Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 59
ÍSLENDINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 þar lék hann í þrjú ár. Hann sá um Stunda okkar, ásamt Gunnari Helgasyni leikara 1994-96 en þeir hafa síðan brallað margrt saman, gefið út ótal mynddiska, geisladiska og kassettur með barnaefni. Felix fór ti London 1997 og í kjölfarið stofnaði hann leikhópinn, Á senunni, ásamt Kolbrúnu Hall- dórsdóttur, 1998. Fyrsta verkefni hópsins var verk eftir Felix, Hinn fullkomni jafningi, sem var frum- sýnt í Gamla bíói í ársbyrjun 1999, en þau áttu eftir að ferðast með þá sýningu víða um lönd. Meðal ann- arra verkefna hópsins var Kvetch sem hlaut Grímuna 2003 sem besta sýning ársins og var auk þess síð- asta sýning sem Edda Heiðrún Bachmann lék í áður en hún hætti að leika: „Leikhópurinn A senunni, var mjög virkur 2000-2007 og hefur í raun aldrei verið lagður niður, formlega. Þetta voru skemmtileg ár og mikil reynsla fyrir ökkur öll að halda slíkum hópi gangandi. Við settum m.a. upp stórar sýningar á borð við söngleikinn Caparett og barnaverkið Abba babb! sem hlaut Grímuna sem besta barnaleikrit ársins 2007.“ Felix hefur svo starfað mikið í fjölmiðlum frá 2005, tók þátt í ýms- um sjónvarpsþáttum, s.s. Popp- punkti, með Doktor Gunna og Jú- róvisionþátturinn Alla leið að ógleymdum útvarpsþáttunum Bergson og Blöndal á Rás tvö. Felix gaf út sólaplötuna Þögul nóttinn, 2011, og Borgin, árið 2014. Á seinni plötunni eru eingöngu textar eftir Felix en báðar plöt- urnar vann hann í samvinnu við Jón Ólafsson, vin og samstarfsfélaga frá því á Verslunarskólaárunum. Þegar leiklist og þáttagerð slepp- ur er Felix mikill KR-ingur og Liv- erpoolaðdándi. Hann er pólitískur, ekki síst í borgarpólitík og Evrópu- pólitík, og er eins og fleiri gefinn fyrir ferðalög: „Við höfðum farið nokkuð víða og fórum t.d. í eftirminnilegar ferðir með börn- unum okkar til Afríku og Suður- Ameríku. Ég hlusta töluvert á tónlist en líklega ekkert mikið meira en geng- ur og gerist. Og ég er enginn sér- vitringur í tónlist. Kannski fyrst og fremst poppari sem hlustar á allt popp þó aldurinn segi mér að ní- undi áratugurinn hljóti að hafa ver- ið blómaskeið popptónlistarinnar.“ Fjölskylda Eiginmaður Felix er Baldur Þór- hallsson, f. 25.1. 1968, prófessor við HÍ. Foreldrar hans eru Þór- hallur Ægir Þorgilsson, f. 13.9. 1939, rafvirkjameistari á Ægissíðu í Rangárþingi Ytra, og Þorbjörg Hansdóttir, f. 8.2.1939, d. 15.10. 2013, kaupmaður á Ægissíðu. Fyrrv. eiginkona Felix er Ásdís Ingþórsdóttir, f. 21.2.1967, arkitekt. Börnin eru Guðmundur Fel- ixsson, f. 6.4. 1990, sviðslistamaður í Reykjavík en kona hans er Þur- íður Blær Jóhannsdóttir leikari, og Álfrún Perla Baldursdóttir, f. 30.1. 1992, stjórnmálafræðingur í Reykjavík en maður hennar er Árni Freyr Magnússon sagnfræðinemi. Systkini Felix eru Þórir Helgi Bergsson, f. 16.12.1968, mat- reiðslumaður í Reykjavík; Sig- urþóra Steinunn Bergsdóttir, f. 21.3. 1972, sálfræðingur í Reykja- vík; Guðbjörg Sigrún Bergsdóttir, f. 5.9. 1982, félagsfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Felix eru Bergur Fel- ixsson,, f. 14.10. 1937, fyrrv. skóla- stjóri og síðar framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, Reykjavík, og Ingibjörg Sigrún Guðmunds- dóttir, f. 8.2. 1942, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík. Úr frændgarði Felix Bergssonar Felix Bergsson Salvör María Friðriksdóttir húsfr. í Vogum í Ísafjarðardjúpi Guðjón Sæmundsson b. í Vogum í Ísafjarðardjúpi Guðbjörg Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja í Rvík Guðmundur Jón Ludvigsson forstj. Gísla J. Johnsen í Rvík Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Sigrún Ó. Guðmundsdóttir verkakona á Ísafirði Ludvig A Einarsson málaram. í Rvík Ólafur Guðmundsson smiður í Rvík Guðmundur Ó. Ólafsson pr. í Skálholti Felix Ólafsson pr. og trúboði Helgi Guðmundsson aktygjasmiður í Rvík Ludvig Á. Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi Guðjón Guðmundsson rekstrarráðgjafi og fyrrv. form. KR Sigurður Helgason fyrrv. forstj. S. Helgason Bjarney Ágústa Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðbjörg Kristín Ludvigsdóttir læknir Jón Gnarr fyrrv. borgar- stjóri Þorbjörn Sigurðsson b. í Mjósundi í Villingaholtshr. Sigurþóra S. Þorbjörnsdóttir húsfreyja í Rvík Felix Guðmundsson framkv.stj. Kirkju- garða Reykjavíkur Bergur Felixson framkv.stj. Leikskóla Reykjavíkur Guðný Jónsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Guðmundur Felixson verslunarm. á Eyrarbakka, systursonur Gunnvarar, langömmu Egils Skúla Ingbergssonar fyrrv. borgarstjóra Anna Jónsdóttir húsfr. í Rvík Þórunn Jónsdóttir húsfr. í Mjósundi Gils Guðmundsson fæddist íHjarðardal innri í Önundar-firði 31.12. 1914, sonur Guð- mundar Gilssonar, útvegsb. í Hjarðardal, og k.h., Sigríðar Hagalínsdóttur. Foreldrar Guðmundar: Gils Bjarnason á Mosvöllum og Guð- mundína Jónsdóttir, systir Guð- nýjar, ömmu Jónu, ömmu Ólafs Þ. Þórðarsonar og Kjartans Ólafssonar alþm. Foreldrar Sigríðar: Hagalín Þorkelsson og Sólveig Pálsdóttir. Kona Gils var Guðný Jóhannes- dóttir en dóttir þeirra er Erna Sig- ríður Gilsdóttir, kennari í Dan- mörku. Stjúpsonur Gils er Úlfur Árnason, doktor í Lundi. Gils lauk kennaraprófi frá KÍ 1938, var sjómaður 1934-40, kennari við Íþróttaskólann í Haukadal og við unglingaskóla í Garði og Sandgerði, rithöfundur frá 1942, blaðamaður og ritstjóri 1943-56 og framkvæmda- stjóri Menntamálaráðs og Bókaút- gáfu Menningarsjóðs 1956-75. Gils var alþingismaður Reykjavík- ur fyrir Þjóðvarnarflokk Íslands 1953-56 og þingmaður Reykjanes- kjördæmis fyrir Alþýðubandalagið 1963-79. Hann var formaður Þjóð- varnarfélags Reykjavíkur 1953-54 og varaformaður Þjóðvarnarflokks- ins 1960-62, formaður Rithöfunda- sambands Íslands 1957-58 og for- maður félagsins Ísland – Færeyjar. Gils sat í Rannsóknaráði ríkisins, var skipaður í endurskoðunarnefnd laga um friðun Þingvalla og nátt- úruvernd, var formaður fiskveiði- laganefndar frá 1971, sat í Norður- landaráði 1971-74, í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar og í Þing- vallanefnd. Hann sat á Allsherjar- þingi SÞ 1970 og á hafréttar- ráðstefnu SÞ 1974-75. Gils samdi fjölda sagnfræðilegra rita og skrifaði sögu ýmissa stéttar- félaga. Má þar helst nefna Skútuöld- ina, Togaraöldina og Vestfirska sagnaþætti. Þá ritstýrði hann tíma- ritum og bókum, s.s. bókunum Öldin sem leið 1800-1900 og Öldin okkar, frá 1900-1980. Gils lést 29.4. 2005. Merkir Íslendingar Gils Guð- mundsson Gamlársdagur 85 ára Guðrún Sjöfn Janusdóttir Sveinn Jóhannesson 80 ára Árni Valdimarsson Einar Pétursson Ester Rögnvaldsdóttir Jón Ingólfsson 75 ára Kristrún E. Kristófersdóttir Lucita Elín Mendoza Steindór Guðjónsson Sverrir Kristjánsson Valgerður Á. Franklín 70 ára Birgir Grétar Ottósson Bjarney Kristín Ólafsdóttir Eva Hjördís Þorkelsdóttir Gunnar Þórarinsson Karl Nikulásson Sigríður Bjarnadóttir Sóley Gestsdóttir 60 ára Aðalheiður Stefánsdóttir Bryndís Anna Björnsdóttir Helgi Eggertsson Kári Ólafsson 50 ára Dagný Björg Davíðsdóttir Eygló Jónsdóttir Friðþjófur Jónsson Halldór Jón Halldórsson Hanna Birna Björnsdóttir Ingibjörg E. Sigurðardóttir Ingólfur Guðbrandsson Rúnar Baldur Róbertsson Soffía Katrín Sigurgeirsdóttir Sveinn Árnason 40 ára Arkadiusz Pluta Hjördís Svan Aðalheiðardóttir Linda Bajraktari Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Slawomir Leszek Chojecki Sólveig Stefánsdóttir Þórdís Helga Helgadóttir 30 ára Davíð Einarsson Hörður Björn Karlsson Ingvi Hrannar Jónsson Lukasz Sylwester Pich Marcin Siwicki Rafal Jankowski Sunna Þrastardóttir Sylwia Burzykowska Nýársdagur 95 ára Ásta Árnadóttir 90 ára Bjarni Skarphéðinsson Guðrún Albertsdóttir 85 ára Árdís Svanbergsdóttir Haraldur Ármann Hannesson Sverrir Björnsson 80 ára Ármann Gunnarsson Guðbjörg Felixdóttir Jóhann Hauksson Kristbjörg Gunnarsdóttir 75 ára Jakob Hálfdanarson Sveindís Þórunn H. Pétursdóttir Tryggvi Finnsson 70 ára Guðrún Ágústsdóttir Halimo Ahmed Hassan Harpa Geirdal Guðmundsdóttir Irena Wasielewska Jytte Hjartarson Katrín Gunnarsdóttir Raiseh Agha Skafti Sæmundur Stefánsson Stanislaw Lyczek 60 ára Arngrímur Jónsson Elsa Magnúsdóttir Ingi Hans Ágústsson Kristján Þórður Blöndal Logi Úlfarsson Mieczyslaw Duda Steinunn M. Þórketilsdóttir Tadeusz Kowalski 50 ára Aðalsteinn Gunnarsson Dagnija Karabesko Felix Bergsson Guðjón Skúlason Guðrún Jóna Magnúsdóttir Hnia Monir Jón Arason Jón Gísli Ragnarsson Margeir Reynisson Urszula Malgorzata Kolka Valborg Halldóra Gestsdóttir Zophonías Oddur Jónsson 40 ára Agata Beben Brynjúlfur Jónatansson Guðmundur Ragnar Björnsson Jóhanna Þorbjargardóttir Kanda Kohyangphuak Magdalena Kozak Magnús Björnsson Marcin Stanislaw Dobrzynski Marek Malecki Stefán Fannar Stefánsson Taoufik Jlida Valgerður Dýrleif Heimisdóttir 30 ára Axel Fannar Borgarsson Davíð Halldórsson Gunnar Ingi Valdimarsson Halla Björg Kolbeinsdóttir Husamettin Kaymaz Jovana Bjelivuk Kristbjörg Smáradóttir Hansen Kristina Steinkross Nielsen Óskar Gunnarsson Ragnheiður Bjarnadóttir Ragnhildur Pétursdóttir Sardar Ali Alemi Svala Konráðsdóttir Þórey Elva Sverrisdóttir Til hamingju með daginn Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Sorpkvarnir í eldhúsvaska www.kvarnir.is 20 ÁRA 1996 2016 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Skoðaðu úrvalið á kvarnir.is 20%afsláttur af sorpkvörnum út árið 2016 TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.