Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 35
Þ
ekking á sviði samfélags-
ábyrgðar fyrirtækja hef-
ur þróast mjög hratt á
undanförnum árum út
um allan heim. Segja má
að sú þekkingarþróun hafi komist
á verulegan skrið þegar menn fóru
að reyna að mæla með tölulegum
og heildstæðum hætti áhrifin sem
rekstur fyrirtækja hefur á umhverf-
ið annars vegar og hins vegar fé-
lagslega þætti. Fyrir um 25 árum
síðan hófu danskir fræðimenn að
reyna að mæla siðferði fyrirtækja
og settu upp siðferðileg reiknings-
skil í þeim tilgangi. Banki á Jótlandi
lenti í miklum álitshnekki vegna
svika við viðskiptavini og í kjölfar-
ið var reynt að setja honum rekstr-
arleg markmið um að auka traust
viðskiptavina og tiltrú á að bank-
inn starfaði með sanngjörnum við-
skiptaháttum.
Gjafir mælikvarði ábyrgðar
Á sama tíma á Íslandi var
bankastjóri uppvís af því að hafa
þegið boð um laxveiði frá við-
skiptavini bankans og þegar gagn-
rýni heyrðist var viðkvæðið að sið-
ferði væri eitthvað sem hver og einn
lærði í frumbernsku, eða færi eft-
ir tíðarandanum og ekki þýddi að
ræða með rökum til að auka þekk-
ingu eða komast að sameiginlegri
niðurstöðu. Á árunum upp úr alda-
mótum varð samfélagsábyrgð fyrir-
tækja á Íslandi síðan fyrst og fremst
tengd því hversu dugleg þau voru til
að gefa peninga til góðgerðamála.
Fáum datt í hug að tengja samfélags-
ábyrgð við hvernig fyrirtækin sjálf
voru rekin.
Er kjarnastarfsemin ábyrgð?
Smám saman hefur þekking manna
aukist á því hvernig meta má og
mæla hvort fyrirtæki hafi skaðleg
eða jákvæð áhrif með starfsemi
sinni á náttúruna og þau samfélög
sem þau starfa í. Alþjóðlegir staðlar
og viðmið til að leggja mat á samfé-
lagsábyrgð fyrirtækja hafa sprottið
fram og taka nú örum breyting-
um eftir því sem þekkingunni og
mæliaðferðum fleytir áfram.
Sameinuðu þjóðirnar
Í tíð Kofi Annan settu Sameinuðu
þjóðirnar á laggirnar sáttmála sem
kallaður er Global Compact, þar
sem fyrirtæki skrifa undir og meta
árlega starfsemi sína út frá 10 við-
miðum um samfélagsábyrgð. Ný-
lega settu Sameinuðu þjóðirnar svo
fram 17 heimsmarkmið sem ætluð
eru til að samræma viðmið fyrir
þjóðir heims, fyrirtæki og einstak-
linga um sjálfbærni og samfélagsá-
byrgð. Á næstu árum má búast við
að þjóðir og fyrirtæki reyni að bera
saman mælingar sínar á Heims-
markmiðunum. Það gæti haft veru-
leg áhrif á alþjóðavæðingu og sam-
starf milli landa.
Aukin þekking á Íslandi
Festa – miðstöð um samfélagsá-
byrgð hefur undanfarin ár staðið
fyrir Janúarráðstefnu í samvinnu
við Samtök atvinnulífsins. Þar er
nýjasta þekking á sviði samfélags-
ábyrgðar fyrirtækja rædd og hag-
nýt dæmi frá fyrirtækjum er kynnt.
Mikil og hröð þróun hefur átt sér
stað í samfélagsábyrgð fyrirtækja
á Íslandi á síðustu árum. Fleiri fyr-
irtæki en nokkru sinni áður eru að
vinna með markvissum hætti í að
setja sér mælanleg markmið um
samfélagsábyrgð. Loftslagyfirlýsing
Festu og Reykjavíkurborgar er þar
dæmi, og svo allur sá fjöldi fyrir-
tækja tengd ferðaþjónustu sem ætla
að setja sér markmið um ábyrga
ferðaþjónustu.
Frá Global Compact til Íslands
Aðalræðumaður Janúarráðstefnu
Festu í ár verður Georg Kell, fyrrum
framkvæmdarstjóri Global Compact
Sameinuðu þjóðanna. Hann starfar
nú fyrir alþjóðlegan fjárfestingasjóð
sem hefur þróað leiðir til að reikna
saman ótal mælikvarða um samfé-
lagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja
fyrir fjárfesta. Þeir hafa sýnt fram á
að fjárfestingar í sjálfbærum verk-
efnum og fyrirtækjum skilar meiri
ávöxtun og hefur minni áhættu í för
með sér en aðrir fjárfestingakostir.
Það verður spennandi að sjá hvaða
tækifæri Georg Kell telur að felist í
því fyrir íslensk fyrirtæki í að inn-
leiða samfélagsábyrgð í kjarnastarf-
semi sína.
Ketill Berg Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri
Festu – miðstöðvar um
samfélagsábyrgð.
Hröð þróun
samfélagsábyrgðar
Georg Kell, fyrrum framkvæmdarstjóri Global Com-
pact Sameinuðu þjóðanna, verður aðalræðumaður
á ráðstefnu Festu í Hörpu síðar í þessum mánuði.
Georg Kell,
fyrrum fram-
kvæmdarstjóri
Global Compact,
verður aðal-
ræðumaður á
ráðstefnu Festu
í Hörpu síðar í
mánuðinum.
7 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Sýna ábyrgð í verki
Hjá Endurvinnslunni hf. er horft til þess að lágmarka neikvæð
umhverfisáhrif af rekstrinum.
Unnið í samstarfi við
Endurvinnsluna hf.
Endurvinnslan hf. var stofnuð 1989 og á þeim tíma var hlutverk hennar fyrst og fremst að losna
við flöskur og dósir sem rusl í
náttúrunni. Töluvert var þá um að
það lægi á víð og dreif um landið.
Leitast var við að endurvinna því
sem var safnað. Á þessum tíma
var lítið um endurvinnslu og því
fékk fyrirtækið nafnið Endur-
vinnslan hf. Út frá þessari hugsun
og nafni hefur fyrirtækið leitast
við að ná árangri í umhverfismál-
um.
Endurvinnslan hf. fékk um-
hverfisvottun ISO 14001 árið 2015
og þar er verið að horfa til þess
að lágmarka neikvæð umhverfis-
áhrif af rekstrinum, meðal annars
með því að lágmarka flutninga
og endurvinna sem mest. Þannig
eru allir plastpokar og pappír sem
koma með efni til Endurvinnslunnar
nú endurunnið.
„Einnig viljum við kolefnisjafna
reksturinn okkar og er það gert
meðal annars með því að nota raf-
magnsbíl, greiða samgöngustyrk
sem gildir líka ef notaðir eru um-
hverfisvænir bílar, gróðursetja við
Heklurætur og styðja almennt við
verkefnið Hekluskóga. Starfsmenn
geta einnig sótt um styrk til kolefn-
isbindingar.
Þá verður að geta þess að um-
hverfisáhrif þess að endurvinna
plast og ál í stað þess að til dæmis
urða það eru veruleg. Miðað við
alþjóðlegar mælingar er kolefn-
isbinding þess að endurvinna þær
umbúðir samsvarandi kolefn-
isbindingu um 6 milljón trjáa á ári.
Endurvinnslan hefur reynt að
taka á samfélagslegri ábyrgð eins
og önnur fyrirtæki. Árið 2013 var til
að mynda tekin upp jafnlaunavott-
un VR og hugsunin með því hafi
ekki einungis verið sú að greidd
væru sömu laun óháð kyni, laun
væri greidd án mismununar.
Athygli hefur vakið að Endur-
vinnslan hefur nýtt sér krafta fólks
sem ekki hefur getað gengið að
störfum vísum á almennum vinnu-
markaði. „Við höfum reynt að fá
sem okkar umboðsaðila þá sem
hlúa að fólki á vernduðum vinnu-
stöðum. Sem dæmi um okkar um-
boðsaðila má nefna Þroskahjálp
Suðurnesja, Fjöliðjuna, Plastiðj-
una Bjarg og Vesturafl. Auk þeirra
eru margir með starfsmenn frá
vernduðum vinnustöðum eins og
Skátarnir og Vestmannaeyjabær,“
en allir þessir staðir eiga það sam-
eiginlegt að þeir einstaklingar sem
þar vinna eru duglegir og sam-
viskusamir, auk þess sem þeir eru
mjög ánægðir með að vera í vinnu
samfélaginu til gagns.
„Þetta eru oft glöðustu starfs-
menn sem þú færð í vinnu,“ segir
Helgi. „Nýlega komu til vinnu tveir
einstaklinga sem höfðu verið heima
að spila tölvuleiki í mörg ár. Þeir
voru svo spenntir að fá að mæta í
vinnu að þeir sváfu ekki í margar
nætur fyrir.“
Af öðrum aðilum sem nýta sér
dósasöfnun í fjármögnun á sínum
rekstri má nefna björgunarsveitir,
íþróttafélög og RKÍ.
Jón Þórarinsson vinnur í Endurvinnslunni
í Knarrarvogi þrjá daga í viku. Hann nýtur
vinnunnar og er glaður að fá að taka til hendinni.
Samstarfsmenn Jóns í Endurvinnslunni bera
honum afar vel söguna og segja að hann sé mjög
duglegur í vinnu. Mynd | Hari