Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 20
Flugvélastæði Hægt verður að koma fyrir 9 almennum flugvélum og 2 breiðþotum eða 6 almennum vélum og 4
breiðþotum á nýju stæðunum. Byggðar verða landgöngubrýr við hluta stæðanna sem þjónað verður með rútum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Viðbygging suðurbyggingar Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar verður
tekin í notkun á næsta ári. Viðbygg-
ingin er í hluta bilsins milli suður- og
norðurbyggingar flugstöðvarinnar,
þar sem stóri gangurinn milli
húsanna er. Þar fæst 7.000 fermetra
húsnæði til viðbótar sem bæta mun
aðstöðu fyrir farþega, bæði þá sem
ferðast innan Schengen og þá sem
eru að fara yfir ytri landamæri
Schengen-samstarfsins, að sögn
Guðna Sigurðssonar, upplýsingafull-
trúa Isavia.
Búið er að brjóta niður þriðjung
gangsins enda verið að byggja húsið
þar. Í staðinn fara farþegar um
þrengri bráðabirgðagang sem settur
hefur verið verið upp.
Milljónir bætast við
Í nýbyggingunni og húsnæði sem
verður endurskipulagt fæst aukið
pláss fyrir landamæraeftirlit og
rýmri aðstaða fyrir farþega á báðum
hæðum. Guðmundur Daði Rúnars-
son, framkvæmdastjóri tækni- og
eignasviðs Keflavíkurflugvallar, seg-
ir að landamærasalurinn verði tvö-
faldaður og hægt verði að tvöfalda
afköstin og vel það. Þannig verður
básum lögreglumanna við vega-
bréfaeftirlit fjölgað úr átta í tólf auk
þess sem tólf sjálfvirk hlið verða sett
upp.
Þá verður bætt við um 1.000 sæt-
um í biðsölum, veitingasölum og Frí-
höfn.
Þessi framkvæmd er liður í því að
þjóna stóraukinni flugumferð. Þann-
ig fara 6,8 milljónir farþega um
Keflavíkurflugvöll í ár sem er 40%
aukning frá síðasta ári. Farþegaspá
Isavia gerir ráð fyrir að á næsta ári
fjölgi um rúmlega 2 milljónir farþega
til viðbótar, þeir verði 8,75 milljónir.
Þar eru taldir bæði ferðamenn og Ís-
lendingar sem koma til landsins og
skiptifarþegar sem aðeins millilenda
hér.
Meiri dreifing farþega
Tekur Guðmundur fram að há-
annatími dagsins lengist á næsta ári
þannig að húsnæðið nýtist betur.
Auk þess hafa farþegar verið að
dreifast betur yfir árið. Mun stækk-
un húsnæðis flugstöðvarinnar því
ekki fyllast jafnóðum og nýtast til að
bæta aðstöðu fyrir farþega.
Jafnhliða bættri aðstöðu fyrir far-
þega innanhúss er verið að fjölga
flugvélastæðum. Á þessu ári var
bætt við 3 stæðum fyrir almennar
flugvélar. Í vor eiga að verða til tvö
breiðþotustæði til viðbótar en þá
mun Icelandair taka tvær slíkar vél-
ar í notkun. Næsta haust og á árinu
2018 verður fleiri flugvélastæðum
bætt við þannig að þá verða stæði
fyrir 10-11 flugvélar á þessu svæði
sem þjónað er með rútum sem ganga
á milli flugvélanna og flugstöðvar-
byggingarinnar. Guðmundur segir
að verið sé að undirbúa byggingu
landgöngubrúa til að bæta þjón-
ustuna. Þá muni farþegarnir safnast
þar saman og fara með rútu í flug-
stöðina.
Afköst í landamæra-
eftirliti verða tvöfölduð
1.000 ný sæti í viðbyggingu við suðurbyggingu flugstöðvar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Múrbrot Hluti af ganginum á milli suður- og norðurbyggingar Leifsstöðvar
brotinn niður til að hægt sé að byggja þar við suðurbygginguna.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016
Ullarnærföt
í útivistina
Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík
JMJ, Akureyri • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað
Veiðisport, Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Hafnarbúðin, Ísafirði • Blómsturvellir, Hellissandi
Kaupfélag V-Húnvetninga • Mæðgur og Magazin, Stykkishólmi • Eyjavík, Vestmannaeyjum
Pex, Reyðarfirði • Siglósport, Siglufirði
30
ÁRA
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
100%
Merino ull
Góð og hlý heilsársföt
fyrir karla og konur
Stærðir: S–XXL
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
Við óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegs nýs árs
Engin mál hafa komið fyrir siða-
nefnd Ríkisútvarpsins sem skipuð
var í haust. Formaður nefndarinnar,
Gunnar Ingi Jóhannsson hæsta-
réttarlögmaður, segir nefndina vera
nýtekna til starfa, en skipað var í
hana í haust.
„Útvarpsstjóri skipar formann
hennar og hann skal uppfylla starfs-
gengisskilyrði héraðsdómara.
Starfsmannasamtök Ríkisútvarps-
ins skipa einn nefndarmann og Sið-
fræðistofnun Háskóla Íslands skipar
einn nefndarmann. Auk mín sitja í
nefndinni Sigríður Árnadóttir lög-
fræðingur og Guðmundur H. Frí-
mannsson siðfræðingur.“
Spurður um tilgang nefndarinnar
segir Gunnar um eftirlitsnefnd að
ræða sem skili af sér áliti mála sem
borin eru fyrir hana.
„Eins og reglurnar liggja fyrir
núna getur hver sem er skotið mál-
um til nefndarinnar. Þar verða þau
tekin til umfjöllunar og nefndin skil-
ar svo áliti sínu. Það er ekki hlutverk
nefndarinnar að ákvarða viðurlög
verði niðurstaða sú að um brot sé að
ræða.“
Siðanefnd Ríkisút-
varpsins hefur störf
Morgunblaðið/Ómar
Reglur Talin var þörf á sérstakri
siðanefnd fyrir Ríkisútvarpið.
832 umsóknir um atvinnuleysis-
tryggingar, sem tengjast vinnslu-
stöðvun í fiskvinnslu, voru skráðar
inn í kerfi Vinnumálastofnunar síð-
degis þann 29. desember.
Þær elstu eru frá 15. desember,
en stærsti hluti þeirra, eða 686 um-
sóknir, hefur verið samþykktur.
Búast má við að afgangur umsókn-
anna verði samþykktur.
37% umsóknanna eru vegna laun-
þega sem búsettir eru á Norður-
landi eystra, 23% vegna launþega á
Suðurlandi og 12% þeirra vegna
launþega á höfuðborgarsvæðinu og
á Suðurnesjum. Konur eru um 55%
umsækjenda og karlar 45%. Dreif-
ing eftir aldri er nokkuð jöfn, en
flestir á aldrinum 30-39 ára.
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir dæmi
um að fólk hafi ekki unnið sér inn
neinn bótarétt. Í þeim aðstæðum sé
ekki um önnur úrræði að ræða en
fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
kristinedda@mbl.is
832 umsóknir um at-
vinnuleysistryggingar