Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016
Ítilefni af aldarafmæli Kristjáns Eldjárns (1916-1982), sem minnst varmeð ýmsu móti 6. desember síðastliðinn, langar mig að birta eftirfar-andi lista yfir ýmis svarfdælsk orð og orðatiltæki og merkingar þeirrasem hann mundi úr uppvexti sínum og skráði sér til gamans:
Ábyggilegur: Mig minnir
að þetta orð væri notað í
eiginlegri merkingu,
traustur, t.d. um stein í
vegg sem verið er að hlaða.
Áttarígur: Þegar veðri
var þannig háttað að áttir
toguðust á og tvísýnt var
hvor ofan á yrði.
Behollari: Mjög algengt,
sama sem olíuhús (á
lampa).
Beholling eða beholning,
taka beholningu: Gera
vörutalningu. Faðir minn
sagði þetta ætíð.
Búi: Loðkragi um háls á
konu, laus.
Í damminum, í stellunni:
Í rennandi blautum útiföt-
unum.
Dasi: Óáreiðanlegur, svikull maður, ræfilsmenni. „Dasinn sá arna.“ „Þetta
er óttalegur dasi.“
Djúnki: Eitthvað stórt, t.d. bíll, notað eins og t.d. orðið dreki.
Að dumma: Þrauka, halda
út með hægðinni. „Hún
María dummaði í ljánni allan
daginn, þó kalt væri.“
Fett: Ævinlega var sagt
fett, aldrei fernt.
Flummur: Algengt orð:
Dugnaðarmaður til verka,
forkur duglegur. Maður var í dalnum sem kallaður var Siggi flummurinn.
Hefða, var mikið notað: „Hann sagðist hefða látið mig vita ef …“
Hefði skulað, heyrði ég oft og iðulega.
Hupplegur: Alminlegur, hugulsamur. Ætíð borið svona fram.
„Þér leiðist ekki“ voru kerlingar í Svarfaðardal vanar að segja þegar þeim
var vikið einhverju, svo sem í þakkar skyni.
Ljótalíf: „Þetta er nú meira ljótalífið.“
Lúnkúnlegur: Þannig framborið, um hesta, ég held það merki sama og
luntalegur eða þvílíkt.
Mella: Móðir í dýraheiminum. Til dæmis sagði faðir minn oft um gimbr-
arlömb: „Hún er falleg eins og mellan.“ Eða: „Svona var mellan.“
Pússipómaði: Fægilögur.
Skilvunda: Þannig bárum við þetta orð fram á mínu heimili.
Að ganga í skurðinn: Bila, skemmast. „Það hefur eitthvað gengið í skurð-
inn.“
Að fara í slöngur: Að týnast, eða lenda á öðrum stað en venjulega.
Sosskúffa, sögðum við, en sá gripur nefnist víst oftast fægiskúffa. Ekki
vissi ég að í raun væri þetta „sorpskúffa“.
Að stípa á einhverju: Að taka hressilega til matar. „Mér þykir þú stípa á
því.“
Sælinú: Mjög algeng kveðja, óhátíðleg, einkum milli fólks sem sást oft.
Tómos: Þannig var þetta nafn oftast borið fram, með o en stundum Tómás,
sjaldnast Tómas, finnst mér.
Vappla, vöpplur: Ætíð borið svona fram.
Villibráð: Kássa úr kálfsblóði (og ekkert annað).
Þá: Há, seinni sláttur, var nokkuð algengt.
Þoldull: trimm, skokk.
Þvíeins: Stefán Stefánsson í Winnipeg notar mikið samtenginguna þvíeins
sem var svo ákaflega algengt í Svarfaðardal. „Þvíeins var,“ sögðu menn.
Föðurmál
Tungutak
Þórarinn Eldjárn
thorarinn@eldjarn.net
Dr. Kristján Eldjárn
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Einstaklingar vinna með ýmsum og ólíkumhætti úr áföllum, sem þeir verða fyrir í líf-inu. Sumum tekst það og öðrum ekki. Hiðsama á við um fjölskyldur. Stundum ræður
þögnin ríkjum. En staðreyndir hafa tilhneigingu til að
brjótast fram, jafnvel þótt það taki kynslóðir.
Í raun og veru eiga sömu lögmál og gilda í þessum
efnum um einstaklinga og fjölskyldur við um þjóðir.
Sums staðar ríkir enn þögn um þau hlutverk, sem ein-
stakar þjóðir í Evrópu gegndu í heimsstyrjöldunum
tveimur á 20. öld. En annars staðar er tekizt á við þá
hryllilegu og blóðugu fortíð.
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með því,
hvað Norðurlandaþjóðirnar fjalla lítið um hlut sinn í
þeim átökum. Mest þó í Noregi, enda hafa Norðmenn
ekkert að fela. Lítið sem ekkert í Svíþjóð enda hafa
Svíar mikið að fela. Í Danmörku er áherzlan á and-
spyrnuhreyfinguna en minna á upphafið og viðbrögð
Dana við hernámi Þjóðverja.
Þegar litið er til lengri tíma en styrjaldaráranna
hafa Bretar lagt áherzlu á að búa til eins konar glæsi-
mynd af nýlenduveldi sínu en minna fjallað um ofbeld-
isverk sín í þeim löndum og enn minna rætt um fram-
ferði sitt gagnvart Írum á 19. öld og snemma á 20. öld.
Nú eru Þjóðverjar að íhuga að bæta fyrir þjóðarmorð
sín í Afríku, þar sem nú er
Namibía, en þar nánast gjör-
eyddu þeir heilum ættbálkum.
Þeir eiga í viðræðum um
greiðslu skaðabóta og afsök-
unarbeiðni er ekki óhugsandi.
Ekki hefur frétzt af því að Belg-
ar hugleiði það sama vegna
voðaverka á þeirra vegum í Kongó. Þýzkir sagnfræð-
ingar spyrja hvort Þjóðverjar hafi verið að „æfa sig“ í
Afríku í manndrápstækni sem síðan hafi verið „full-
komnuð“ á Gyðingum (og geðveikum og þroskaheft-
um) undir miðbik 20. aldar.
Þjóðverjar hafa gengið lengst í að gera upp fortíð
sína enda gengu þeir lengra í glæpaverkum en flestar
aðrar þjóðir að Sovétríkjum Stalíns og Kína Maós
undanskildum. Þó virðist það hafa tekið þá um 25-30
ár að hefja þá sjálfsskoðun.
Þessar hugleiðingar vakna við lestur merkrar bók-
ar, sem út kom fyrir jólin á vegum bókaforlagsins
Uglu og nefnist Land föður míns – Saga þýzkrar fjöl-
skyldu eftir konu að nafni Wibke Bruhns, sem er
þekkt kona í Þýzkalandi, sem sjónvarpsþula í upphafi,
síðar blaðamaður og rithöfundur. Faðir hennar var
hengdur fyrir aðild að samsærinu gegn Adolf Hitler,
þegar hún var 6 ára eða þar um bil en mynd af hon-
um, sem birtist allt í einu á sjónvarpsskjá við rétt-
arhöldin yfir honum og öðrum vöktu þá spurningu hjá
henni, hvers vegna það gerðist, sem gerðist í Þýzka-
landi á þeim árum. Og til þess að reyna að skilja sitt
fólk lagðist Wibke Bruhns í rannsókn á sögu fjöl-
skyldu sinnar.
Höfundurinn er miskunnarlaus í garð foreldra sinna
og ættmenna og stundum um of, fannst alla vega
þessum lesanda. En bók hennar sem seldist í yfir
hálfri milljón eintaka í Þýzkalandi er augljóslega at-
hyglisvert framlag til uppgjörs Þjóðverja við fortíð
sína. Hún sýnir svo ekki verður um villzt að Adolf
Hitler var ekki eyland, jarðvegurinn var til staðar,
bæði í afstöðu til og andúð á Gyðingum, sem átti sér
miklu lengri sögu, bæði í þýzkumælandi ríkjum og
meðal annarra þjóða í Evrópu og í þjóðerniskennd en
hvort tveggja hagnýtti hann sér í pólitískri baráttu
sinni.
Í byrjun áttunda áratugarins kynntist ég Ungverja,
sem reyndist opnari fyrir umræðum um málefni lepp-
ríkja Sovétríkjanna, en aðrir og spurði hann m.a.
þessarar barnalegu spurningar eftir að hafa virt fyrir
mér ummerki, sem þá var enn að finna í Búda og Pest
eftir athafnir sovézkra skriðdreka þar haustið 1956:
Hvernig getið þið þolað þetta?
Og svarið var: Þið verðið að skilja að við verðum að
lifa af.
Að hluta til er svarið við þeim spurningum, sem
leita á Wibke Bruhns, þegar
hún veltir fyrir sér við-
brögðum foreldra sinna við
Adolf Hitler, að þau þurftu
að lifa af. Faðir hennar og afi
ráku myndarlegt fyrirtæki,
sem átti sér rætur á 19. öld.
Þar störfuðu um og yfir
hundrað manns. Bein andstaða þeirra við Hitler og
hans menn hefði þýtt að fyrirtækinu hefði verið komið
á kné, starfsmennirnir og fjölskyldur þeirra skildar
eftir og þeir sjálfir hnepptir í fangelsi.
Og jafnvel þar sem um var að ræða hrifningu á því
sem var að gerast má spyrja, ef við lítum í eigin barm:
Hvað mundum við hafa gert? Er það víst að við
hefðum ekki hrifizt með?
En jafnframt vekur þessi bók aðrar og nærtækari
hugsanir:
Hrunið 2008 er mesta áfall, sem íslenzka þjóðin hef-
ur orðið fyrir á lýðveldistímanum. Við tókumst á við
það með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og þeim
dómsmálum, sem fylgt hafa í kjölfarið. En er það nóg?
Stjórnmálaflokkarnir, sem við sögu komu hafa lítið
gert af því að horfa í eigin barm. Það á við um Sjálf-
stæðisflokkinn, sem segja má að hafi fallið frá innra
uppgjöri í miðjum klíðum með rökum sem standast
ekki skoðun. Það á við um Framsóknarflokkinn, sem
átti aðild að ríkisstjórn frá 1995 til 2007 og virðist
ekki telja að hann hafi þurft að spyrja spurninga um
eigin verk og það á við um Samfylkinguna, sem átti
aðild að ríkisstjórn frá sumrinu 2007 og virðist ekki
heldur telja að hún þurfi að svara spurningum.
Og það á við um þjóð, sem horfist ekki í augu við
meðvirkni sína.
Kannski þurfum við lengri tíma til að ná áttum.
Þýðing Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur er frábær.
Að horfast í augu við fortíðina
Fjölskyldusaga Wibke Bruhns
er merkt framlag til uppgjörs
Þjóðverja við sjálfa sig.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Baldur Þórhallsson, Jean Mon-net-prófessor á vegum Evrópu-
sambandsins í Háskóla Íslands, hef-
ur í fjölda ritgerða haldið því fram,
að Ísland þurfi skjól af Evrópusam-
bandinu. Bandaríska öldin í sögu Ís-
lands sé liðin, en Evrópska öldin tek-
in við. Í einni ritgerðinni, sem birtist
í European Political Science 2011,
minnist hann (bls. 328-329) á Rússa-
lán, sem rætt var um í banka-
hruninu: „Bandaríkjamenn sögðust
vera fegnir, þegar Rússastjórn gaf í
skyn, að hún væri reiðubúin að leysa
lausafjárvanda Íslendinga með stóru
láni, eftir að kreppan skall á (Upp-
lýsingar úr Sendiráði Bandaríkj-
anna í Reykjavík 2009).“
Þetta getur ekki verið rétt. Auð-
vitað hefðu Bandaríkjamenn ekki
sagst vera fegnir („expressed relief“
eins og Baldur orðar það), hefðu
Rússar eignast hér veruleg ítök.
Þótt Bandaríkjamenn hefðu um þær
mundir engan sérstakan áhuga á
hernaðaraðstöðu á Íslandi, var
markmið þeirra að sjálfsögðu að
koma í veg fyrir, að önnur ríki og
ekki vinveitt öðluðust hér áhrif.
Svo vill líka til, að þessa missögn
má hrekja með gögnum. Í Wiki-
leaks-skjölunum á Netinu er skýrsla
um Rússalánið frá bandaríska sendi-
herranum á Íslandi, Carol van Vo-
orst, sem send var utanríkisráðu-
neytinu í Washington 8. október
2008. Þar segir: „Bandaríkin hafa
hernaðarlega hagsmuni í hánorðri
þrátt fyrir brottför varnarliðsins og
traust samstarf í öryggismálum við
Ísland, sem báðir aðilar hafa lagt sig
fram um að bæta. Í dag bað Sendi-
ráðið fólk í trúnaðarstöðum í forsæt-
isráðuneytinu og annars staðar að
kanna, hvaða traustvekjandi sam-
starf væri hugsanlegt (annað en
gjaldmiðlaskiptasamningar, sem
Bandaríski seðlabankinn vill ekki
gera). Við efumst um, að það væri í
hag Bandaríkjunum eða Atlants-
hafsbandalaginu, að Íslendingar
yrðu háðir Rússum, hversu „hag-
stætt“ sem lánið frá þeim yrði.“
Eflaust var Baldur Þórhallsson í
góðri trú, þegar hann skrifaði þetta.
Hann er sekur um barnaskap, ekki
vísvitandi fölsun. En í kappi sínu við
að skilgreina Ísland frá Bandaríkj-
unum og inn í Evrópusambandið
horfir hann fram hjá sjálfsögðum
sannindum um afstöðu ríkja á Norð-
ur-Atlantshafi. Rætist hér sem oft-
ar, að margt er missagt í sendiráðs-
hjali.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Missögn Baldurs