Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 4
Systurnar Jó-
hanna og Guðrún
Kristjánsdæt-
ur hafa rekið
Systrasamlagið á
Seltjarnarnesi en
bærinn vill ekki
gera langtímaleig-
usamning um
húsnæðið.
Mynd | Hari
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017
Óljóst hvort Amir megi giftast íslenskum manni
Hælisleitendur Sýslumaðurinn
í Reykjavík krefst þess af hæl-
isleitanda að hann framvísi
nýrra vottorði um hjúskap-
arstöðu sína, þrátt fyrir
að skilríkin séu gild í hans
heimalandi. Það þýðir að
hann getur hugsanlega ekki
gifst kærasta sínum.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Við erum núna að keppa við
tímann,“ segir kærasti Amir
Shokrogozar, íransks hæl-
isleitanda sem vísað verð-
ur úr landi innan skamms.
Amir flúði heimalandið fyrir
nokkrum árum síðan vegna
kynhneigðar sinnar, en
nú býr hann með
íslenskum manni
og hafa þeir átt í
ástarsambandi
í y f ir ár.
Nú vinna
þeir í því
að gift-
ast, en
vandinn er sá að Amir þarf að útvega
vottorð í Íran um að hann sé ógiftur.
„Aftur á móti er slíkt vottorð að-
eins gefið út einu sinni á lífsleiðinni,“
segir kærasti Amir og bætir við að
það sé ekki mögulegt í Íran að fá nýtt
vottorð sem sýni fram á að viðkom-
andi sé ógiftur. Hann segir aftur á
móti fjölskyldu mannsins hafa stað-
fest það við lögmann þeirra að hann
sé ógiftur og því liggi umsóknin fyrir
hjá sýslumanni í Reykjavík en von er
á svari innan skamms. Nái þeir ekki
að gifta sig mun Amir verða vísað til
Ítalíu, en þar var honum hópnauðgað
í flóttamannabúðum fyrir nokkrum
árum síðan. Í úrskurði Útlendinga-
stofnunar kemur fram að ekki sé
efast um frásögn Amirs af brotinu.
Eins kemur fram að Amir hafi þurft
að framfleyta sér með vændi á Ítalíu
áður en hann kom hingað til lands.
Samtökin ´78 hafa meðal annars
ályktað gegn brottvísun Amirs og
segja vinnubrögð Útlendingastofn-
unar forkastanleg.
„Nú bíðum við eftir svari frá sýslu-
manni, presturinn er bara í biðstöðu
og við viljum giftast,“ segir kærasti
Amirs sem segir vinnubrögð sýslu-
manns þunglamaleg og þar gæti
skilningsleysis á íranskri menningu
þegar kemur að umræddum vott-
orðum.
Amir Shokrogozar
frá Íran horfir fram
á að það vera vísað
úr landi, en hann
fær hugsanlega
ekki að giftast
kærasta sínum.
Í rússneskum
áróðursmiðli
Hannes Hólmsteinn
var í viðtali við skoskt
útibú rússneska áróð-
ursmiðilsins Sputnik
News í vikunni. Hann
sagði að Panamaskjöl-
in væru ekkert hneyksli og enginn
glæpur hefði verið framinn. „Heldur
hefði Sigmundi Davíð verið gerð fyr-
irsát og hann ekki brugðist heppilega
við,“ skrifar Hannes á Facebook.
Sputnik News er í eigu rússneska
ríkisins og hefur ítrekað verið bent á
að fréttaflutningur miðilsins litist af
áróðursstríði Pútíns við Vesturlönd.
Pútín og hans menn voru fyrirferðar-
miklir í Panamaskjölunum. | hjf
Systrasamlagið boðið
velkomið í Garðabæ
Bæjarstjórinn í Garðabæ hringdi í
Systrasamlagið og bauð þeim að-
stoð ef þær vildu flytja sig í sveitar-
félagið. Seltjarnarnesbær vill ekki
gera langtímaleigusamning um hús-
næði verslunarinnar vegna mögu-
legra áforma um bílakjallara.
Seltjarnarnesbær vill ekki gera
langtímaleigusamning við eiganda
skúrsins sem hefur hýst Systra-
samlagið, litla heilsuveitinga-
sölu við íþróttamannvirki Sel-
tjarnarness. Skúrinn er aðeins
nokkrir fermetrar en þar hafa Jó-
hanna og Guðrún Kristjánsdætur
selt umhverfisvænar heilsuvörur og
notið mikilla vinsælda í hverfinu.
„Mér finnst áhugavert hvað þær
hafa verið að gera, stuðla að jóga-
iðkun, hugleiðslu og betri lífsstíl. Ég
fann til með þeim að þurfa að fara
úr húsnæðinu og sagði að ef þær
vildu líta til Garðabæjar, þá gæt-
um við hjálpað. Við fögnum öllum
góðum fyrirtækjum,“ segir Gunnar
Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
„Það er greinilega gott hjarta á
bak við verslunina og íbúarnir finna
að það verður vont að missa þær.“
Undirskriftasöfnun var hrund-
ið af stað af Seltirningum eftir að
ljóst varð að Systrasamlagið þyrfti
að víkja fyrir bílakjallara. Björn
Leifsson, eigandi World Class, vill
hafa systurnar áfram og sagði bíla-
kjallarann, sem bærinn er með á
deiliskipulagi, algjörlega ónauðsyn-
legan. Systurnar hafa hinsvegar í
hyggju að opna verslunina við Óð-
insgötu eftir hálfan mánuð. | þt
Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri í Garða-
bæ.
Birna Bragadóttir var
ósátt með AFS
skiptinemasamtökin.
Skiptinám Mæðginin Birna Braga-
dóttir og Sindri Ingólfsson segja
að skiptinemasamtökin AFS hafi
selt Sindra dýrt skiptinám til Kína
með fögrum fyrirheitum. Loforð
um skólamat, kínverskunám,
ferðalag og fjölskyldu í viðunandi
aðstæðum, hafi ekki verið efnd.
Samtökin í Kína snerust gegn
Sindra með undarlegum hætti og
viðbrögð starfsmanna á Íslandi
voru að fara í vörn og efast um
orð hans.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
AFS skiptinemasamtökin hafa verið
gagnrýnd í fjölmiðlum að undan-
förnu, fyrir að tryggja ekki öryggi
íslenskra ungmenna sem fara á
þeirra vegum út í heim. Mæðginin
Birna Bragadóttir og Sindri Ingólfs-
son voru afar ósátt við AFS eftir að
Sindri fór til Kína á þeirra vegum.
Hann hafði lengi dreymt um að
fara í skiptinám til útlanda og ákvað
sautján ára gamall að nota um það
bil alla peninga sem hann hafði
eignast frá fermingu í að fjármagna
skiptinámsdvöl í Kína. Birna segist
hafa þekkt skiptinemakerfið af góðu
einu og að þau hafi treyst alþjóðlegu
samtökunum AFS til að standa vel
að náminu.
Sindri fór út til kínverskrar fjöl-
skyldu árið 2013 og strax á fyrstu
mánuðum dvalarinnar kom ýmis-
legt í ljós sem ekki var í samræmi
við þá mynd sem AFS hafði gefið.
„Sem var allt í lagi. Ég var búinn
undir að þetta yrði erfitt og alveg til
í að takast á við það,“ segir Sindri.
Þau segja að Sindri hafi ekki feng-
ið kínverskukennslu eins og búið
var að lofa, Birna hafi þurft að senda
honum námsbækur í kínversku. Þá
var samsetning fjölskyldunnar sem
hann bjó hjá í fyrstu, allt önnur en
samtökin höfðu kynnt fyrir þeim.
Hann var sendur til stórefnaðs
fólks sem vildi vel en hafði engan
áhuga á að vera með skiptinema á
heimilinu. Hann fékk því að skipta
um fjölskyldu. „Og var þá sendur
til fólks sem hvorki hafði vilja né
aðstæður til að taka á móti skipt-
inema. Síðustu mánuðina bjó hann
á heimavist við hrörlegar aðstæð-
ur. Sindri fékk ekki skólamáltíðir
eins og um var samið og heldur
ekki að fara í ferðalag með skipt-
nemum AFS, sem einnig átti að vera
innifalið. Að þeirra sögn var margt
fleira sem ekki stóðst.
Á heimavistinni var engin
þvottavél og þegar Sindri lét vita
af því, barst AFS á Íslandi ljós-
mynd af þvottavél sem átti að
sanna að Sindri færi með rangt
mál. „Þessi þvottavél var alls ekki
á heimavistinni en svona voru að-
ferðirnar við að grafa undan mér.“
Sindr i seg ist ha fa ger t
athugasemdir við kínverska tengil-
ið AFS og Birna við AFS á Íslandi til
að upplýsa þau um aðstæður hans.
„Það þótti stórmál í Kína þegar ég
skipti um fjölskyldu og það var þeim
mikilvægt að fjölskyldurnar kæmu
ekki illa út úr þessu. Ég gat alveg
skilið það en fann þegar á leið, að
ef ég gerði athugasemdir við AFS,
varð allt verra. Svo fóru að berast
upplognar sögur um mig frá skrif-
stofunni í Kína til samtakanna á
Íslandi, meðal annars um að kín-
verska lögreglan hafi verið að leita
að mér. Sagan var uppspuni frá
upphafi til enda. Í kjölfarið var ég
kallaður á teppið hjá yfirmanni AFS
í Kína, þar sem mér var sýnt bréf
sem ég átti sjálfur að hafa skrifað.
Í því játaði ég að hafa brotið reglur
AFS og lofaði bót og betrun. Bréf-
ið var með minni undirskrift en ég
hafði aldrei séð það áður. Mér var
sagt að undirrita sérstakt skjal þar
sem mér var veitt viðvörun, annars
yrði ég sendur heim. Þarna rann
upp fyrir mér að AFS vildi helst af
öllu losna við mig, en af því að ég
var staðráðinn í að klára dvölina,
undirritaði ég bréfið þó ég hefði
aldrei framið brotin,“ segir Sindri.
Birna segist hafa furðað sig á við-
brögðum íslensku starfsmannanna
þegar hún leitaði til þeirra:
„Viðmótið hér var alltaf draga í
efa það sem Sindri sagði, þau stóðu
aldrei með honum en reyndu þess
í stað að verja samtökin í einu og
öllu. Hann var sautján ára gamall,
einn í Norð-austur Kína, fékk hvorki
mat né kennslu sem hann átti að
fá, bjó ekki hjá fjölskyldu eins og til
stóð, og það var ekkert mark á hon-
um tekið,“ segir Birna.
AFS í vörn og stóðu ekki
með skiptinemunum
„Þetta var
lærdómsrík-
asta ár sem
ég hef lifað en
það var ekki
AFS að þakka,“
segir Sindri
Ingólfsson. Þau
Birna Braga-
dóttir, móðir
hans, voru afar
ósátt við AFS
samtökin eftir
að Sindri fór á
þeirra vegum
til Kína.
www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
Ferðafélag Íslands á 90 ára afmæli 2017 og við hefjum
afmælisárið sunnudaginn 15. janúar með göngu um Öskju-
hlíðina og Nauthólsvík undir styrkri forystu Péturs H. Ármanns-
sonar, arkitekts og landsins helsta sérfræðings um byggingasögu
höfuðborgarsvæðisins.
Pétur hefur um margra ára skeið leitt sérstakar borgargöngur
á vegum Ferðafélags Íslands. Í þessari göngu verður hugað að
uppbyggingu og skipulagi Öskjuhlíðarinnar og merkileg saga
svæðisins rifjuð upp.
Gangan hefst kl. 10.30 frá Perlunni í Öskjuhlíð.
Gengin er 4-5 km hringur.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
við upphaf afmælisárs FÍ
Borgarganga