Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 hennar, afa og ömmu og jafnvel langömmu og langafa. Án þess að segulbandsupptökurnar séu nokkurt sérstakt atriði í sögunni má lesand- anum vera ljóst að þar kynnist hann hinum óvenjulega og viðkvæma afa sínum Guðgeiri, sem tekur loforð sem hann gefur Guði afar hátíðlega svo úr verður ólýsanlegur harm- leikur fyrir alla fjölskylduna. Arndís amma hans og Regína móðir hans sitja uppi með þær afleiðingar og eiga í erfiðu sambandi þar sem gildi mismunandi kynslóða hafa mikla núningsfleti og harmurinn sem fylgir þeim er erfitt að fella inn í líf- ið. Álfrún er sögumaður af guðs náð og nær að segja mikla og breiða sögu, með ríkri skírskotun til Ís- lands ólíkra tímabili í fáum senum. Ný skáldsaga ÁlfrúnarGunnlaugsdóttur ogjafnframt hennar sjö-unda, segir sögu ólíkra íslenskra tíma í lífi fimm kynslóða. Hjónin Guðgeir og Arndís tilheyra tímum þegar íslenskir heildsalar högnuðust á seinna stríði, næsta kynslóð er dóttir þeirra Regína, sem fór út í nám, eignaðist barn og kom einsömul og óhamingjusöm heim, og nútím- inn er sonur Reg- ínu og rithöfund- urinn Magni, í miðju hruni þar sem eiginkona hans missir starf sitt og þau þurfa að endurskoða líf- ið við krappari kjör þar sem þó er nóg af flestu. Foreldrar Guðgeirs koma einnig við sögu, einkum þó móðir hans Sólborg og unglingarnir, börn Magna, eru þarna á sveimi. Hver kynslóð þarf að takast á við erfiðleika sem litar líf þeirrar næstu á eftir og hefur mikil áhrif á sam- skipti og hamingju allra yfir langan tíma. Magni er í forgrunni sögunnar en á háaloftinu hefur hann fundið sögur fjölskyldunnar á segulbandsspólum sem móðir hans hafði safnað saman. Þær gefa honum innsýn inn í líf Hlutskipti húsmóðurinnar á fyrri hluta 20. aldar, sem fannst kannski aldrei raunverulega gaman að elda mat en varð að gera það, og svo Ís- land nútímans þar sem húsbóndinn getur sinnt því í stað eiginkonunnar sem vinnur utan heimilis. Álfrún þarf enga saumnál til að fara ofan í hvert spor sem þessi fjöl- skylda steig og í raun er ótrúlegt hve stórum og djúpristum myndum hún nær af persónum án mikils útsaums. Þá er mjög þægilegt aflestrar hvernig sögunni er skipt upp í kafla út frá sjónarhorni aðalpersóna sem hafa allar ákveðinn sjarma þrátt fyr- ir breyskleika. Síðast en ekki síst er Fórnarleikar ákaflega spennandi og ófyrir- sjáanleg saga, dramatísk en skemmtileg í senn. Morgunblaðið/Ófeigur Höfundur Álfrún þarf enga saumnál til að fara ofan í hvert spor sem þessi fjölskylda steig og í raun er ótrúlegt hve stórum og djúpristum myndum hún nær af persónum án mikils útsaums,“ segir í rýni. Ísland ólíkra kynslóða Skáldsaga Fórnarleikar bbbbn Eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Mál og menning, 2016. 216 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju, sem staðið hefur yfir síðan í byrjun desember, lýkur í kvöld með Hátíð- arhljómum við áramót – árlegum tón- leikum sem nú eru haldnir í 24. skipti. Þar verður venju samkvæmt leikið á trompet, pákur og orgel. Á tónleikunum koma fram tromp- etleikararnir Ásgeir H. Stein- grímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Eggert Pálsson pákuleikari og Björn Steinar Sól- bergsson organisti. Tónleikarnir hefjast kl. 16.30 og flutt verða hátíðarverk eftir C.P.E. Bach, Händel, Clarke, Gigout, Mou- ret, J.S. Bach og Albinoni. Þá frum- flytur Björn Steinar umritun sína fyrir orgel á Víkivaka Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. „Sveinbjörn samdi verkið upprunalega fyrir píanó en það kemur mjög skemmtilega út að leika það á orgel. Hljóðfærið gefur kost á ótal litbrigðum,“ sagði Björn Steinar við Morgunblaðið í gær. „Síð- an verður leikið hvert glæsinúmerið á fætur öðru fyrir trompetana. Þessi samsetning; orgel, trompet og pákur er mjög hátíðleg,“ sagði organistinn. Hátíðarhljómar við áramót hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi, en þeir fyrstu fóru fram fljótlega eftir að Klais orgel kirkjunnar var vígt árið 1992. Alla tíð hefur verið fullt út úr dyrum í Hallgrímskirkju á gaml- ársdag en vakin er athygli á því að tónleikarnir eru ekki á sama tíma dags og venja er. „Mjög sterk hefð hefur skapast fyrir tónleikunum og stemningin jafnan gríðarlega góð. Hér hefur reyndar verið mjög góð að- sókn á alla viðburði jólatónlist- arhátíðarinnar sem lýkur með þess- um tónleikum,“ sagði Björn Steinar. Aðgangseyrir er 3.900 krónur, hálfvirði fyrir meðlimi Listvinafélags Hallgrímskirkju, öryrkja og nem- endur. skapti@mbl.is Hátíðlegt Frá Hátíðarhljómum í Hallgrímskirkju fyrir réttu ári síðan. Hátíðarhljómar í Hallgrímskirkju  Listvinafélagið býður upp á lúðra, pákur og orgel í 24. skipti um áramót 2D ÍSL TAL - SÝND KL. 1.45, 3.50, 6 2D ENS TAL - SÝND KL. 5, 8 SÝND KL. 2, 8.15, 10.25 TILBOÐ KL 1:45 TILBOÐ KL 2 ATH: LOKAÐ 31. DESEMBER - TÍMAR OG TILBOÐ GILDA 1. JANÚAR 2017 GLEÐILEGT NÝTT ÁR TILBOÐ KL 2 SÝND KL. 8, 10.50 SÝND KL. 10.25 SÝND KL. 2, 5 Munið að slökkva á kertunum Best er að kæfa eldinn þegar slökkva á í útikerti ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.