Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 48
20 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Neyðarlínan sýnir samfélagsábyrgð í verki Neyðarlínan hefur lagt sig fram um að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki allt frá stofnun 1995. Unnið í samstarfi við Neyðarlínuna Þórhallur Ólafsson fram-kvæmdastjóri segir það mikilvægan hluta af fyr-irtæki í slíkri þjónustu að leggja sig fram um að sýna samfé- lagslega ábyrgð. „Samfélagsleg ábyrgð Neyðar- línunnar felst í því að vinna að auknum lífsgæðum almennings með því að bjarga mannslífum og verja umhverfi, eignir og mannvirki landsmanna. Vel þjálfað og hjálp- samt starfsfólk stuðlar ennfrem- ur að því að draga úr afleiðingum slysa og náttúruhamfara. Með starfsemi sinni sem og markviss- um forvörnum og fræðslu skilar fyrirtækið miklum arði til samfé- lagsins,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir samfélagslega ábyrgð vera samþætta stefnu og starfsháttum Neyðarlínunnar sem vill með stefnu sinni auka jákvæð áhrif af starfseminni til heilla fyr- ir samfélagið allt. Sem dæmi um annan vettvang þar sem fyrirtæk- ið sýnir samfélagslega ábyrgð vill Þórhallur nefna græna samgöngu- stefnu fyrirtækisins. „Neyðarlínan hefur græna sam- göngustefnu þar sem starfsfólki býðst að fá greitt sem nemur að- gangi að almenningssamgöngum gegn því að 60% ferða til og frá vinnu séu farnar með öðrum hætti en á einkabíl og lætur nærri að helmingur starfsmanna nýti sér þann möguleika. Stór hluti starf- semi Neyðarlínunnar felst í rekstri fjarskiptastaða fyrir neyðar- og öryggisfjarskipti. Rekur fyrirtækið þannig fjarskipti á um 200 stöðum, og þar af eru 70 á sumum helstu veðravítisstöðum landsins. Þessa staði þarf að knýja með rafmagni og þjónusta nokkuð reglulega. Vegna þessa rekur Neyðarlínan fjöldann allan af dísilrafstöðvum (flestum þó bara til þrautavara) og fjallatrukka. En í mótvægisskyni hefur fyrirtækið gert samning við Kolvið hf. um að kolefnisjafna alla olíubrennslu rafstöðva og bíla og ennfremur stefnir fyrirtækið stöðugt í átt að minni dísilnotk- un til framleiðslu rafmagns, með síaukinni notkun sólar- vinds- og vatnsafls smávirkjana. Þannig hefur á síðustu fjórum árum tekist að minnka notkun díselolíu til raf- magnsframleiðslu um nærri 80%,“ segir Þórhallur. „Svo má líka geta þess að Neyðarlínan er aðili að Festu, mið- stöð um samfélagsábyrgð, og í nóvember 2015 varð Neyðarlínan eitt af 103 fyrirtækjum og stofn- unum til að skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál þar sem fyrirtæk- ið skuldbindur sig til að setja sér markmið og grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og myndun úrgangs. Neyðarlínan hefur einnig tekið virkan þátt í að auka öruggt að- gengi alls almennings að sím- kerfum til að geta á öllum stund- um hringt eftir aðstoð. Þar hefur fyrirtækið ítrekað beitt sér þannig að um munaði. Eins og t.d. að taka að sér að sjá um að ljúka hring- tengingu ljósleiðara á Vestfjörð- um, uppsetningu fjarskiptastaðar á norðanverðum Ströndum, auk fjölda annarra smærri ljósleiðara og rafvæðingarverkefna.“ Frá árinu 2004 hefur Neyðarlín- an unnið ötult starf í samstarfi við Barnaverndarstofu við að kynna neyðarnúmerið 112 sem barna- verndarnúmer og nú koma um 6% allra barnaverndartilkynninga inn gegnum 112. Þá hefur Neyðarlínan fengið Jafnlaunavottun VR, staðist allar síðari úttektir, og hefur nú sótt um að fá gerða hjá sér jafnlauna- úttekt. Neyðarlínan sinnir neyðarútköllum allan sólarhringinn en er jafnframt meðvitað og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Mynd | sigosig Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hleypir vatni á eina af smávirkjunum fyrirtækisins. Hér er verið að setja upp fjarskiptastað á Finnbogastaðafjalli við Norðurfjörð á Ströndum í sumar. Fyllsta jafnræðis gætt hjá KPMG Mannauður, miðlun þekkingar, umhverfisvitund og samfélag. Unnið í samstarfi við KPMG KPMG er stórt alþjóð-legt félag en á heims-vísu starfa um 189.000 manns hjá félaginu í 152 löndum. Á Íslandi telst það einnig til stærri félaga en nú starfa um 280 manns á Íslandi á 17 stöðum á landinu. „Það hefur lengi verið stefna hjá KPMG að vera samfélagslega ábyrgt félag og má sem dæmi nefna að hið alþjóðlega KPMG hefur verið aðili að Global Compact Sam- einuðu þjóðanna frá 2002. Með veganesti KPMG Global höfum við hér hjá KPMG á Íslandi unnið að samfélagsábyrgð félagsins með margvíslegum hætti,“ segir Jóhanna Kristín Guðmundsdótt- ir, markaðsstjóri KPMG á Íslandi. Jafnréttisáætlun í fjölda ára Stefna KPMG í samfélagsá- byrgð byggist upp á fjórum meginstoðum; mannauði, miðlun þekkingar, umhverfisvitund og samfélagi. „Í mannauðsmálum horfum við t.d. til jafnréttis og fjölbreytileika meðal starfs- manna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Einnig að fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfsmanna fé- lagsins,“ segir Jóhanna Kristín. KPMG fékk jafnlaunavottun VR árið 2013, var einn af fyrstu vinnustöðum sem öðluðust þá vottun. „Við erum afar stolt af vottuninni en félagið hefur unnið eftir jafnréttisáætlun í fjölda ára. Við bjóðum upp á sveigjan- legan vinnutíma og markvissa starfsþróun sem er mikilvægt í örri þróun á vinnumarkaði. Starfsmenn KPMG, bæði núver- andi og fyrrverandi, eru boð- berar þekkingar og atvinnulífið og samfélagið í heild nýtur góðs af þessari áherslu á fræðslu og starfsþróun hjá félaginu.“ Styður við sprotafyrirtæki Miðlun þekkingar er stór hluti af samfélagsábyrgð KPMG, að sögn Jóhönnu Kristínar. „Enda byggir kjarnastarfsemi félagsins á þekkingu og reynslu starfs- manna og miðlun þeirrar þekk- ingar. Hér mætti nefna fróðleiks- fundina okkar sem jafnan eru öllum opnir og fólki að kostn- aðarlausu, útgáfu bæklinga, t.d. skattabæklings sem fólk getur nýtt bæði við gerð eigin skatt- framtala og við sína vinnu.“ KPMG leggur sig fram við að styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpun. „Við erum ásamt öðrum bakhjarlar Innovit um frumkvöðlakeppnina Gullegg- ið. Þar er framlag okkar þríþætt og felst í fjárframlagi, nám- skeiðshaldi og setu í dómnefnd Gulleggsins. Við eigum í góðu samstarfi við háskólana og erum um þessar mundir að taka á móti nemendum úr Háskólan- um í Reykjavík í starfsnám, en þannig náum við að miðla þekk- ingu okkar til ungs fólks á leið út í atvinnulífið,“ segir Jóhanna Kristín. Samgöngustyrkir og svansvottun Umhverfismálin eru einnig of- arlega á baugi hjá KPMG. „Við erum stolt af því að hafa átt þátt í að skrifa undir loftslagsyfirlýs- inguna 15. nóvember 2015 enda skiptir það okkur máli að reyna að samþætta umhverfisvitund við starfsemi félagsins. Í því samhengi nefna að í höfuðstöðv- um félagsins, að Borgartúni 27 , flokkum við ruslið og höfum gert frá maí 2012, við fórum í átak í febrúar 2013 til að minnka út- prentun og í dag erum við með aðgangsstýrða prentara sem hafa minnkað pappírsnotkun félagsins mjög mikið,“ segir Jó- hanna Kristín og bætir við að hreinsiefni sem notuð eru til þrifa í Borgartúninu séu svansvottuð. „Við erum einnig með samgöngu- styrki fyrir starfsmenn sem að jafnaði nota strætó til að komast til vinnu og svo hafa starfsmenn góðan aðgang að rafmagni til að hlaða rafmagnsbíla.“ KPMG hvetur starfsfólk sitt til að leggja samfélaginu lið og get- ur hver starfsmaður varið einum vinnudegi á ári í samfélagslegt verkefni að eigin vali. „Einnig veitir KPMG fjölmörgum sam- tökum og íþróttafélögum vítt og breytt um landið stuðning með einum eða öðrum hætti,“ segir Jóhanna Kristín. Hægt er að kynna sér starfsemi KPMG nánar á kpmg.is. Nemar úr viðskiptafræðideild HR koma ár hvert í starfsnám og fá að kynnast starfsemi félagsins. F.h. Elva Pétursdóttir, Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, Sigrún Erla Jónsdóttir, Marteinn Gauti Kárason og Kristófer Ómarsson, verkefnastjóri hjá KPMG.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.