Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 6
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Síðasti bridsþátturinn í umsjón
Arnórs G. Ragnarssonar birtist á
bls. 50 í Morgunblaðinu í dag.
Arnór hóf störf á Morgunblaðinu
2. janúar 1966 og hefur hann því
starfað við blaðið í hálfa öld, nú
þegar störfum hans lýkur. Arnór
vann fyrst sem setjari, fór svo að
vinna við síðufrágang. Hann var
verkstjóri á háborði og skipulagði
síðar blaðið fyrir hvern dag. Seinna
varð hann blaðamaður og annaðist
m.a. umsjón og móttöku minning-
argreina þar til daglegum störfum
á Morgunblaðinu lauk árið 2013.
„Ég byrjaði hér sem nemi í hand-
setningu 18 ára,“ sagði Arnór.
„Tveir kunningjar mínir voru að
vinna í prentsmiðju Morgunblaðs-
ins, þeir Lárus Ragnarsson og
Ragnar Örn Ásgeirsson, sem vann
á Morgunblaðinu alla sína tíð. Við
Ragnar vorum æskufélagar og ég
ólst mikið til upp heima hjá honum.
Mamma hans kenndi okkur brids
og þá varð ekki aftur snúið!“
Arnór kvaðst hafa spilað mikið
við Þorstein, bróður Ragnars. Þor-
steinn varð svo ástfanginn af konu
frá Ólafsfirði og flutti þangað. „Þar
með missti ég meðspilarann norður
í land,“ sagði Arnór. Hann sagði
erfitt að missa góðan meðspilara,
sumir segi að það sé jafnvel ámóta
erfitt og hjónaskilnaður. „Við Þor-
steinn vorum dálítið grimmir og
gerðum allt vitlaust á 20. Íslands-
mótinu í brids 1970. Við fórum að
spila eftir aðferð sem enginn hafði
þá spilað hér og við þóttum ekki í
húsum hæfir. Nú er þetta orðin al-
gild regla. “
Vinsæll þáttur um brids
„Ég spurði Styrmi Gunnarsson
ritstjóra hvort ég mætti ekki prófa
að vera með bridsfréttir í blaðinu,“
sagði Arnór. Þetta var haustið
1972. „Ég byrjaði smátt en áður en
ég vissi af voru öll bridsfélög lands-
ins farin að hafa samband við mig,
ekki síst bridsfélögin í Reykjavík.“
Skorin eftir spilakvöld voru yfir-
leitt ekki reiknuð fyrr en næsta dag
eða síðar. Keppnisstjórinn sagði
svo spilurunum í gegnum síma í
hvaða sæti þeir hefðu lent. Ef Arn-
ór var snöggur til gat hann birt
niðurstöðurnar þarnæsta dag í
Morgunblaðinu og sparað keppn-
isstjórunum mörg símtöl. Nú sjá
tölvur um að halda utan um skorið
og úrslitin liggja fyrir strax og
spilinu lýkur.
Arnór fékk bridsfréttirnar yfir-
leitt í gegnum síma og handskrifaði
þær. Svo notaði hann matar- og
kaffitíma til að vélrita fréttirnar
fyrir setjarana. Stundum varð hann
að klára vélritunina eftir vinnu.
Skrifum Arnórs var vel tekið og
fékk hann m.a. sérstakt þakkarbréf
árið 1973 frá Jóni Ásbjörnssyni, fv.
forseta Bridgesambands Íslands.
„Ritstjóranum þótti nóg um hvað
ljósmyndarar blaðsins fóru oft á
bridsmót til að taka fyrir mig
myndir. Ég keypti mér því mynda-
vél haustið 1974 eða ’75 og fór að
taka myndir á stærri mótum eins
og á Íslandsmótinu og á bridshátíð-
um,“ sagði Arnór. „Ég var oft sá
eini sem tók myndir á þessum mót-
um og á filmur og myndir frá öllum
stærri bridsmótum á þessum tíma.“
Ástæða þess að Arnór ákvað að
hætta nú var nýleg lagasetning um
lífeyri. Hann sagði að frá næstu
áramótum mættu eldri borgarar
ekki lengur vinna sér inn auka-
krónur nema eftirlaun þeirra
skertust verulega. „Það voru 40
manns sem ákváðu að ég skyldi
hætta. Þau vinna á Alþingi,“ sagði
Arnór.
Blaðamennska, prent-
verk og skrif um brids
Arnór G. Ragnarsson starfaði í 50 ár við Morgunblaðið
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðsmaður Arnór Ragnarsson byrjaði 18 ára sem nemi í hand-
setningu, var síðar verkstjóri á háborði og gerðist svo blaðamaður.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016
Páskadraumur íDubrovnik
sp
ör
eh
f.
Vor 2
Austurlenskur blær, hefðir, minjar og ólýsanleg náttúrufegurð
hrífa okkur í glæsilegri ferð til Dubrovnik, miðstöð menningar
og lista í Króatíu.Við siglum yfir til sögufrægu borgarinnar
Split, ökum um Peljasac skagann og heimsækjum
Svartfjallaland.Að endingu njótum við góðra daga við
Istríaströndina í bænum Porec.
11. - 23. apríl
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 244.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjavíkurborg er eina sveitarfé-
lagið á höfuðborgarsvæðinu sem
leggur á hámarksútsvar á næsta
ári, 14,52%, eftir að Hafnarfjörður
og Mosfellsbær ákváðu að lækka
örlítið álagningu sína. Gjaldendur í
Mosfellsbæ og Hafnarfirði greiða
14,48% af tekjum sínum í útsvar,
eins og gjaldendur í Kópavogi. Mun
lægra útsvar er greitt í Garðabæ og
á Seltjarnarnesi, 13,70%.
Gjaldendur í Garðabæ og á Sel-
tjarnarnesi, sem hafa 500 þúsund
króna mánaðarlaun, munu greiða
tæplega 50 þúsund krónum minna í
útsvar á næsta ári en fólk í sömu
stöðu í Reykjavík og þeir sem hafa
eina milljón í laun munu spara sér
tæplega 100 þúsund kr.
Meirihlutinn í hámarkinu
Flest sveitarfélög landsins, eða
54 af 74 sveitarfélögum alls, inn-
heimta hámarksútsvar. Hæsta út-
svarið er þó í Reykjanesbæ, 15,05%,
en þar er lögð á sérstök tímabundin
viðbót til að laga erfiða fjárhags-
stöðu.
Þrjú sveitarfélög innheimta lág-
marksútsvar sem er 12,44%. Það
eru sveitarfélög sem hafa sérstöðu
vegna tekna af stöðvarhúsum virkj-
ana og/eða fjölda sumarhúsa. 500
þúsund króna gjaldandi í þessum
sveitarfélögum greiðir 125 þúsund
kr. minna í útsvar á ári en Reykvík-
ingur með sömu laun og milljón
króna maðurinn sparar sér 250 þús-
und krónur á ári.
Litlar breytingar verða á
útsvarsprósentu á milli ára, sam-
kvæmt yfirliti Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Smávegis lækkun í
heildina verður til þess að reiknað
meðalútsvar lækkar um minnsta
mögulega mun, 0,01%. Það verður
14,44% í stað 14,45% í ár. Þetta
meðalútsvar er notað við innheimtu
staðgreiðslu og síðan þegar álagn-
ing liggur fyrir á sumrin er gert
upp við gjaldendur. Innheimt við-
bótarútsvar eða endurgreitt, eftir
því hver útsvarsprósenta er í sveit-
arfélagi viðkomandi gjaldanda.
Lægra útsvar í sveitinni
Getur munað
hundruðum þúsunda
í útsvarsgreiðslum
Útsvar til sveitarfélaga 2017
Allar tölur eru í % Heimild: samband.is
Útsvar lækkað milli ára 2017 2016
Hafnarfjörður 14,48 14,52
Mosfellsbær 14,48 14,52
Tjörneshreppur 14,00 14,09
Útsvar hækkað milli ára
Vestmannaeyjar 14,46 14,36
Hæsta útsvar
Reykjanesbær 15,05
Reykjavík og 53 sv.f. 14,52
Lægsta útsvar 2016 2017
Ásahreppur 12,44
Grímsnes- og Grafn.hr. 12,44
Skorradalshreppur 12,44
Hvalfjarðarsveit 13,14
Fljótsdalshreppur 13,2
Meðalútsvar 14,44 14,45
Skattabreytingar
» Miklar breytingar verða á
sköttum ríkisins á nýju ári.
» Skattleysismörk hækka úr
145.659 kr. í 149.192 kr., þegar
tekið er tillit til frádráttar
vegna lífeyrissjóðs.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fögnuður Fjölmargir ferðamenn og Íslendingar safnast saman á Skóla-
vörðuholtinu til að fagna áramótunum og fylgjast með flugeldunum.
Erla Rún Guðmundsdóttir
erlarun@mbl.is
Árið 2010 lentu sex flugvélar á
Keflavíkurflugvelli á gamlársdag. Í
dag verða þær 49 talsins og hefur
þeim því fjölgað um rúmlega 700% á
sex árum. Frá árinu 2014 hefur fjöldi
lendinga þrefaldast úr 16 í 49. Að
sögn Skapta Arnar Ólafssonar, upp-
lýsingafulltrúa Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, er áætlað að um 20 þúsund
ferðamenn verji jólum og áramótum
á Íslandi.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu finna
fyrir auknum áhuga yfir hátíðirnar
en nokkur fyrirtæki bjóða upp á sér-
stakar áramótaferðir þar sem ferða-
menn fá tækifæri til að upplifa
brennur og njóta hátíðahaldanna
með Íslendingum.
Ferðirnar eru skipulagðar í sam-
vinnu við brennuhaldara og að sögn
Einars Bárðarsonar, rekstrarstjóra
Reykjavík Excursion, er von á
„mörg hundruð ferðamönnum“ í ára-
mótaferðir fyrirtækisins í kvöld.
Hjá Gray Line Iceland verða þátt-
takendur um 1.000 talsins, en þar
heyra farþegar sögur tengdar ís-
lenskum áramótunum. „Þeir fá smá
innsýn í íslensku álfasögurnar og
þessa menningu Íslendinga að halda
álfabrennur.“
Fullbókað á flestum stöðum
Ýmis veitingahús í höfuðborginni
bjóða upp á sérstakan áramótamat-
seðil en á flestum stöðum er þegar
orðið fullbókað. Á einhverjum þeirra
varð allt fullt strax í september.
Erlendir ferðamenn eru í miklum
meirihluta á veitingastöðum á gaml-
árskvöld en þó er víða eitthvað um
íslenska gesti. Guðrún Björk Geirs-
dóttir, veitingastjóri á Hilton
Reykjavík Nordica, segir hátt í 600
gesti verða í mat á hótelinu í kvöld.
„Við erum með nokkrar útgáfur til
að koma til móts við gesti okkar. Eitt
er sjö rétta kvöldverður á Vox Rest-
aurant og það seldist tiltölulega
fljótt upp í það. Síðan erum við með
létta rétti sem eru afgreiddir á barn-
um og svo verðum við með hlaðborð
og skemmtilega dagskrá inni í
veislusalnum hjá okkur.“ Rúta sækir
svo veislugesti og ferjar niður í bæ
þar sem þeir geta notið flugeldasýn-
ingarinnar með borgarbúum.
20.000 ferða-
menn á landinu
Fagna nýárinu með Íslendingum