Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 Elsku afi minn. Þá er komið að kveðjustund. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eyða mín- um fyrstu árum á Velli með þér, mömmu og ömmu og vor- uð þið amma mér sem foreldr- ar, þeir bestu mögulegu. Þegar ég og mamma fluttum til Reykjavíkur voru allar lausar stundir nýttar til að koma að heimsækja þig og ömmu, enda leið mér hvergi betur. Þriggja ára gömul byrjaði ég að taka rútuna ein austur til ykkar og var Völlur paradís að alast upp í og þvílíkt frelsi sem það var að ganga um sveitina frjáls. Hver dagur með þér var eins og ævintýri og alltaf varstu til í að gera eitthvað með mér, sundferðir fannst okkur skemmtilegastar og ég gleymi því aldrei þegar við syntum saman heilan kílómetra, það sem við vorum ánægð með okkur. Skemmtilegast fannst mér þó þegar við fórum á rúnt- inn og keyrðum við Suðurland- ið þvert og endilangt þar sem þú sýndir mér hvern krók og Jón Benediktsson ✝ Jón Benedikts-son fæddist 8. apríl 1937. Hann lést 16. desember 2016. Útför Jóns var gerð 30. desember 2016. kima, alltaf varstu til í að taka fólk upp í sem vantaði far og segja því sögur úr sveitinni, frásagnarstíll þinn var frábær og fundust mér draugasögurnar þínar mest spenn- andi og í minning- unni kunnir þú þær allar. Í seinni tíð þegar ferðum á Hvolsvöll fór að fækka héldum við alltaf miklu sambandi og töluðum við reglulega saman. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem var í gangi hverju sinni og var enginn stoltari af mér en þú og hlakkaði ég alltaf til að hringja í þig til að segja þér fréttir af því sem drifið hafði á daga mína og heyra fréttir af þér. Þú varst ótrúlega ástríkur og elskaðir fólkið í kringum þig af öllu hjarta, ást þín til ömmu var órjúfanleg og var dásam- legt að horfa á ykkur saman, heimili ykkar var uppfullt af hlýju, gleði og hlátri. Í allri þeirri sorg sem fylgir því að kveðja þig er þó einn ljós punktur og trúi ég því að þú og amma séuð saman á ný, dans- andi inni í stofu með Spora hoppandi í kring. Elsku afi minn, takk fyrir öll ævintýrin – heimasætan á Velli, Kolbrún Sif Hjartardóttir. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Guðmundur Baldvinsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær faðir minn og afi, HALLDÓR JÓNSSON flugvirki, Dalbraut 14, lést á Landspítalanum við Hringbraut, 26. desember. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 10. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. . Jóhanna Björk Halldórsdóttir, Davíð Bjarki Jóhönnuson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Daddi í Felli, vélstjóri, Skipastíg 12, Grindavík, lést 27. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 13.00. . Guðný Guðjónsdóttir, Kristján V. Halldórsson, Elísabet Egilsdóttir, Kári Halldórsson, Guðjón J. Halldórsson, Karin Mattsson, Sigríður K. Halldórsdóttir, Kristjana Halldórsdóttir, Sigurgeir Þ. Bjarnason, Sigurjón G. Halldórsson, Þórkatla Ragnarsdóttir, Anna Á. Halldórsdóttir, Helgi Kristjánsson, Vilmundur R. Halldórsson, Laeila J. Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og hluttekningu vegna andláts og útfarar okkar ástkæru SVÖLU GUÐMUNDSDÓTTUR. . Leifur Ragnarsson, Íris Lana Birgisdóttir, Birgir Leifur Irving. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARKÚS E. JENSEN, lést að morgni jóladags. Jarðarför hans verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. janúar kl. 15. . Magdalena Kjartansdóttir, Elín Metta Jensen, Katrín Þórarinsdóttir, Aron Freyr Lúðvíksson, Stefán Þórarinsson, Berglind Bergmann, og barnabörn. Ástkær sambýliskona mín, móðir, systir og amma, DÓRA HLÍN INGÓLFSDÓTTIR rannsóknarlögreglukona, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. janúar, klukkan 13.00. . Erlingur Kristjánsson, Sigrún Helga Lund, Jóhanna Guðmundsdóttir, Svanhvít Eygló Ingólfsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir og barnabörn. Minn besti vinur og ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS ÞÓRARINSSON, Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðviku- daginn 4. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 0142-15-382971, kt. 511297-2819. . Þórunn Axelsdóttir, Magnús Rúnar Jónasson, Ágústa Ásgeirsdóttir, Þórarinn Sveinn Jónasson, Rut Jónsdóttir, Jónas Þór Jónasson, Særún Rúnarsdóttir, Sveinn Ólafur Jónasson, Herborg Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði, lést 26. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 2. janúar kl. 15.00. . Hörður Líndal Árnason, Jóna Birna Harðardóttir, Þorlákur Oddsson, Júlíana Harðardóttir, Jón Þorkell Jakobsson, Ágúst Harðarson og ömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, STEINUNN S. JÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum aðfaranótt 21. desember. Útförin fer fram frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 3. janúar klukkan 13.00. . Guðmundur G. Guðmundsson, Bryndís Magnea Dardi, Þórarinn Halldórsson, Jón Ingi Dardi, Magnea Rögnvaldsdóttir, Jón Þór, Steinunn Sif, Telma Dögg, Ómar Ingi og barnabarnabörn. Bæjarstæðið á Selá er gróið og fallegt þar sem áin niðar hjá garði á leið sinni út í Sel- víkina hvaðan Kolbeinn ungi lagði upp til þeirrar orrustu er síðar var kölluð Flóabardagi. Stutt er til heiðarinnar með stararflákum, brokflóum, tjörn- um og vötnum. Þetta var um- hverfið hans Hreins nær alla ævi. Eftir fráfall föður síns 1990 bjó hann einn á Selá en flutti til Sauðárkróks fyrir fá- einum árum. Hreinn var ekki þessi dæmigerði einbúi eins og fjölmiðlar vilja stundum draga fram til sýnis. Hann var hvorki einrænn né sérvitur. Þvert á móti var hann bæði myndarleg- ur, félagslyndur, og vel að sér. Ég hef trú á því að sama hafi gilt með Hrein og Hjörleif á Gilsbakka eins og haft var eftir honum: „Ég vorkenni ekki þeim sem búa einir, en ég vorkenni þeim sem sækja í að vera ein- ir.“ Sjálfsagt hefur hann ekki frekar en Hjörleifur ætlað sér að eyða ævinni einn en bara „lent“ í því. Að koma í Selá var eins og að stíga mörg ár aftur í tímann. Fátt hafði verið fært til nú- tímans í þægindum, en allt svo dæmalaust eðlilegt. Legubekk- ur í eldhúsinu, bóka- og blaða- staflar. Suðandi olíuvél hleypti upp á katlinum og hélt jafn- framt þessari litlu vistarveru funheitri þegar ekki var of hvasst úti en nokkuð voru gluggar óþéttir svo hitabreyt- ingar voru tíðar. Hreinn gerði svo sem ekki víðreist um dagana, en fór þó a.m.k. tvær ferðir til útlanda og þar af aðra til Grænlands í góð- um félagsskap undir farar- Hreinn Guðjónsson ✝ Hreinn Guð-jónsson fæddist 7. desember 1937. Hann lést 13. des- ember 2016. Útförin fór fram 27. desember 2016. stjórn Merete mágkonu á Hrauni. Sú ferð reyndist honum ákaflega eftir- minnileg enda landið okkur fram- andi þó nærri sé. Þar kom sér vel grúskarinn í Hreini en hann var gríðarlega vel les- inn og nýtti sér vel bókasafn sveitarinnar sem og Króksins. Hann hafði yndi af tónlist og spilamennsku og við flutninginn til Sauðárkróks hellti hann sér í félagsstarf eldri borgara þar sem hann undi hag sínum vel en því mið- ur allt of skamman tíma. Hreinn bjó aldrei stóru búi en stundaði um árabil silungs- veiði og hákarlsverkun ásamt nágranna sínum Bjarna á Hval- nesi og samhliða söltun grá- sleppuhrogna í fyrirtæki þeirra Skagavör. Reykti silungurinn og hákarlinn voru eftirsóttar vörur og voru þeir félagar bún- ir að ná góðum tökum á fram- leiðslunni. En tímarnir breyt- ast og þessum kafla lauk. Það var gaman að tala við Hrein og sem krakki og ung- lingur minnist ég þess hve auð- velt hann átti með að finna um- ræðugrundvöll þó aldursmunurinn væri mikill. Er ég heimsótti hann síðast á sjúkrahúsið spurði hann ein- mitt eftir Jakobi syni mínum og rifjaði þá upp er hann sem unglingur hafði ekið Hreini og fleirum á skemmtun til Sauð- árkróks. Bað hann mig endi- lega að láta Jakob líta til sín er hann kæmi næst til landsins. Til þess reyndist tíminn þó of skammur því skyndileg heila- blæðing gerði hann óvígan fyr- ir tveimur árum og smám sam- an þvarr sá kraftur sem eftir var. Ég minnist góðs vinar með þakklæti og votta aðstandend- um innilega samúð. Gunnar Rögnvaldsson. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.