Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 45
17 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Fyrirtækið er hluti
af samfélaginu
Gagnkvæmur ávinningur markmiðið.
Unnið í samstarfi við IKEA
Hjá IKEA er lögð áhersla á að sinna samfélags-legri ábyrgð á fjöl-breyttan hátt. „Samfé-
lagsleg ábyrgð fyrirtækja snýst
í huga margra eingöngu um að
veita styrki en hún er svo miklu
meira. Undir hattinn „samfélag-
ið“ í starfsemi IKEA á Íslandi falla
viðskiptavinir, starfsfólk, umhverf-
ið – bæði nærumhverfi og í víðara
samhengi,“ segir Guðný Camilla
Aradóttir, markaðs- og umhverfis-
fulltrúi IKEA á Íslandi. „Að sýna
samfélagslega ábyrgð snýst um að
vera í góðu sambandi við sveitarfé-
lagið sem við störfum í, ganga vel
um umhverfið og stuðla að því að
aðrir geri það líka.“
Fríar barnamáltíðir í 6 ár
Að sögn Guðnýjar lítur IKEA svo
á að fyrirtækið sé hluti af samfé-
laginu og þurfi þannig að hafa sín-
um rekstri þannig að það sé gagn-
kvæmur ávinningur samfélagsins
og fyrirtækisins af rekstrinum. „Við
sinnum þessu nokkuð vel. Út á við
veitum við styrki til ýmissa málefna
og sú vinna er í gangi allt árið. Við
höfum lagt áherslu á að styrkja
sérstaklega málefni sem tengj-
ast börnum, menningu og hönnun.
Þetta eru málefni sem eru okkur
kær, og börnin þá sérstaklega,“
segir Guðný og tiltekur sérstak-
lega starfsemi Slysavarnahússins
sem IKEA hefur stutt dyggilega
um árabil. „Þar hefur náðst gríðar-
lega góður árangur þannig að við
erum afar stolt af því samstarfi.“
Eftir hrun, veturinn 2008, tók IKEA
ákvörðun um að gefa barnamáltíðir
á veitingastaðnum til að létta undir
með barnafjölskyldum. „Þótt engin
tímamörk hafi verið á tilboðinu,
þá óraði engan fyrir að það myndi
endast eins lengi og raun ber vitni,
eða út ágúst 2014,“ segir Guðný.
Gera daglegt líf þægilegra
Vöruverði í IKEA er breytt einu
sinni á ári, við upphaf nýs rekstr-
arárs. „Nú hefur allt verð verið
lækkað nokkur ár í röð. Rekstur-
inn gengur vel og það hefur verið
svigrúm til að taka þá afstöðu að
sýna samfélagslega ábyrgð með
því að lækka vöruverð. Við finn-
um það að fólk veit af þessu og
kann að meta þetta, þótt alltaf séu
þeir sem sjá bara það neikvæða
í öllu, en þeir eru í miklum minni-
hluta. Grunnurinn að hugmynda-
fræði IKEA er að gera daglegt líf
þægilegra fyrir sem flesta og það
er í raun og veru unnið að því í allri
starfseminni, til dæmis með því að
standa á þennan hátt með neyt-
endum.“
Fjölmörg námskeið í boði
Hjá IKEA starfa 350 manns frá 22
löndum í afar fjölbreyttum störf-
um og Guðný leggur áherslu á að
stór hluti af því að sýna samfé-
lagslega ábyrgð sé að vera góður
vinnustaður. „Það hefur verið lögð
áhersla á að taka vel á móti er-
lendum starfsmönnum og fá þeir
til dæmis fría íslenskukennslu á
vinnutíma. Það auðveldar þeim
auðvitað að eiga samskipti við yf-
irmenn og samstarfsfólk, en ekki
síður að vinna sig upp ef áhugi er
fyrir því,“ segir Guðný en fjölmörg
námskeið eru í boði fyrir allt starfs-
fólk IKEA og eru til dæmi um að
fólk hafi umbylt lífi sínu með því að
nýta sér það sem boðið er upp á
gegnum fyrirtækið.
13. mánuðurinn borgaður
IKEA var fyrsta fyrirtækið sem
hlaut jafnlaunavottun VR. „Hér
er enginn á lágmarkslaunum.
Starfsfólkið hefur fengið að njóta
þegar vel gengur og það hafa verið
veittar nokkrar launahækkanir til
viðbótar við lögbundnar hækkan-
ir undanfarin ár. Nýjasta dæmið
er svo greiðsla á 13. mánuðinum
á næsta ári en tilkynnt var síðla á
síðasta ári að starfsfólk IKEA fengi
þrettánda mánuðinn greiddan í lok
rekstrarársins næsta haust ef viss
markmið næðust. Það stefnir allt í
það og því má búast við að starfs-
fólk njóti þess í haust,“ segir Guð-
ný og bætir við að þess utan bjóði
fyrirtækið upp á árlega heilsufars-
skoðun, fría ávexti og hollan mat í
mötuneytinu, svo eitthvað sé nefnt.
Umhverfismálin skipta máli
IKEA á Íslandi starfar samkvæmt
umhverfisstefnu IKEA á heims-
vísu, en hefur einnig sínar áhersl-
ur. „Umhverfismálin eru auðvitað
mikilvæg og markmiðið er alltaf að
nýta vel hráefni og minnka sóun,
hvort sem talað er um skrifstofu-
pappír eða matvæli á veitinga-
staðnum. Við höfum einnig komið
upp hleðslustæðum fyrir rafbíla,
bæði fyrir viðskiptavini og starfs-
fólk, og enn stendur til að fjölga
þeim í vor. Það er líka svolítil yfir-
lýsing af okkar hálfu. Við bindum
vonir við að bílafloti landsmanna
sé að rafvæðast. Við setjum upp
hleðslustæði til að segja að við telj-
um að rafbílar eigi að vera hluti af
þessu daglega lífi sem er okkar ær
og kýr – að þeir eigi að vera fyrir
alla,“ segir Guðný og undirstrikar
að viðskiptavinir IKEA séu almenn-
ingur þessa lands.
Hleðslustæði fyrir rafbíla viðskiptavina.
Guðný Camilla Aradóttir, markaðs-
og umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi.
Störfin í IKEA eru afar fjölbreytt.