Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 Rúnar Baldur Róbertsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, á 50 áraafmæli í dag. Hann stendur vaktina alla virka daga á Bylgj-unni milli klukkan eitt og fjögur, og hefur verið síðastliðin tíu ár. Rúnar byrjaði í útvarpinu 1990, var fyrst á útvarpsstöðinni Brosið í Keflavík, fór síðan á FM957 en hefur verið á Bylgjunni frá 2000, fyrst sem helgarmaður en í fullu starfi síðan 2006. „Ég hef alltaf haft áhuga á útvarpi, fundist það skemmtilegur miðill og hann er fljótur að bregðast við tíðindum. Þetta er lifandi starf og þótt maður sé oft að gera það sama þá er alltaf eitthvað nýtt að gerast og ég er alltaf að hitta og kynnast nýju fólki. Það verður ekkert gert að sinni í tilefni afmælisins. Áramótin eru leiðinlegur tími til að halda stóra veislu og ég á ekki von á öðru en að halda upp á afmælið fyrir sjálfan mig, með utanlandsferð eða ein- hverju slíku. Ég hélt síðast upp á 25 ára afmælið svo það er kominn dálítill tími síðan síðast. Ég eyði gamlárskvöldinu með fjölskyldu og vinum, horfi á áramótaskaupið og horfi á fólk skjóta upp flugeldum en er löngu hættur því sjálfur.“ Rúnar verður í foreldrahúsum, hjá þeim Róbert Lauridsen og Sig- ríði Hlíðdal Magnúsdóttur, en þau búa í Þingahverfinu í Kópavogi við Elliðavatn. „Það er fínn staður til að horfa á flugelda. Venjan er að borða um sexleytið en þar sem ég fylgist mikið með enska boltanum og er Liverpool-maður þá var ákveðið að fresta aðeins matnum því þeir eiga leik við Manchester City klukkan hálf sex. Er ekki allt gert fyrir afmælisbarnið?“ Útvarpsmaðurinn Rúnar á vaktinni í Skaftahlíðinni. Borðhaldinu seink- ar aðeins í kvöld Rúnar Róbertsson er fimmtugur í dag F elix Bergsson fæddist í Reykjavík 1.1. 1967 og ólst þar upp fyrsta ár- ið, við Vesturgötuna, en sleit barnsskónum á Blönduósi þar sem faðir hans var skólastjóri grunnskólans. Fjöl- skyldan flutti svo aftur í Vest- urbæinn að sex árum liðnum og festi þá kaup á timburhúsinu Túns- berg við Starhaga sem áður tengd- ist athafnalífi útgerðarfyrirtækisins Alliance: „Mér fór fljótlega að þykja vænt um þetta fallega gamla timburhús á þessum óviðjafnanlega stað svo við Baldur keyptum húsið af foreldrum mínum árið 2004 og höfum átt þar heima síðan.“ Felix var í sex og sjö ára bekk á Blönduósi, var síðan í Melaskóla, Hagaskóla og Verslunarskólanum, lauk þaðan stúdentsprófum, stund- aði síðan leiklistarnám við Queen Margreth University College í Ed- inborg og útskrifaðist þaðan 1991. Við heimkomuna lék Felix hjá Leikfélagi Akureyrar eitt leikár: „Ég hafði verið í hljómsveitinni Greifarnir áður en ég hélt til náms, og var því ekki alveg óþekktur né grænn á bak við eyrun. Hjá LA fékk ég að spreyta mig á Magnúsi í Bræðratungu í Íslandsklukkunni og mér þykir alltaf vænt LA.“, Felix var á samning hjá Þjóðleik- húsinu og lék þar m.a. aðal- hlutverkið í söngleiknum The West Side Story, nornina í Skilaboða- skjóðunni og síðar lék hann í Blóð- bræðrum hjá Borgarleikhúsinu en Felix Bergsson, leikari og þáttagerðarmaður – 50 ára Botnlaus ferðagleði Frá vinstri: Guðmundur, afmælisbarnið, Þuríður Blær, Baldur; Árni Freyr og Álfrún Perla. Ljúfur með bros á vör Æringjarnir Felix og Gunnar Helga- son skemmta á sambýli. Heiðurshjónin Bjarni G. Gunnarsson og Jenný S. Þorsteinsdóttir voru gef- in saman þann 31. desember 1956 og eiga því 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Í dag, gamlársdag, eiga hjónin Magnea Helgadóttir og Sigurjón Guðjónsson Vorsabæ 8, Reykjavík, 60 ára brúð- kaupsafmæli. Þau ætla að njóta dags- ins með börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum sem óska þeim innilega til hamingju með brúðkaupsdaginn. Demantsbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kristín Sturludóttir og Guðbjörn Björns- son eiga 65 ára brúðkaupsafmæli á morg- un, 1. janúar 2017. Þau voru gefin saman í hjónaband í Suðureyrarkirkju á Súg- andafirði, 1. janúar 1952 af séra Jóhannesi Pálmasyni presti, sem þjónaði þar í rúmlega 30 ár. Hann sendi þeim þessa vísu þegar liðin voru 25 ár, á silfurbrúðkaupsdaginn: Í dag hljómar sætt ykkar silfraða bjalla, um sæmd þá er fylgdi ykkur leiðina alla. Svo hljómi hún áfram uns gullhörpur gjalla, og glitrandi demantar til ykkar falla Króndemantabrúðkaup Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 483 4700 / fax: +354 483 4775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður á Hótel Örk Á Hótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.