Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 46
• SÍBS hefur rekið Múlalund frá
árinu 1959 með dyggilegum
stuðningi Happdrættis SÍBS.
• Múlalundur á í samvinnu við
Reykjalund, sem er einnig rek-
inn af SÍBS.
• Múlalundur og Vinnumála-
stofnun vinna vel saman með
hagsmuni starfsmanna að
leiðarljósi. Vinnumálastofnun
aðstoðar fyrirtæki við að taka
í vinnu fólk með fötlun sem
hefur lokið starfsendurhæf-
ingu hjá Múlalundi, auk þess
sem Múlalundur ræður fólk
sem er á biðlistum hjá Vinnu-
málastofnun.
Múlalundur í 58 ár
18 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Vandaðar vörur
sem skapa störf
Múlalundur er elsta og stærsta öryrkjavinnustofa landsins en þar fer fram sala og framleiðsla á almennum
skrifstofuvörum, auk þess sem starfsmenn taka að sér ýmis sérverkefni. Framkvæmdastjóri Múlalundar segir
stuðning viðskiptavina skipta öllu máli fyrir starfsemina.
Unnið í samstarfi við Múlalund
Eitt af því sem mér finnst svo frábært við Múlalund er að hér fær fólk, sem er með skerta starfsorku í
kjölfar til dæmis slyss eða veik-
inda, tækifæri til að sýna hvað í
því býr með því að spreyta sig á
fjölbreyttum verkefnum, skapa
verðmæti og þannig að leggja sitt
af mörkum til atvinnulífsins. Það
er ekki bara gott fyrir einstak-
linginn sjálfan heldur samfélagið
í heild sinni,“ segir Sigurður Vikt-
or Úlfarsson framkvæmdastjóri
Múlalundar, vinnustofu SÍBS.
„Viðskiptavinir panta hjá okk-
ur vörur og við sendum þær til
þeirra daginn eftir. Þetta er í
raun einfaldasta samfélagsver-
kefni sem hægt er að hugsa sér
því fyrirtækin eru að kaupa skrif-
stofuvörur hvort eð er,“ segir
Sigurður.
Múlalundur var stofnaður árið
1959 og er því elsta vinnustofa
sinnar tegundar á landinu. Frá
upphafi hefur markmiðið verið
skýrt: Að veita fólki með skerta
starfsorku atvinnu, en þannig
hafa þúsundir Íslendinga feng-
ið annað tækifæri. Bæði er um
að ræða störf til lengri tíma,
auk þess sem boðið er upp á
vinnuprufur fyrir fólk sem hef-
ur verið án vinnu lengi, í þeim
tilgangi að aðstoða það við að
komast aftur af stað. Á síðasta
ári fengu því alls um 80 einstak-
lingar tækifæri til að spreyta sig á
Múlalundi.
Sigurður segir stuðn-
ing viðskiptavina mikilvægan
starfseminni. „Það er ekkert
launungarmál að starfssemin
stendur og fellur með viðskipta-
vinum okkar. Að hún er háð því að
fyrirtæki, stofnanir og einstak-
lingar kaupi af okkur.“ En hann
segir sífellt fleiri gera það, ekki
síst vegna þess að þeir skilji
hvaða jákvæðu áhrif það hefur.
„Þeir gera sér einfaldlega grein
fyrir því að meiri viðskipti skapa
fleiri verkefni og störf hjá okkur.
Að með því að versla við okkur
eru þeir leggja sitt á vogarskál-
arnar í því að fólk fái vinnu. Hver
króna skiptir máli. Margir standa
sig vel í því að axla þessa samfé-
lagslegu ábyrgð.“
En hvers konar vörur framleið-
ir Múlalundur? „Þegar stórt er
spurt,“ svarar Sigurður og bros-
ir. „Ja, í stuttu máli sagt seljum
við allt fyrir skrifstofuna, allt
frá möppum og plastvösum yfir
í penna og ritföng; bæði eigin
framleiðsluvörur og vörur sem
við kaupum annars staðar frá.
Þær eru Múlalundi mikilvægur
fjárhagslegur styrkur. Almennt
erum við samkeppnishæf í verð-
um, stundum ódýrari en gengur
og gerist, og vöruúrvalið það gott
að hér eiga viðskiptavinir að finna
allar almennar skrifstofuvörur.“
Verkefnin og viðskiptavinirnir
eru af ýmsum toga og segir Sig-
urður innflytjendur, bílaumboð
og ferðaþjónustu vera að koma
sterkt inn. Þannig framleiði Múla-
lundur vandaðar kápur utan um
prófskírteini útskriftarnema fyrir
framhaldsskóla og háskóla, vörur
fyrir flugfélög og hótel, svo sem
upplýsingamöppur fyrir hótelher-
bergi, plastkápur utan um ferða-
bækur og ferðakort og líka kápur
utan um matseðla svo fátt eitt sé
nefnt. Auk þess taki starfsmenn
að sér ýmis önnur verkefni. „Við
pökkum inn, plöstum og póst-
leggjum – í raun allt sem krefst
mikillar handavinnu,“ segir hann.
Þá skipti langtímaverkefni
sköpum en í því samhengi bend-
ir Sigurður á að árlega framleiði
Múlalundur til dæmis sýnapoka
fyrir Landspítalann ásamt því
raða fylgigögnum með greiðslu-
kortum Landsbankans í umbúðir.
Þessum verkefnum hafi vinnu-
stofan sinnt um árabil og þau séu
því starfseminni mikilvæg.
Hann segir Múlalund ávallt opin
fyrir nýjum verkefnum. „Við erum
alltaf tilbúin að taka að verkefni
sem kalla á handavinnu og jafn
vel hluta úr framleiðslu fyrir-
tækja, bæði til lengri og skemmri
tíma. Nýlega hófum við að líma
íslenskar leiðbeiningar og strik-
amerki á vörur fyrir Stillingu og
henta slík verk okkur vel. Við
erum í raun alltaf að leita nýrra
leiða til að styrkja starfsemina og
ég vill taka það fram að við erum
mjög þakklát þeim sem versla við
okkur. Þeir gera okkar fólki kleift
að leggja sitt af mörkum til at-
vinnulífsins.“
Nánar á www.mulalundur.is.
Sigurður Viktor Úlfarsson segir tækifæri til vinnu mikilvægan
enda markmiðið að koma sem flestum út á vinnumarkaðinn.
Í því samhengi skiptir stuðningur viðskiptavina sköpum.
„Fyrirtæki eru að versla þessa vöru hvort sem er, en með
því að kaupa hana hjá okkur eru þeir að leggja mikilvægu
samfélagsverkefni lið. Þetta er afskaplega einföld leið til að
láta gott af sér leiða.“