Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 21
Núvitund bætir árangur stjórnenda Opni háskólinn í HR býður námskeiðið Mindful Leadership – Google aðferðin, sem eflir leiðtogafærni með nýjustu aðferðum í leiðtoga- og stjórnendafræðum. Unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Aðferðin sem þróuð var af verkfræðingi hjá Google er talin leika stórt hlutverk í velgengni fyrirtækisins, og hafa mörg nútímaleg fyrirtæki til- einkað sér þessa aðferð. „Hjá fyrirtækjum eins og Google eru gríðarlegar kröfur gerðar til starfsfólks um árangur sem getur vakið upp kvíða, efasemdir, ákveðið stjórnleysi og streitu. Við þær að- stæður dregur smám saman úr færni starfsfólks til að standa sig vel og var Google aðferðin hönnuð til að sporna gegn þeirri þróun með því að beina athyglinni meðal annars að núvitund,“ segir dr. Þórður Víking- ur Friðgeirsson, verkfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu Mind- ful Leadership. Hann er jafnframt einn helsti sérfræðingur landsins í verkefnastjórnun og ákvörðunar- fræðum. Námskeiðið kennir hann ásamt Ásdísi Olsen sem er viður- kenndur kennari á sviði núvitundar, eða Mindfulness, og hefur sérhæft sig í núvitund fyrir stjórnendur og innleiðingu á vinnustaði. Mindful Leadership miðar að aukinni hæfni til að halda einbeitingu og skapa rými til forystu í flóknu og krefjandi starfsumhverfi nútímans. Mörg af öflugustu fyrirtækjum heims og framsæknar stofnanir á borð við Google, Apple, Nike, General Mills, bandaríska herinn, dönsku rík- isstjórnina og Harvard Business School hafa tekið Mindful Leaders- hip í þjónustu sína með árangri sem eftir er tekið um allan heim. „Við munum ekki stjórna fyrir- tækjum framtíðarinnar með hug- myndafræði fortíðarinnar. Mörg nútímaleg fyrirtæki, og ekki síst þau sem við höfum sem okkar fyr- irmyndir, hafa tileinkað sér þær viðhorfsbreytingar sem er undir- staða Google aðferðarinnar. Kröfur fara vaxandi um árangur, samkeppni er mikil og stjórnendur og leiðtogar eru settir undir meiri pressu með árangur. Þá er vinnan sífellt meira byggð upp, meiri sveigjanleiki og að geta aðlagast hratt á tímum hraða og breytinga. Meiri áhersla er því lögð á manninn velferð hans og við tölum núna kinnroðalaust um hugtök eins og hamingju, hvernig maðurinn skapar og lætur gott af sér leiða,“ segir Þórður. Fjöldi rannsókna sýnir einstakan ávinning af aðferðafræði Mindful Leadership sem er bæði hagnýt og áhrifarík og miðar að aukinni hugarró, einbeitingu, skýrleika, sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, sam- skiptafærni, vellíðan og sátt. „Félagsleg færni og tilfinninga- greind er ekki öllum í blóð borin en það er vel hægt að læra það og til- einka sér,“ segir Þórður. „Sem dæmi þá má leiða að því líkur að Google sé ekki endilega samsett af starfsfólki sem sé sérstaklega félagslega fært frá náttúrunnar hendi heldur hugs- analega frekar tæknisinnaðir nördar. Samt tókst Google með aðferðinni sem er kennd á námskeiðinu að ala á samkennd og er gjörsamlega ósigrandi á sínu sviði,“ segir Þórður Víkingur. Meðal þeirra sviða sem þátttak- endur mega vænta mikilla framfara við er hvernig fólk kemur fram við sjálft sig, hvernig það vinnur með streitu og stjórnar orku. „Heilt yfir vill fólk verða betri stjórnendur og það gamla viðhorf að deila og drottna víkur fyrir meiri samskipt- um til að leysa verkefni fyrirtækis- ins. Stóra skrefið í að bæta stjórnun fyrirtækja er að starfsfólkið sé í lagi og sé sátt við sjálft sig. Þá kemur árangur í rekstri í kjölfarið.“ Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu Mindful Leadership í Opna háskólanum í HR. Hann er einn helsti sérfræðingur landsins í verkefnastjórnun og ákvörðunarfræðum. volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast V H /1 6- 05 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.