Fréttatíminn - 14.01.2017, Blaðsíða 2
Hrannar Már
Gunnarsson er
stjórnandi leigjenda-
aðstoðar Neytenda-
samtakanna.
Pétur Markan
er sveit
arstjóri
Súðavíkur
hrepps.
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017
Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins
og við flest þekkjum hana, verður á
skrifstofu Bændaferða 16. - 20.
janúar milli kl. 11:00 - 16:00.
Kíktu við í kaffi og fáðu upplýsingar
um ferðir ársins frá einum vinsælasta
fararstjóra Bændaferða.
Hófý, fararstjóri Bændaferða
verður á skrifstofunni 16. - 20. janúar
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK sp
ör
e
hf
.
Ráðningar Umboðsmaður Al
þingis setur ofan í við Lánastofn
un íslenskra námsmanna fyrir
að brjóta á starfsmanni sem sagt
var upp störfum. Stofnunin réði
sumarstarfsmann til að sinna 12
mánaða verkefni sem hinn rekni
hefði hæglega getað sinnt. Sá sem
var rekinn frétti af málinu á með
an hann vann uppsagnarfrestinn
og leitaði þá til umboðsmanns
Alþingis.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@frettatiminn.is
Umboðsmaður telur að LÍN hafi
ekki verið heimilt að ráða sum-
arstarfsmann án auglýsingar til
verkefnisins. Meðalhófsreglu hafi
ekki verið fylgt við uppsögn fast-
ráðna starfsmannsins, sem var
rekinn vegna skipulagsbreytinga.
Í nýlegu áliti umboðsmanns kem-
ur fram að báðir starfsmenn hafi
unnið við afgreiðslu og skjalahald
hjá LÍN. Sumarstarfsmaðurinn
hafði þó fyrst og fremst unnið
við átaksverkefni við að skila
inn gögnum úr skjalageymslum
LÍN til Þjóðskjalasafns Íslands.
Það verkefni hafi dregist og því
var ákveðið að ráða sumarstarfs-
manninn til áframhaldandi starfa
í eitt ár.
Umboðsmaður gagnrýnir LÍN
sérstaklega fyrir reka umrædd-
an starfsmann þegar það lá fyrir
að hluti skipulagsbreytinga væri
að fá bókasafns- og upplýsinga-
fræðing til að sinna skjalavörslu
og skilum á gögnum til Þjóð-
skjalasafnsins. Brottrekni starfs-
maðurinn sé menntaður í þeim
fræðum og hafi starfið, sam-
kvæmt umboðsmanni, fallið vel
að menntun hans og þekkingu.
Umboðsmaður telur að í ljósi
meðalhófsreglu hefði LÍN átt að
meta hvort draga ætti uppsögn
starfsmannsins til baka eða bjóða
honum tímabundna starfið. Um-
boðsmaður tekur ekki afstöðu til
þess hvort tilefni sé fyrir fyrrver-
andi starfsmann-
inn til að
höfða mál
á hendur
LÍN.
LÍN braut gegn starfsmanni
Hrafnhildur
Ásta Þor
valdsdótt
ir er fram
kvæmda
stjóri
LÍN.
Stefnu um laxeldi áður
en tjón verður á náttúru
Laxeldi Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir sjávarútvegs
ráðherra segir að það sé brýnt
verkefni að móta stefnu fyrir
Ísland í laxeldi. Fyrirhugað er að
tífalda framleiðslu Íslendinga á
eldislaxi og verða firðir eins og
Ísafjarðardjúp og Arnarfjörður
þaktir eldiskvíum.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
„Mér finnst skipta miklu máli að
við tökum tillit til umhverfisins.
Við þurfum ávallt að hafa það í
huga þegar við erum að koma að
því að byggja upp nýja atvinnu-
grein. Við verðum að byggja mat
okkar á rannsóknum á lífríkinu
og umhverfinu,“ segir Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, að-
spurð um hvaða skoðanir hún hafi
á stórfelldri aukningu á laxeldi í
fjörðum Íslands. „Við þurfum svo
að skoða það hvað möguleikar eru
fyrir hendi til að byggja upp öfluga
atvinnugrein án þess að ógna þessu
lífríki.“
Þorgerður Katrín mun taka við
því verkefni fyrirrennara síns
í ráðuneytinu, Gunnars Braga
Sveinssonar, að hafa yfirumsjón
með vinnu við stefnumörkun um
stefnu Íslendinga í fiskeldi en sér-
stök nefnd mun sjá um þetta ver-
kefni. „Við þurfum að móta hér
stefnu til framtíðar um fiskeldi.
Þetta er eitt af því sem ég myndi
leita til annarra stjórnmálaflokka
með,“ segir hún.
Íslendingar hafa framleitt 8 til 15
þúsund tonn af eldislaxi síðastliðin
ár en stefnt er að því að um 100 þús-
und tonn verði framleidd á ári. Því
er um að ræða um það bil tíföldun
á framleiðslunni. Eins og Fréttatím-
inn greindi frá fyrir viku er með-
al annars fyrirhugað að framleiða
25 þúsund tonn af eldislaxi í Ísa-
fjarðardjúpi. En það eru fyrirtæk-
in Artic Sea Farm, Fjarðalax og
Háafell, dótturfélag útgerðarinnar
Gunnvarar í Hnífsdal, sem munu
framleiða laxinn í Djúpinu ef leyfi
fást fyrir því. Þá hefur Arctic Sea
Farm sótt um leyfi til að framleiða
4 þúsund tonn af laxi í Arnarfirði
en sú framleiðsla bætist við það
eldi sem Fjarðalax er með í firðin-
um. Þá er einnig fyrirhugað aukið
laxeldi á Austurlandi þar sem Fisk-
eldi Austurlands er fjármagnað að
miklu leyti af fjársterku norsku lax-
eldisfyrirtæki, Midt Norsk-Havbruk.
Fjarðalax er einnig fjármagnað af
stóru laxeldisfyrirtæki að hluta, Sal-
mar AS.
Laxeldisfyrirtækin kynna fram-
kvæmdir sínar til Skipulagsstofnun-
ar með þeim hætti, meðal annars,
að laxeldið geti snúið við neikvæðri
byggðaþróun á þeim stöðum þar
sem eldið er fyrirhugað. Háafell
sagði til dæmis í sinni skýrslu að 30
þúsund tonna laxeldi í nágrenni við
Ísafjörð gæti aukið íbúafjölda um
1000 í sveitarfélaginu.
Þorgerður Katrín segir að þetta
sé hennar prinsippafstaða en að
hún eigi eftir að setja sig betur inn
í málaflokkinn þar sem hún hafi
einungis verið tvo daga í embætti
sjávarútvegsráðherra. „Við erum í
þeirri stöðu að geta gert þetta með
öðrum hætti en Norðmenn. Norð-
menn hafa komið með reglur um
laxeldið en þeir hafa gert það eftir
á, eftir að þeir hafa orðið fyrir tjóni.
Við erum ennþá í þeirri stöðu að
geta mótað stefnu á fyrstu stigum
og áður en tjónið verður. Þetta er
eitt af þessum knýjandi verkefnum
sem við stöndum frammi fyrir,“
segir Þorgerður Katrín.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir sjávar
útvegsráðherra vill að
Íslendingar stígi varlega
til jarðar í framleiðslu
aukningu í laxeldi svo
náttúra landsins verði
ekki fyrir skaða.
Algengt að leigjendur þurfi að sinna viðhaldi
Vefpressunni stefnt vegna skulda
Hannes Alfreð Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Póstdreifingar, seg-
ir að Vefpressan skuldi félaginu
háar upphæðir. Póstdreifing hefur
dreift þremur vikublöðum Vef-
pressunar, Reykjavík, Garðabær
og Hafnarfjörður. Félagið hefur
stefnt Vefpressunni vegna skuld-
anna og verður málið tekið fyrir
við Héraðsdóm Reykjavíkur á
föstudaginn í næstu viku.
Vikublöðin þrjú hafa ekki komið
út frá síðan í sumar. Eigandi Vef-
pressunnar, Björn Ingi Hrafnsson,
vildi ekki tjá sig um málið og vís-
aði á lögmann félagsins, Sigurvin
Ólafsson. Sigurvin segir að um sé
að ræða ágreiningsmál þar sem
séu kröfur á báða bóga. | hjf
Fjölmiðlar
Skattamál Útsvarstekjur Súða
víkurhrepps minnkuðu um tíu
prósent á milli ára 2015 og 2016.
Pétur Markan, sveitarstjóri Súða
víkurhrepps, segir að eina leiðin
til að skýra þessa miklu lækkun
sé að íbúar feli einkaneyslu í
hlutafélögum sínum. Hann segir
að með því benda á þetta sé verið
að vernda almannahag því ef tekj
ur sveitarfélagsins lækka þarf að
draga þjónustu við almenning.
Pétur segir að vandamálið sé
vel þekkt meðal stjórnenda
sveitarfélaga en sé einskonar
heit kartafla, lítið talað um það.
„Þetta er vandamál í öll-
um sveitarfélögum.
Ég held að það átti
sig allir á málinu
þegar það er
útskýrt. Þú
ert með
lítið
einkahlutafélag með einum starfs-
manni, til dæmis. Þetta félag getur
átt hús, bíl og jafnvel rekið mötu-
neyti. Þá ertu kominn ansi langt
með það sem við meðaljónar erum
að eyða laununum okkar í. Þessir
sömu aðilar þrýsta svo laununum
sínum niður, greiða sér minni laun,
en taka svo meiri arð út úr félaginu
í staðinn. En af því borga þeir fjár-
magnstekjuskatt, sem er
lægri, og sveitarfélög eiga
enga hlutdeild í því,“
segir Pétur. | hjf
Skattamál
Skattaglufur skýra
minna útsvar
Leigumarkaður Það er orðið
algengara að leigjendur þurfi að
sinna viðhaldi á íbúð sem þeir
leigja þrátt fyrir skýr ákvæði í
lögum um að slíkt sé á ábyrgð
leigusalans.
Valur Grettisson
Valur@frettatiminn.is
Leigjendaaðstoð Neytendasamtak-
anna birti í gær ársskýrslu þar sem
fram kom að aldrei hafa fleiri leit-
að sér aðstoðar samtakanna vegna
ástandsins leigumarkaði.
„Aukningin skýrist bæði af því
að fólk er meðvitað um þjónustu
okkar og vegna erfiðs ástands á
leigumarkaði,“ segir Hrannar Már
Gunnarsson, stjórnandi leigjenda-
aðstoðarinnar. Samtökin hafa feng-
ið um tíu þúsund fyrirspurnir frá
árinu 2011. Undanfarin þrjú ár hafa
fyrirspurnir verið yfir tvö þúsund
á ári en langflestar snúa að ástandi
og viðhaldi, og hvað þyki eðlilegt
leiguverð.
„Það koma oft fyrirspurnir um
viðhald, til dæmis er farið fram á
að leigjandi máli eða endurnýi eld-
hústæki,“ útskýrir Hrannar Már en
svo virðist vera að staða leigjenda sé
orðin það slæm, að leigjendur fallist
á skilmála sem stangast á við lög.
„Aðrar fyrirspurnir eru frekar
um ástandið á markaðnum,“ út-
skýrir Hrannar en tæplega 700 fyr-
irspurnir bárust á síðasta ári um
annað en það sem viðkemur lög-
um á leigjendamarkaði. Hann segir
það sé til marks um að leigjendur
séu ringlaðir vegna örra breytinga
á markaði.
Tónlistarkonan Magga Stína hef-
ur síðan 2010 búið í þremur leiguí-
búðum. Fyrir hálfu ári flutti hún úr
einni íbúð sem hún hafði ítrekað
óskað eftir viðhaldi á. Hún telur að
á leigumarkaði ríki sú tilhneiging
að viðhald íbúða sé háð gildismati
leigusalans. Orð leigjandans vegi
ekki jafn þungt. „Á mínum leigu-
ferli hef ég ítrekað upplifað það að
mitt mat á ástandi hússins hafi ekki
verið tekið gilt. Lítið var brugðist
við þegar ég benti á það sem var
ábótavant.“
Magga Stína segir viðhald íbúða sé
oftast háð gildismati leigusalans.
Vefpressan er í eigu Björns Inga
Hrafnssonar.