta skilað aukinni sjálfbærni verkefna,“ segir Sandra. Það er margt sem fyrir- tæki og stofnanir geta gert til að auka samfélagslega ábyrgð sína og verkefnin þurfa ekki endilega að vera stór. Fyrirtæki geta meðal annars hvatt starfsmenn til vist- vænni samgangna, gætt að aukinni endurvinnslu og bættri orkunotkun en einnig eru félagsleg atriði sem er hægt að huga að líkt og vinnuum- hverfi starfsmanna og nærsamfé- lag vinnustaðarins. Gott dæmi um jákvæð skref fyrir nærsamfélagið og ábata fyrirtækis er rafvæðing fiski- mjölsverksmiðja Eskju og Síldar- vinnslunnar sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið samhliða því að verja fyrirtækin gegn sveiflum í verði á olíu í framtíðinni. „Það er margt sem fyrirtæki og stofnanir geta gert til þess að auka samfélagslega ábyrgð sína og ver- kefnin þurfa ekki endilega að vera stór.“ Alþjóðleg þróun Fyrirtæki um allan heim eru að átta sig betur á þeim atriðum sem þau geta breytt eða bætt til að hafa já- kvæðari áhrif á samfélagið. „Sem dæmi má nefna að Apple, Amazon og Google leitast við að nota ein- göngu græna orku í sín netþjónabú, fyrstu vistvottuðu gallabuxurnar eru komnar á markað og endur- nýttur textíll er alltaf að verða vin- sælli í fatnað. Svo ekki sé minnst á þau áhrif sem nauðungarvinna eða brot á mannréttindum hafa á fyrirtæki. Staðreyndin er sú að við þurfum að vinna saman að bættri heimsmynd. Sinnuleysi í þessum málaflokki getur valdið miklum skaða á ímynd og orðspori fyrir- tækja,“ segir Sandra. Sandra Rán Ásgrímsdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir hjá Mannviti segja mikla verðmætasköpun fólgna í samfélagslegri ábyrgð. Eskja og Síldarvinnslan tóku jákvæð skref með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja sinna. Verðlaunatillaga um rammaskipulag fyrir Lyngássvæði og Hafnarfjarðarveg í Garðabæ. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015-2020 er umhverfismál og lýðheilsumál. BREEAM vistvottun fyrir Urriðaholt eykur lífsgæði íbúanna í hverfinu.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.