Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 19
| 19FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017 Hægfara þróun Það þurfti lögbrot og viðurkenn- ingu glæpsins til að þoka þessum málum áfram í Hollandi á sínum tíma. Árið 1973 var hollenski lækn- irinn Truus Postma ákærð fyrir að hjálpa fársjúkri móður sinni að deyja, eftir að hafa sjálf upplýst yf- irvöld um verknaðinn. Málið vakti mikla athygli, umræðan fór á flug en dómurinn sem læknirinn hlaut var mjög vægur. Hollenskt samfélag er frjálslynt að mörgu leyti og Rob Jonquière segir að umræða um dánaraðstoð innan heilbrigðisgeirans hafi ver- ið mikil allt frá áttunda áratugn- um og fram að lagasetningunni 2002. „Ráðherrann sem kom þeim í gegn nýtti tækifæri sem gafst þegar Kristilegir demókratar, sem eru sögulega valdamikill flokkur í Hollandi, voru utan ríkisstjórnar en þeir lögðust einna harðast gegn lögunum,“ segir Jonquière. „Slík aðstoð hafði verið veitt í Hollandi en utan við ramma laganna. Það má því segja að forsaga lagasetn- ingarinnar hafi verið um þrjátíu ára löng.“ Rob Jonquière segir að í dag ríki nokkuð góð sátt í Hollandi um þetta snúna málefni. „Frjálslyndið í Hollandi gerði landið að fyrir- taks stað til að þróa þessi mál en lögin voru mjög mikilvægt skref. Í dag eru flestir landsmenn ánægðir með kerfið sem hefur verið byggt upp í kringum þessi mál. Auðvitað eru einhverjir enn á móti dánarað- stoð en þá er einkum að finna inn- an rétttrúaðra og lítilla kristinna hópa. Kristilegir demókratar hafa til dæmis breytt afstöðu sinni og vilja standa við þá lýðræðislegu ákvörðun sem felst í lögunum.“ Hvernig viltu deyja? Flest erum við hrædd við dauðann en líklega eru allir hræddir við erfitt dauðastríð. Þessi hræðsla er skiljanleg, að mati Jonquière. „Ég er á því að það fyrsta sem við ættum að spyrja lækna og hjúkr- unarstarfsfólk að þegar það hefur nám er hvernig þau sjálf vilji deyja og láta þau velta fyrir sér dauða- stríði sjúklinganna sem þau koma til með að vinna með. Hins vegar er dauðanum oft ýtt til hliðar, líka í læknanámi, enda er það mann- legt að eiga erfitt með að tala um hann. Starf mitt sem fjölskyldu- læknis snérist um að fylgja skjól- stæðingum mínum í gegnum allt lífið og hjálpa þeim að takast á við áskoranir og þrautir lífsins. Þegar sjúklingurinn fær síðan banvæn- an sjúkdóm er auðvelt að setja höf- uðið í sandinn og leiða staðreynd- ir hjá sér. Hins vegar reyni ég að setjast niður með skjólstæðingn- um og fá hann til að hugleiða það hvert stefnir. Það getur verið sárs- aukafullt og erfitt en raunsætt sjón- arhorn er mikilvægt. Ég býð ekki upp á dánaraðstoð heldur reyni ég að opna á þann möguleika, svo að viðkomandi geti gert upp við sig á hvaða máta hann kýs að deyja. Hann getur þá líka gert upp óupp- gerð mál í lífi sínu og hvatt ástvini sína skýr í kollinum í stað þess að hverfa inn í mók verkjastillandi lyf- ja á síðustu dögunum þegar full- komlega er ljóst hvert stefnir. Þetta vona ég að fleiri og fleiri læknar sjái sem réttu nálgunina á dauðastríð- ið. Dauðinn verður að vera eðlileg- ur hluti af samtali læknis og alvar- lega veiks sjúklings. Þetta hefur þróast í Hollandi á undanförnum áratugum, en sú þróun hefur líka tekið 30 til 40 ár.“ Íslenskt samhengi Dánaraðstoð er stranglega bönnuð á Íslandi en í könnun sem Sið- mennt fól Maskínu að gera í nóv- ember árið 2015 var spurt um það hvort svarendur væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti „fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt ef hann væri haldinn ólækn- andi sjúkdómi.“ Þar sögðust þrír af hverjum fjórum hlynntir dánarað- stoð en aðeins um 7% andvíg. „Ef Íslendingar vilja stíga skref til að lögleiða dánaraðstoð er mikilvægt að stuðla að opinni og upplýstri umræðu,“ segir Rob Jonquière. „Fagfólk í heilbrigðis- stéttum þarf að taka þessa umræðu í sínum hópi en hún verður líka að fara fram víðar í samfélaginu. Ég er viss um að margir læknar horfa svo á að vegna þess að dánaraðstoð er ekki lögleg þá telji þeir sig ekki þurfa að leiða hugann að henni. Um leið er ég líka viss um að lækn- ar sem vinna með alvarlega veikum einstaklingum hafa oft velt því fyr- ir sér hvenær lífsgæðin eru orðin það lítil að þeir álíti morfíngjöf og svefn ekki nægilegt eða rétt úrræði til að lina þjáninga. Yfirleitt vilja sjúklingar frekar vera með meðvit- und og ná að kveðja ástvini sína og síðan yfirgefa þennan heim. Dánar- aðstoð er líkn þeim sem vilja haga málum þannig. Í þessum efnum þarf hins vegar að opna umræðuna og fjalla um þessi siðferðilegu álitamál og reynslu annarra þjóða á sem flest- um sviðum samfélagsins. Mín reynsla af þessum málum segir mér að stjórnmálin fylgi í humátt á eftir veruleikanum. Stjórnmál- in lögleiða yfirleitt ekki neitt sem ekki er til staðar í samfélaginu. Það getur verið snúið og erfitt að tala um þessi mál, en hvorki umræðan né niðurstaðan verður til á einni nóttu,“ segir Rob Jonquière. Hollenski læknirinn Geertruida Postma vakti heimsathygli þegar hún viðurkenndi árið 1973 að hafa aðstoðað móður sína við að deyja. Hún hlaut vikulangan skilorðsbundinn fangelsisdóm en málið lagði grunn að núverandi stöðu dánaraðstoðar í Hollandi. Krabbamein helsta ástæða dánaraðstoðar Krabbamein 72,5% Annað 7,6% Taugasjúkdómar 5,6% Hjarta- og æðasjúkdómar 4,2% Öndunarfæra- sjúkdómar 3,8% Margskonar mein 3,3% Elliglöp 2,0% Geðsjúk- dómar 1,0% Við ferðuðumst heimshorna á milli í leit að baunum í nýjustu kaffiblönduna okkar. Mikið brennt og kröftugt kaffi sem vekur bragðlaukana. leggur heiminn að vörum þér EXPRESSÓ Dökkur kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a NÝTT

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.