Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 42
Árið 2015 hentum við 35 tonnum minna af sorpi en árið 2014 með til- stuðlan verkefnisins Minni sóun. • Með markvissri vinnu náði Nettó að minnka sorp sem annars hefði verið urðað og brennt um 50 tonn árið 2016 og stefnan er að minnka sorpið um 100 tonn árlegra. • Árið 2016 gaf Nettó viðskiptavinum sínum 125 milljónir í afslátt af vörum sem annars hefðu líklega lent í ruslinu. • Árið 2014 björguðum við 10500 trjám með því einu að setja 620 tonn af pappa í endurvinnslu • Farið hefur verið yfir sorpflokkun allra verslana og er full flokkun (almennt sorp – lífrænt – pappi og plast) innleidd þar sem það er mögulegt. • Markmið í sorpflokkun eru: 40% pappi/plast, 50% almennt sorp & 10% lífrænt Skipting í öllu fyrirtækinu er: • 55% almennt sorp (800 tonn) • 5% lífræn flokkun (vantar Norðurland og þá væri þetta 10%) (75 tonn) • 40% pappi og plast til endurvinnslu (550 tonn) • Samkaup skrifuðu undir yfirlýsingu árið 2015 um aðgerðir í loftlags- málum. • Verið er að skoða LED lýsingu í verslanir sem sparar orku. • Allir frystar sem keyptir verða eru með lokum og verið er að loka eldri frystum í verslunum sem leiðir til 40% minni orkunotkunar. • Tilraunarverkefni í lokuðum kælum verslana sem leiðir til 20% minni orkunotkunar. • Orka sem kemur frá kælivélum er nýtt til húshitunar ef kostur er. • Remake orkumælingarkerfi er í innleiðingu sem getur leitt til 10% minni rafmagnsnotkunar. • Burðarpokar verslana innihalda minna plast en hefðbundnir pokar og fjölnotapokar hafa verið teknir í notkun. • Árleg þjálfun í umhverfismálum á sér stað í verslunum í samvinnu við þjónustuaðila Samkaupa. • Rafræn samskipti í bókhaldi og reikningshaldi, Edi samskipti eins og kostur er. Helstu staðreyndir um sorpmál Samkaupa: Helstu staðreyndir í umhverfismálum: 14 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Stuðla að minni matarsóun og flokkun úrgangs Árið 2016 gáfu Samkaup viðskiptavinum sínum 125 milljónir í afslátt af vörum sem annars hefðu líklega lent í ruslinu. Unnið í samstarfi við Samkaup Samkaup eiga og reka versl-unarkeðjurnar; Nettó, Kjör-búðina, Krambúð, Samkaup Strax og Samkaup Úrval. Frá árinu 2007 hefur starfsfólk Samkaupa stöðugt stigið ný skref í umhverfismálum. Allt frá sorp- flokkun og endurnýtingu til orku- sparnaðar og endurnýtingar orku. Í upphafi árs 2015 var umhverfis- stefna fyrirtækisins uppfærð og um mitt ár 2015 tóku Samkaup upp átakið Minni Sóun – Allt nýtt, en tilgangur átaksins er að kynna fyrir viðskiptavinum og starfsfólki hvað unnt sé að gera til að stuðla að minni sóun, flokkun úrgangs og ýmiss konar orkusparnaði. „Því miður hendum við gríðarlega miklu magni af matvöru og sorpi í okkar nútímasamfélagi. Við ákváð- um að sporna við þessu og höfum nú þegar unnið að því að minnka sorp í okkar fyrirtæki. Við höfum unnið að alls kyns orkusparnaði á síðustu árum með sérstökum lok- um á allar frystikistur í verslunum okkar. Nú bætist við Minni Sóun – Allt nýtt – átakið þar sem áherslan er á aukna flokkun og minni sóun matvæla,“ segir Gunna Egill Sig- urðsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs Samkaupa. Nettó býður nú stigvaxandi af- slátt af vörum sem nálgast síðasta söludag. Vöruverð lækkar eftir því sem líftími vöru styttist og stuðlar þetta að minni sóun matvöru. Allt þetta er undir slagorðinu Keyptu í dag – njóttu í dag! „Það felst mikill sparnaður í að nýta allt, minni sóun á sér stað og það er betra fyrir umhverfið. Einfalt er að temja sér innkaup þannig að þú kaupir matvöru til að nota hana samdægurs. Ef við leggjumst öll á eitt þá getum við hlúð betur að jörðinni – við eigum jú bara eina,“ segir Gunnar. Nettó selur mikið af umhverfi- svænni og lífrænni matvöru og ýmis konar sérvöru en, það eru vöruflokkar sem hafa vaxið gríðar- lega á síðustu árum. Þá nýtir fyr- irtækið ýmis tækifæri til að vekja athygli á matarsóun á frumlegan og skemmtilegan hátt. Á Menningarnótt árið 2016 stóð verslunarkeðjan Nettó, sem er í eigu Samkaupa, til að mynda fyrir súpueldhúsi í Hljómskálagarðinum til að vekja athygli á matarsóun og hvetja fólk til að sporna við henni. Súpan var elduð úr hráefni sem var annað hvort að renna út eða var útlitsgallað en samt vel ætilegt. Fjölmiðlakonan Tobba Marinós var ein þeirra sem stóð vaktina í súpueldhúsi Nettó, enda mikil bar- áttukona gegn matarsóun. „Sjálf þurfti ég að læra að versla upp á nýtt og hætta að kaupa vöru með sem lengstan fyrningardag ef ég ætlaði að nota vöruna samdæg- urs. Við þurfum að taka ábyrgð á umhverfi okkar. Eftir að ég tók eftir afsláttarkerfinu hjá Nettó fór ég að hugsa betur út í hvenær ég ætla að nota tiltekna vöru. Mér finnst frá- bært að Nettó taki þátt í þessu og sýni samfélagslega ábyrgð og gott fordæmi. Ég vona að þetta veki fólk til umhugsunar,“ segir Tobba. Nýtum allt & spörum! Nettó stuðlar að minni sóun og býður stigvaxandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag. Vöruverð lækkar eftir því sem líftíminn styttist. 20% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 30 daga og fersk- vöru sem á 2 daga í síðasta söludag. 30% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 15 daga og fersk- vöru sem á einn dag í síðasta söludag. 50% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 7 daga og ferskvara sem er komin á síðasta söludag. 20% AFSLÁT TUR 5 6945 21 60 5438 20% AFSLÁTTUR 5 694521 605438 3 20% AFSLÁTTUR 5 694521 605438 5 www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Búðakór · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Tobba Marinós vaknaði til vitundar eftir að hún tók eftir afsláttarkerfi Nettó og kaupir nú frekar vörur þar sem fyrningardagur nálgast ef hún ætlar að nota þær strax.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.