Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 36
8 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Samstarf við kakóbændur á Fílabeinsströndinni Nói Siríus á í ábyrgu samstarfi við Cocoa Horizons, samtök sem styðja við kakóbændur með fræðslu og stuðla að betri framleiðsluháttum og bættri lífsafkomu þeirra. Unnið í samstarfi við Nóa Siríus Nói Siríus hefur í nærri 100 ár séð Íslendingum fyrir góðgæti á gleði-stundum. Súkkulaði er aðalframleiðsla fyrirtækisins og hráefnið er að hluta innflutt frá suðrænum löndum. Auðjón Guð- mundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa, segir að kakósmjörið sem notað er í súkkulaðið komi frá Fílabeins- ströndinni. Þar á fyrirtækið í ábyrgu samstarfi við Cocoa Horizons, samtök sem hafa að markmiði að styðja við sjálfbær- an kakólandbúnað og stuðla að fræðslu, framsæknum fram- leiðsluháttum og bættri lífs- afkomu kakóbænda. En hvað þýðir slík samvinna um samfé- lagsábyrgð fyrir fyrirtæki eins og Nóa Siríus. „Nói Siríus er í grunninn fjöl- skyldufyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldna í nærri 100 ár. Það er byggt á þeim grunni að þetta snúist ekki bara um að stunda viðskipti heldur sé hluti af lífinu sem þýðir að fyrirtækið þurfi að sýna ábyrgð í verki og skila þeirri sýn áfram til næstu kynslóðar.“ Fullorðinsfræðsla og jákvæð áhrif á lífsafkomu Auðjón segir að samstarfið við Cocoa Horizons hafi komið til í kjölfar langrar yfirlegu og heim- sóknar til kakóbænda. „Við flytjum inn kakó og kakósmjör, sem er aðalhráefnið okkar, frá Fílabeinsströndinni. Við völdum að starfa með Cocoa Horizons eftir ítarlega skoðun þar sem teymi frá okkur fór til Fílabeinsstrandarinnar og fór vel yfir það sem verið er að vinna að þar. Þetta samstarf hefur reynst ákaflega vel og við sjáum að hag- ur fyrirtækisins og framleiðend- anna fer þar saman.“ Cocoa Horizons stendur meðal annars fyrir fullorðinsfræðslu til bænda. Auðjón segir að sú nálgun samtakanna sé stór hluti af því að Nói hafi valið að vinna með þeim. „Í dag er hægt að velja úr margs konar vottunum og sam- starfsleiðum til að stuðla að samfélagslegri ábyrgð. En það sem sannfærði okkur um Cocoa Horizons var sú langtímahugs- un sem birtist í starfinu. Þetta er ekki bara hefðbundin fram- leiðsluvottun heldur hefur það að markmiði að bændurnir hagnist á samstarfinu og að það sé ýtt undir sjálfbærni og þróun, bæði í kakóframleiðslunni sjálfri og í samfélaginu í heild. Það sem við sáum á staðnum var að þetta ver- kefni hefur mikil og jákvæð áhrif sem skila sér í betri lífsafkomu fyrir bændur, meiri uppskeru og betri afurðum.“ Markvisst unnið að því að bæta samfélagið allt Auðjón segir að það hafi kom- ið á óvart hvað starfsemi Cocoa Horizons sé víðtæk en að hún ein- skorðist ekki við kakóframleiðsl- una sjálfa. „Það kom ánægjulega á óvart að sjá hversu langt þetta starf teygir sig. Það er unnið mjög markvisst að því að bæta samfé- lagið allt. Þar á ég til dæmis við að það er verið að leggja mikið í að bjóða upp á betri menntun og tryggja aðgengi fólks að heil- brigðisþjónustu, tryggja aðgang að hreinu vatni með því að grafa brunna, kenna bændum að nýta landið betur og byggja upp inn- viði samfélaganna. Við erum mjög ánægð fyrir okkar leyti hjá Nóa að geta lagt okkar af mörkum til svona uppbyggingar. Það skiptir líka miklu máli að allt þetta ferli er mjög gagnsætt, þannig að það er auðvelt að fylgjast með því í hvað fjármunirnir fara og hvað er verið að gera.“ Neytandinn á að geta keypt vörur með góðri samvisku En hvaða máli skiptir áhersla á samfélagsábyrgð fyrir fyrirtækið sjálft og ekki síður neytendur á Íslandi? „Það skiptir tvímælalaust mjög miklu máli. Í fyrsta lagi skiptir það miklu máli fyrir fyrirtækið sjálft, eins og ég nefndi áðan, ekki bara út frá rekstri eða slíku heldur vegna þess að það er og hefur verið skýr sýn hjá eigendum fyr- irtækisins í áratugi að leggja sitt af mörkum. Í öðru lagi eru neytendur í nú- tíma samfélagi orðnir meðvitaðari um ábyrgð fyrirtækja gagnvart svona hlutum og vilja að þær vör- ur sem þeir kaupa endurspegli þeirra vilja til að byggja upp en ekki skaða. Neytandinn á að geta keypt vörur með góðri samvisku, ef við getum orðað það svo, þá meina ég að hluti af loforði Nóa til neyt- andans er að neysla hans verði ekki öðrum til skaða. Þetta kemur líka inn á frjálst val neytandans á vöru. Samfélagsábyrgð virkar þess vegna í báðar áttir því að ábyrgð fyrirtækisins og neyt- andans liggja saman. Fyrirtækið gefur neytandanum val og neyt- andinn veitir fyrirtækinu aðhald. Hvort tveggja er mikilvægt. Í þriðja lagi þá er það einnig út frá persónulegum nótum góð tilfinning að vera starfsmaður hjá fyrirtæki sem lætur gott af sér leiða og vinnur að jákvæðum og uppbyggilegum hlutum sem varða samfélagið.“ Minnka sóun af umbúðum Áhersla Nóa Siríus á samfélagsá- byrgð kemur einnig fram í starf- semi fyrirtækisins hér á landi en á undanförnum árum hefur fyrir- tækið styrkt fjölda verkefna með ýmsum hætti ásamt því að því að bæta aðra þætti varðandi vörur fyrirtækisins. „Við höfum til dæmis verið að vinna að því að minnka sóun sem verður af umbúðum, bæði innan fyrirtækisins og af vörunum sjálf- um. Umhverfismál skipta okkur miklu máli og þau krefjast þess að við séum sífellt að horfa á það hvernig við getum gert betur. Við veljum vistvænni umbúðir um- fram aðrar og veljum framleiðend- ur sem skilja eftir sig sem minnst kolefnisspor í umbúðaframleiðsl- unni.“ Auðjón segir að íslensk fyrir- tæki séu almennt að standa sig vel þegar kemur að samfélags- legri ábyrgð. „Í heildina tel ég að fyrirtæki séu orðin vel vakandi gagnvart þessu. Það er kannski í þessu eins og öðru að það kemst hratt í um- ræðuna þegar eitthvert sinnuleysi hjá fyrirtækjum kemur upp á yfir- borðið. Mín upplifun er sú að flest fyrirtæki séu að sýna ábyrgð, en það eru hins vegar alltaf umbóta- tækifæri og möguleikar hjá öllum á að gera betur. Þetta er sífelld vinna sem að hættir aldrei, en það er það sem gerir þetta áhugavert og krefjandi og ýtir undir viljann til að gera betur. Og það er að sjálfsögðu mjög jákvætt.“ Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Nóa: „Hluti af loforði Nóa til neytandans er að neysla hans verði ekki öðrum til skaða.“ Starfsmenn Nóa Síríus fóru til Fílabeinsstrandarinnar til að kynna sér starfsemi samstarfsfyrirækis síns, Cacao Horizons. „Þetta er ekki bara hefðbundin framleiðsluvottun heldur hefur það að markmiði að bændurnir hagnist á samstarfinu og að það sé ýtt undir sjálfbærni og þróun, bæði í kakóframleiðslunni sjálfri og í samfélaginu í heild.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.