Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 Höfundur HuMu Jóhannes Erlingsson ásamt börnum sín- um, Emblu Hlökk og Nökkva Styr, sem um nokkurt skeið voru samtímis í leikskólanum Holtakoti. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Jóhannes Erlingsson er for-eldri og forritari. Hannstarfar að vísu ekki lengursem slíkur, en sér engu að síður ýmsar lausnir með augum for- ritarans. Þegar börnin hans tvö, Nökkvi Styr og Embla Hlökk, voru í leikskólanum Holtakoti á Álftanesi árið 2013 segist hann ævinlega hafa gleymt að fá upplýsingar um hversu lengi þau sváfu, hvað hann ætti að koma með fyrir þau eða hvað væri yfirhöfuð að gerast í leikskólanum. „Innandyra voru upplýsingar út um allt, en ég gleymdi bara alltaf að gá og rankaði ekki við mér að því leyt- inu fyrr en ég var kominn heim og þá var oft orðið um seinan að gera eitthvað í málunum,“ segir Jóhann- es. Honum þótti trúlegt að svipað væri upp á teningnum hjá öðrum foreldrum og fékk þá hugmynd að búa til ódýra og þægilega lausn fyr- ir leikskóla og foreldra til að eiga skilvirk samskipti sín á milli. Lausn- in fólst í appi fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, sem hann byrjaði á 2015 og hefur verið með í þróun í rúmt ár í samstarfi við Holtakot og foreldra barnanna sem þar eru. „Leikskólinn og foreldrar barnanna hafa verið með appið upp- sett í símum sínum um nokkurt skeið og látið vel af. Sem virkir not- endur hafa þeir bent mér á kosti þess og galla og ég hef lagað bún- aðinn eftir ábendingum þeirra, breytt og bætt eftir þörfum,“ segir Jóhannes. Markmiðið að kerfið verði sjálfbært Appið er nú aðgengilegt og ókeypis bæði á Android- og iOS- tæki og hægt að hlaða því niður af PlayStore og AppStore. Því fer þó fjarri að Jóhannes hafi – eða ætli sér – að sleppa af því hendinni. Hann er enn að fínpússa verkið og býst við að hafa um- sýsluna á sinni könnu til frambúðar. Markmiðið er að kerfið verði sjálf- bært, en hann verði á vaktinni ef eitthvað bjáti á og grípi þá inn í. „Mér fannst mikilvægt að upp- lýsingarnar bærust á rauntíma, en það er frábrugðið því fyrirkomulagi sem við eigum að venjast. Foreldrum verður oft hugsað til barna sinna í leikskólanum. Þeir velta kannski fyrir sér hvað þau hafi borðað, hvort þau hafi fengið lúrinn sinn og öðru sem er mikilvægt fyrir líð- an þeirra. Með app- inu geta foreldrar fengið innsýn í líf barnanna þann tíma sem þau eru ekki í þeirra umsjá.“ Jóhannes starfar sem verkefnastjóri í farsímaþróun hjá Me- niga, en hefur unnið að þróun appsins á kvöld- in og um helgar. Hann hefur engan fjárhags- legan ávinning af fram- takinu, enda segir hann leikskólana undir- fjármagnaða og því ólíklegt að app sem þyrfti að borga fyrir þætti væn- legur kostur. Aftur á móti eru aug- lýsingar birtar í viðmóti foreldranna til að greiða fyrir hýsingu og annan slíkan kostnað, en planið er svo að gera þeim foreldrum sem það kjósa kleift að losna við auglýsingarnar gegn vægu gjaldi. „Valdar auglýs- ingar,“ áréttar hann. Inntur nánar hvað í því felist segir hann að aug- lýsingar á appinu þyrftu vitaskuld að uppfylla ákveðin skilyrði. „Aug- lýsingar um fjárhættuspil, ofbeldis- leiki eða þvíumlíkt myndu ekki rata þar inn,“ nefnir hann sem dæmi. Fréttaveita leikskólans Jóhannesi þótti vel við hæfi að nefna appið HuMu sem er samsuða úr nöfnum Hugins og Munins, hrafna Óðins í norrænni goðafræði. Eins og margir vita fór fátt framhjá þeim hröfnum. „Þeir voru frétta- veitur Óðins og báru honum tíðindi um allt sem þeir höfðu séð og heyrt yfir daginn, líkt og HuMu gerir fyr- ir foreldra; flytur þeim fréttir af börnunum á meðan þau eru í leik- skólanum. Sem dæmi um hagræðið segir Jóhannes að foreldrum gæti þótt gott að fá sendar, beint í símann, áminningar um dótadaga eða hvort það vanti bleiur, og upplýsingar um hvað sé í matinn í leikskólanum svo þeir kaupi ekki það sama og þar er boðið upp á. Einnig geti starfs- maður sem sér um matinn sett inn matseðil fyrir vikuna eða mánuðinn ef því væri að skipta. „Holtakot er heilsuleikskóli, svokallaður græn- fána-leikskóli, og því er mikil áhersla lögð á göngutúra, vett- vangsrannsóknir og þvíumlíkt. Leikskólakennararnir hafa m.a. tek- ið myndir af börnunum í leik og starfi og hlaðið þeim jafnóðum í far- símann. Einnig hafa þeir sent for- eldrum mynd af gönguleiðinni sem farin var og upplýsingar um vega- lengd, en þeir hafa þá kortlagt hana með öðru appi á sínum síma. Efalít- ið munu starfsmenn reynast mis- duglegir að setja inn myndir, kúnst- in er að finna jafnvægið. Megintilgangur appsins er að for- eldrar séu í meira sambandi við leikskólann en ella; séu meiri þátt- takendur í því sem þar er að gerast og upplifi leikskólann ekki sem nokkurs konar geymslustað fyrir börnin.“ Engar persónugreinandi upplýsingar Aðspurður segir Jóhannes að notendur hafi í hendi sér að senda prívat skila- boð og myndir eða deila á allan hópinn. Leik- skólinn og foreldrar þurfi einfaldlega að koma sér saman um stillingar og aðgangs- stýringu. Engar per- sónugreinandi upplýs- ingar séu vistaðar og engar kennitölur í kerf- inu. „Foreldrar geta ekki séð neinar upplýsingar um önnur börn vegna þess að þeir eru bara tengdir sínu eigin barni,“ útskýrir hann. HuMu-appið er ekki bara í þágu foreldranna, starfsmenn Holtakots eru ekki síður ánægðir að sögn Jóhannesar. „Þeim finnst hagræði í að geta sent foreldrum skilaboð og líka að foreldrarnir láti þá vita gegnum appið ef börnin eru veik, hver sæki þau og ýmislegt fleira og vera þannig ótruflaðir af stöðugum símhringingum.“ Á vefsíðunni humu.is eru grein- argóðar upplýsingar um notkunar- möguleika appsins, en annars er einfaldlega hægt að hlaða því niður og prófa. Enda hugsaði Jóhannes HuMu ekki bara fyrir Holtakot. Hann segir að hæglega megi útfæra hugmyndina fyrir frístundaheimili, íþróttahreyfingar og fleiri bæði hér heima eða erlendis. Þeir Huginn og Muninn tala nefnilega tungum tveim, annars vegar íslensku og hins vegar ensku og stefnir Jóhann- es að því að bæta við fleiri tungu- málum. „Mér til mikillar undrunar sá ég að leikskóli í Kanada var far- inn að nota appið aðeins þremur tímum eftir að ég gerði það að- gengilegt,“ segir Jóhannes, sem nú þegar hefur fengið fjölda fyrir- spurna frá bæði leikskólastjórum og foreldrum. Huginn og Muninn flytja tíðindi af leikskólabörnum Splunkunýtt app, HuMu, er ókeypis og þægileg lausn fyrir leikskóla og foreldra til að eiga skilvirk samskipti sín á milli. Sérstaða þess felst m.a. í að leikskólastarfsmenn og foreldrar nota sama forritið, þeir skrá sig sem notanda og geta samtímis byrjað að nota það. Þannig segir höfundurinn, Jóhannes Erlingsson, foreldri og forritari, að foreldrar geti fylgst með börnum sínum í leik og starfi á rauntíma. Leikskólinn Leikskólinn getur haldið utan um upplýsingar um daglegt líf barnanna og deilt þeim með foreldrum. Fyrir leikskóla: HuMu gerir leikskólum kleift að halda utan um upplýs- ingar um daglegt líf barnanna og deila þeim upplýsingum með foreldrum, án mikillar fyrirhafnar. HuMu gerir leik- skólum m.a. kleift að:  Halda utan um viðveruskráningu barna Skrá fjölda og lengd lúra hvers barns  Skrá hversu vel börnin borðuðu  Senda skilaboð beint í síma foreldra  Deila myndum úr daglegu amstri með foreldrum  Minna foreldra á viðburði Gefa foreldrum aðgang að viðburðadagatali  Gefa foreldrum aðgang að matseðli  Fá skilaboð frá foreldrum, m.a. um veikindi barna og hver sækir  Upplýsingar um mataræði, óþol og ofnæmi allra barna. Fyrir foreldra:  Foreldrar fá upplýsingar um hvernig dagur barnsins gengur fyrir sig  Hafa handhægan aðgang að matseðli dagsins Hafa handhægan aðgang að upplýsingum um við- burði í leikskólanum  Fá sendar upplýsingar beint í símann ef barnið vanhagar um eitthvað  Eru minnt á viðburði eða annað sem fram fer í leikskólanum  Geta með einföldum hætti látið leikskóla vita ef barnið er veikt eða verður sótt af ein- hverjum öðrum en venjulega Margþætt notagildi HUMU Foreldrar Foreldrar fá upplýsingar um hvernig dagur barns- ins gekk fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.