Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 K RANSÆÐA - BÓK IN Ritstjórar: Guðmundur Þo rgeirsson & Tómas Guðb jartsson Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson, ritstjórar og útgefendur Kransæðabókarinnar. FRÆÐSLURIT UM KRANSÆÐA- SJÚKDÓM Við þökkum frábærar viðtökur við Kransæða- bókinni sem nú er uppseld hjá útgefendum. Ný prentun er væntanleg í lok janúar. UPPSELD! Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á landsvísu er árið 2016 eitt þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga hér á landi, samkvæmt útreikning- um Trausta Jónssonar veðurfræð- ings. Meðalhiti í byggð reiknast 5,0 stig, en reiknaðist 5,1 stig árin 2014 og 2003, en munurinn er ómark- tækur. Tíðarfar ársins var lengst af hagstætt. Meðalhiti í Reykjavík í ár er 6,0 stig og hefur aldrei verið marktækt hærri, reiknaðist þó 6,1 stig 2003, hækkað úr 6,06 stigum. Á Akureyri er meðalhitinn um 4,9 stig og hefur aðeins þrisvar verið hærri, síðast 2014. Í Stykkishólmi er villumeð- ferð ekki lokið, en hugsanlegt er að árið verði þar það hlýjasta frá upp- hafi mælinga, 1846, segir á vef Veð- urstofunnar. Aðeins hálf sólskinsstund 29 fyrstu dagana í desember Fyrstu 29 daga desembermán- aðar mældist aðeins hálf sólskins- stund í Reykjavík. Sól er ekki hátt á lofti á þessum árstíma, en þetta er með því minnsta sem mælst hef- ur. Fyrstu tveir mánuðir ársins voru heldur kaldari en venjulegast hefur verið á undanförnum árum og því var lengi vel talið ólíklegt að árið í heild yrði jafnhlýtt og raun ber vitni. Með marsmánuði hlýnaði og síðustu mánuðir ársins voru sér- staklega hlýir, ekki síst þó metmán- uðurinn október. Um landið sunnanvert var úr- koma lengst af undir meðallagi fyrstu átta mánuði ársins, en síð- ustu mánuðirnir urðu aftur á móti mjög úrkomusamir, sérstaklega þó október. Úrkoma í Reykjavík varð um 15% ofan meðallags ársins í heild. Á Akureyri var ársúrkoma um fjórðungi ofan meðallags. Vindhraði var neðan meðallags í flestum mánuðum og illviðri færri en algengast er. Trausti fjallar á bloggsíðu sinni, hungurdiskum, um meðalhita og birtir graf sem sýnir meðalhitaröð aftur til 1874. Hann segir að hún sé töluverðri óvissu undirorpin fyrstu 50 árin, en batni síðan smám sam- an. Ekki sé sérstök ástæða til að efast um hlýindin fyrir um 80 árum, en þá hafi hæsta 10 ára meðaltalið farið í 4,1 stig – fyrst 1928 til 1937, en sé nú 4,4 stig. Munurinn tæplega marktækur – en samt. „Sé litið á tímabilið allt virðist hiti hafa hækkað um ríflega 1,1 stig á öld – en eins og venjulega hafa leitnireikningar ekkert gildi sem spár. Varla er ástæða til að búast við öðru en að við munum halda áfram að sjá stórar ára- og ára- tugasveiflur áfram – sem fyrr. Staðbundinn breytileiki og hnattræn hlýnun Eins og oft hefur verið fjallað um hér á hungurdiskum áður virðist staðbundinn breytileiki í hringrás lofts við Norður-Atlantshaf (vind- áttir og þrýstimynstur) ráða ríflega helmingi breytileikans frá ári til árs – áratugasveiflur eru óskýrðar að mestu (þó ekki alveg) – en al- menn hnattræn hlýnun getur skýrt heildarleitnina – að öllu eða að ein- hverju leyti. Við vitum hins vegar ekki hvar á kvarðanum við liggjum nú – hvert er vægi hagstæðrar ára- tugasveiflu og hvert er vægi hnatt- rænnar hlýnunar í þeim hlýindum sem við höfum búið við að und- anförnu. Sveiflan mikla milli áranna 2014, 2015 og nú 2016 er að miklu leyti skýranleg af vindáttum og loft- þrýstimynstri,“ skrifar Trausti, en setur þó fyrirvara með árið 2016 þar sem útreikningum sé ekki lok- ið. Eitt þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga  Meðalhiti í Reykjavík aldrei marktækt hærri  Færri ill- viðri en algengast er  Mikil úrkoma síðustu mánuði ársins Trausti Jónsson Vænta má stórra ára- og áratugasveiflna áfram. Landsmeðalhiti í byggð 1874 til 2016 1880 2016 6 5 4 3 2 1 0 Hitastig er skráð í gráðum á Celcius Heimild: Trausti Jónsson leitni: 1,1°C/öld einstök ár 10-ára keðja 1933 1979 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Síðari hluti desember hefur verið stormasamur en alla jafna var hita- stig mánaðarins yfir meðallagi í takt við árið í heild sinni. Upphaf nýs árs verður með mild- ara móti þrátt fyr- ir sveiflur í hita- stigi. „Það verður hækkandi loft- þrýstingur suður og suðvestur af landinu og há- þrýstivæði af mildum uppruna. Það gerir það að verkum að hlé verður á lægðum í bili og lát á þessum skakviðrum. Á morgun (í dag) verður hægviðri annars staðar en á Norð- austurlandi þar sem verður strekk- ingsvindur með éljum og skafrenn- ingi. Strax á nýársdag er kominn vestanstrekkingur og þá hlánar aftur á láglendi,“ sagði Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Annan janúar má bú- ast við rigningu frá sömu hæð og 4-5 stiga hita. Þann þriðja kólnar síðan vegna norðanáttar en hlýnar á nýjan leik fjórða janúar. Kalt loft frá Kanada Fyrstu daga ársins er því ekki von á illviðri eins og geisað hefur yfir hátíðirnar en Ísland slapp ágætlega í samanburði við nágrannalönd sem urðu fyrir talsverðu tjóni vegna veðurfarsins. „Það er varla hægt að segja að það hafi verið óvenjulegt, flesta vetur fáum við einn og stundum fleiri kafla þar sem hver djúpa lægðin rekur aðra í grennd við okkur. Stundum í janúar og jafnvel í mars eins og árið 2015. Á þessum köflum skapast hent- ug skilyrði fyrir myndun lægða þegar kalt loft ættað frá Kanada nær út á sjó og kemur í veg fyrir hlýrra Atl- antshafsloftið. Þá verða til þessar lægðir sem breiða úr sér, eigna sér Norður-Atlantshafið og valda storm- um. Við sluppum þó vel miðað hve djúpar og skeinuhættar lægðirnar voru í Færeyjum, Skotlandi og Nor- egi,“ sagði Einar. Fádæma hlýtt framan af Framan af desembermánuði stefndi í methita þegar hlýir sunnan- vindar voru allsráðandi en snörp um- skipti á síðari hlutanum gerðu út um allar vonir. „Hann er talsvert hlýr en setur engin met. Í Reykjavík stefnir í að meðalhitinn verði 3,8 til 3,9 gráður sem er rúmlega þremur og hálfri gráðu yfir meðallagi. Það var fádæma hlýtt fram yfir tuttugasta og stefndi lengi vel í að þetta yrði hlýjasti desem- bermánuðurinn en síðan kólnaði, við fengum samfelldan illviðrakafla og þá er meðalhitinn fljótur að falla. Þegar búið er að mæla svona lengi þarf að vera afbrigðileg tíð til að setja met.“ Spáð í veðurfarið á næstu dögum Nýtt ár byrjar betur en því gamla lauk Einar Sveinbjörnsson Morgunblaðið/Eggert Stormur Yfir hátíðirnar hafa sumir átt erfitt með að komast leiðar sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.