Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 30
Fyrirtækin
axli ábyrgð á
afleiðingum af
rekstri sínum
Ferðamenn sem koma til Íslands
eru að leita að óspilltri náttúru, ör-
uggu umhverfi og jákvæðri upplif-
un. Langflestir eru ánægðir þegar
þeir snúa aftur heim á leið, með
stjörnur í augum yfir náttúrufegurð
landsins og yfir sig hrifnir af gest-
risni og vinsemd Íslendinga. Þó eru
dæmi um að ferðaþjónustuaðilar
beri ekki virðingu fyrir viðkvæmri
náttúru, tefli öryggi ferðamanna í
hættu, brjóti á starfsfólki eða noti
ferðamannastaði heimamanna án
þess að þar verði eftir neinn virð-
isauki. Þessi dæmi um óábyrgu
svörtu sauðina koma óorði á Ísland
sem ferðamannastað valda skaða.
Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjón-
ustu var staðfest af forsvarsfólki
yfir 270 fyrirtækja í Háskólan-
um í Reykjavík þann 10. janúar
að viðstöddum forseta Íslands,
Guðna Th. Jóhannessyni, sem
er verndari verkefnisins. Það eru
Festa – miðstöð um samfélagsá-
byrgð og Íslenski ferðaklasinn sem
standa að verkefninu í samstarfi
við Ferðamálastofu, SAF, Íslands-
stofu, Stjórnstöð ferðamála, Mark-
aðsstofur landshlutanna, Höfuð-
borgarstofu og Safetravel.
Ábyrg ferðaþjónusta er hvatn-
ingarverkefni um að fyrirtæki
tengd ferðaþjónustu sammælist
um nokkrar skýrar og einfaldar að-
gerðir um ábyrga ferðaþjónustu.
Áhersluþættirnir eru:
1. Ganga vel um og virða náttúr-
una.
2. Tryggja öryggi gesta okkar og
koma fram við þá af háttvísi.
3. Virða réttindi starfsfólks.
4. Hafa jákvæði áhrif á nærsam-
félagið.
Fyrirtækin þurfa að setja sér
markmið um þessa þætti, mæla
árangurinn og birta hann reglu-
lega. Þeim býðst í kjölfarið að taka
þátt í fræðsludagskrá allt þetta ár
þar sem gefin eru hagnýt ráð til að
setja fram markmið og aðgerðir um
samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Fyrirtæki af öllum stærðum geta
tekið þátt í Ábyrgri ferðaþjón-
ustu. Lítið fjórhjólafyrirtæki getur
sett sér markmið um að aka ekki
utan slóða á viðkvæmum jarðvegi,
fara ekki af stað með ferðamenn í
norðurljósaferð ef veður er tvísýnt
eða þungskýjað, greiða starfsfólki
fyrir allt vinnuframlag þess og
taka þátt í árlegum hreinsunardegi
í fjörunni í nálægð þar sem ekið
er með ferðamenn, eða styðja við
stefnumótun í bæjarfélaginu og
sýna þannig ábyrgð í nærsamfé-
laginu.
Ferðaþjónusta til sóma
Söguleg yfirlýsing 270 fyrirtækja um ábyrga ferðaþjónustu.
Skinnfiskur ehf. | Hafnargata 4a | 245 Sandgerði | www.skinnfiskur.is
Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri
Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð,
segir að fyrirtæki séu farin að huga meira að
því hvernig þau skapa tekjur í stað þess að
einblína á gróðann.
S
amfélagsleg ábyrgð
fyrirtækja er málefni
sem alltaf hefur verið
til en hefur verið meira
og meira í umræðunni
á undanförnum árum,“ segir
Ketill Berg Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Festu, miðstöðvar
um samfélagsábyrgð.
Ketill hefur verið fram-
kvæmdastjóri Festu í fjögur ár en
hann er jafnframt stundakennari
í viðskiptasiðfræði og samfélagsá-
byrgð við Háskólann í Reykjavík.
Hann er fyrst spurður að því hvað
samfélagsábyrgð fyrirtækja sé.
„Með einföldum hætti má segja
að samfélagsábyrgð fyrirtækja
snúist um það að fyrirtækin axli
ábyrgð á afleiðingum af rekstri
sínum. Taki ábyrgð á afleiðing-
um af rekstrinum á umhverfið og
náttúruna og samfélagið, það er
að segja fólk,“ segir Ketill.
Hann segir að öll fyrirtæki hafi
áhrif. Þau áhrif eigi til að mynda
við um hliðaráhrif eins og þau að
nota vegi.
„Í einhverjum tilvikum menga
þau og skilja þannig eftir áhrif.
Þetta snýst mikið um það að
fyrirtæki hugsi ekki bara um
að græða peninga fyrir eigend-
urna heldur líka um hvaða áhrif
reksturinn hefur á samfélagið
sem þau starfa í.“
Ketill segir að samfélagsábyrgð
fyrirtækja sé í raun regnhlíf-
arhugtak um marga þætti.
Samfélagsábyrgðin snúi að um-
hverfismálum, samfélagsmálum –
hvernig komið sé fram við starfs-
fólk og mannréttindamálum – að
nærsamfélaginu og að vörum
og þjónustu fyrirtækja – eru þau
ábyrg og örugg og er nokkuð ver-
ið að svína eða svindla á neytend-
um?
„Það sem er sérstakt við hug-
myndafræðina á bak við samfé-
lagsábyrgð fyrirtækja er að hún
fjallar bæði um málefni sem tekið
er á í lögum en líka málefni sem
ekki er búið að setja lög og reglur
um. Þetta er tengt umræðu um
siðferði, hvernig er rétt að koma
fram. Á Íslandi var umræðan á
árunum fyrir hrun þannig að það
fyrsta sem kom upp í hug þegar
rætt var um samfélagsábyrgð fyr-
irtækja voru styrkir til góðgerðar-
mála. Menn létu sem þeir væru
rosa góðir af því þeir gáfu til góð-
gerðarmála. Þá var ekki verið að
huga að starfseminni sjálfri.
Undanfarið hefur þetta snúist
meira yfir í það að fyrirtækin
huga að því hvernig þau skapa
tekjurnar, ekki hvernig þau eyða
peningunum sem þau afla. Held-
ur hvernig þau fara að því að
starfa.
Það er verið að reyna að skil-
greina árangur fyrirtækja upp
á nýtt. Í stað þess að mæla bara
í krónum og aurum er árangur
fyrirtækja líka mældur í þeim
áhrifum sem þau hafa á náttúru
og samfélagið.“
Hvernig er staðan á Íslandi?
„Íslensk fyrirtæki hafa að mörgu
leyti staðið sig vel en það er að
ýmsu að huga og alltaf hægt að
gera betur. Til dæmis í umhverfis-
málum. Við búum við það að get-
að notað endurnýtanlega orku og
erum með mikið af ómengandi
starfsemi. En við erum samt sem
áður alltaf að sjá það betur og
betur að við þurfum að fara afar
vel með þessar náttúruauðlindir.
Þetta er ekki sjálfgefið.
Svo kemur að þessum félags-
legu þáttum. Ísland er mjög fram-
arlega þegar kemur að jafnfréttis-
málum kynjanna en við erum
samt sammála um að þurfum að
gera enn betur. Dæmi um áhrifin
eru að í vikunni fengum við nýja
ríkisstjórn og það fyrsta sem nýr
félagsmálaráðherra talar um
er jafnlaunavottun. Það er gott
dæmi um samfélagsábyrgð.“
Á þessu ári verður stór breyting
hér á landi þegar í fyrsta skipti
reynir á ný ársreikningalög sem
skikkar fyrirtæki með 250 starfs-
menn og fleiri til að gefa út sam-
félagsskýrslu árlega.
„Þá munu félög fjalla um áhrif
sín á umhverfið og samfélagið í
ársskýrslum sínum. Þetta verður í
fyrsta skipti í ársskýrslunum sem
koma á næstu mánuðum. Þetta
verða miklar breytingar.“
Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, segir að íslensk fyrirtæki hafi að mörgu leyti staðið sig vel varðandi samfélagsá-
byrgð sína en alltaf sé hægt að gera betur. Mynd | Hari
Ísland er
mjög framar-
lega þegar kemur
að jafnfréttismálum
kynjanna en við
erum samt sammála
um að þurfum að
gera enn betur.
2 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA